LTG European Awards 2018: Outdoor activity destination of the year: South Iceland
Vestfirðir Vesturland Norðurland Austurland Suðurland Reykjanes Höfuðborgarsvæðið
Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Skapandi markaðssetning - Morgunfundur

Þriðji morgunfundur Markaðsstofu Suðurlands var haldinn í morgun þar sem við fengum félagana Guðmund Helga Harðarsson og Kjartan Ásbjörnsson hjá GK bakaríi á Selfossi til að segja okkur frá þeirra skapandi markaðssetningu og vöruþróun. Þeir hafa verið duglegir að efna til samstarfs við önnur fyrirtæki til að notast við í vöruþróun eins og sem dæmi Ölverk í Hveragerði, Ártanga í Grímsnes- og Grafningshreppi og Korngrís í Laxárdal. Markaðsstofan þakkar þeim Guðmundi og Kjartani kærlega fyrir að leyfa okkur að heyra frá þeirra vegferð og veita þátttakendum innblástur. 

Fundurinn var tekinn upp, þau aðildarfyrirtæki sem vilja nálgast upptöku á erindinu geta haft samband á netfangið info@south.is og við sendum ykkur upptökuna.

Þetta form á morgunfundum, stuttir netfundir sem veita innblástur og gefa rými til spurninga og spjalls, hafa gefið góðan róm hjá aðildarfyrirtækjum Markaðsstofunnar og ætlum við því að halda áfram þessum stuttu morgunfundum. Næsti morgunfundur verður þriðjudaginn 23. mars kl 9.00 þar sem Dagný Hulda Jóhannsdóttir og Nejra Mesetovic munu fjalla um Íslenska ferðasumarið 2021.

Við minnum aðila að skrá sig á fundina til að fá slóðina senda - fundurinn verður auglýstur fljótleg.


Suðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Suðurlandi eru allmargir þéttbýlisstaðir, hver með sínu sniði og sjarma og allir bjóða upp á einhverskonar afþreyingu. Selfoss er þeirra stærstur og þar má finna ýmsar verslanir, þjónustu og marga veitinga- og skyndibitastaði. Flestir bæir eru í alfaraleið og því bæði hentugt og skemmtilegt að eiga þar viðdvöl.

Skoða meira

Map Höfn Kirkjubæjarklaustur Vík Vestmannaeyjar Hvolsvöllur Flúðir Laugarvatn Reykholt Laugarás Borg Brautarholt Hveragerði Árnes Selfoss Hella Stokkseyri Eyrarbakki Þykkvibær Þórlákshöfn