Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Minni sóun - endurnýting korta og bæklinga

Minni sóun - endurnýting korta og bæklinga
Umhverfis Suðurland

Í samstarfi við verkefnið Umhverfis Suðurland og stærstu upplýsingamiðstöðvarnar á Suðurlandi viljum við hjá Markaðsstofunni hvetja til minni sóunar og frekari endurnýtingar korta og bæklinga. Upplýsingamiðstöðvarnar ætla að koma upp kassa þar sem ferðalangar geta skilið eftir notuð kort og bæklinga og gefið öðrum kost á að nota áfram og njóta. 

Við hvetjum alla ferðaþjónustuaðila sem vilja taka þátt til að prenta út þetta skjal og koma fyrir einhvers staðar hjá sér ásamt einhverju til að safna kortum og bæklingum saman í.
Endurnýting á kortum og bæklingum - merking


Suðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Suðurlandi eru allmargir þéttbýlisstaðir, hver með sínu sniði og sjarma og allir bjóða upp á einhverskonar afþreyingu. Selfoss er þeirra stærstur og þar má finna ýmsar verslanir, þjónustu og marga veitinga- og skyndibitastaði. Flestir bæir eru í alfaraleið og því bæði hentugt og skemmtilegt að eiga þar viðdvöl.

Skoða meira

Map Höfn Kirkjubæjarklaustur Vík Vestmannaeyjar Hvolsvöllur Flúðir Laugarvatn Reykholt Laugarás Borg Brautarholt Hveragerði Árnes Selfoss Hella Stokkseyri Eyrarbakki Þykkvibær Þórlákshöfn