LTG European Awards 2018: Outdoor activity destination of the year: South Iceland
Vestfirðir Vesturland Norðurland Austurland Suðurland Reykjanes Höfuðborgarsvæðið
Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Rafrænir viðburðir

Markaðsstofa Suðurlands tók þátt í þremur rafrænum viðburðum nýverið.

Þetta voru eftirfarandi rafrænir viðburðir:

Vestnorden.

16 fundir bókaðir með fólki víðsvegar úr heiminum.

Nordic Workshop Italy 2020

Dagana 18.-19. nóvember fór fram rafræn vinnustofa með ítölskum ferðaþjónustuaðilum. Kaupendur voru 114 og seljendur yfir 90, þar af 14 íslenskir þátttakendur. Viðburðurinn er árlegur og skipulagður í samvinnu Íslandsstofu við Innovation Norway, Visit Denmark og Visit Finland.

Interface Tourism 2020 - Spain

Rafræn vinnustofa á Spáni dagana 25. og 26. nóvember þar sem 16 íslensk fyrirtæki mættu til leiks. Yfir 200 spænskir ferðaþjónustuaðilar skráðu sig og voru bókaðir tæplega 300 fundir milli kaupenda og seljenda. Í tengslum við vinnustofurnar var haldin kynning á Íslandi og fengu kaupendur tækifæri til að spyrja spurninga en um 70 manns tóku þátt.

Niðurstaða rafrænna viðburða:
Í heildina var mjög mikill áhugi á Íslandi, eins og svo oft.

Margir telja að Ísland verði ofarlega á lista fólks yfir þá staði sem það muni vilja ferðast til eftir Covid heimsfaraldurinn, fjölskyldufólk, o.s.frv. Ástæður þess eru að hér eru færri ferðamenn, Ísland með gott orðspor á að takast á við Covid og hér er öruggt að vera.


Suðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Suðurlandi eru allmargir þéttbýlisstaðir, hver með sínu sniði og sjarma og allir bjóða upp á einhverskonar afþreyingu. Selfoss er þeirra stærstur og þar má finna ýmsar verslanir, þjónustu og marga veitinga- og skyndibitastaði. Flestir bæir eru í alfaraleið og því bæði hentugt og skemmtilegt að eiga þar viðdvöl.

Skoða meira

Map Höfn Kirkjubæjarklaustur Vík Vestmannaeyjar Hvolsvöllur Flúðir Laugarvatn Reykholt Laugarás Borg Brautarholt Hveragerði Árnes Selfoss Hella Stokkseyri Eyrarbakki Þykkvibær Þórlákshöfn