Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Nýr Herjólfur kominn til Vestmannaeyja

Nýr Herjólfur kominn til Vestmannaeyja
Mynd tekin af vef Eyjafrétta [www.eyjafrettir.is]

Herjólfur IV er nú kominn til Vestmannaeyja. Nýi Herjólfur mun hefja siglingar milli lands og eyja innan 2-3 vikna. Móttökuathöfn var haldin í tilefni komu nýju ferjunar og voru Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, við móttökuathöfnina þegar nýr Herjólfur var afhentur Vestmannaeyingum.

Tækifæri til frekari sóknar

Að hafa gamla Herjólf staðsettan í Vestmannaeyjum býður uppá ákveðin tækifæri bæði varðandi farþegaflutninga yfir háannatímann og ákveðna möguleika varðandi vöruflutninga, svo að ekki sé minnst á betri áreiðanleika varðandi varaferju.

Hvað mun nýr Herjólfur færa farþegum?

Farþegum býðst núna aukin tíðni ferða. Byrjað verður fyrr að sigla á morgnanna og seinna á kvöldin sem býður uppá fleiri möguleika fyrir atvinnulífið, ferðaþjónustuna, íþróttalífið og aukin lífsgæði fyrir heimamenn.

Aukið pláss er fyrir bíla sem gerir fleiri einkabílum og gámum í hverja ferð.

Betri sæti, nýjasta tækni í öllum búnaði þýðir auðvitað meiri þægindi þegar ferðast er með ferjunni.

Til hamingju Eyjamenn með nýjan Herjólf


Suðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Suðurlandi eru allmargir þéttbýlisstaðir, hver með sínu sniði og sjarma og allir bjóða upp á einhverskonar afþreyingu. Selfoss er þeirra stærstur og þar má finna ýmsar verslanir, þjónustu og marga veitinga- og skyndibitastaði. Flestir bæir eru í alfaraleið og því bæði hentugt og skemmtilegt að eiga þar viðdvöl.

Skoða meira

Map Höfn Kirkjubæjarklaustur Vík Vestmannaeyjar Hvolsvöllur Flúðir Laugarvatn Reykholt Laugarás Borg Brautarholt Hveragerði Árnes Selfoss Hella Stokkseyri Eyrarbakki Þykkvibær Þórlákshöfn