Flýtilyklar
Markaðsstofa Suðurlands óskar eftir að ráða í starf verkefnastjóra
Starfið er fjölbreytt og spennandi og kemur verkefnastjóri að fjölmörgum og krefjandi verkefnum Markaðsstofunnar.
Meðal verkefna eru:
- Markaðs- og kynningarmál
- Verkefnastjórn
- Meðhöndlun og eftirfylgni blaðamannafyrirspurna
- Skipulagning og eftirfylgni kynningarferða
- Samskipti við hagsmunaaðila
- Ráðgjöf m.a. á sviði markaðsmála til fyrirtækja
Hæfniskröfur:
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi, (s.s.markaðsfræði, ferðamálafræði, verkefnastjórnun eða sambærilegt)
- Mikið sjálfstæði og frumkvæði
- Lipurð í samskiptum
- Góð tungumálakunnátta
- Reynsla í markaðsmálum, m.a. greiningum, áætlanagerð, starfrænni markaðssetingu og fl.
- Mikill sveigjanleiki í starfi
- Góð þekking á Suðurlandi
Starfssvæði Markaðsstofunnar nær frá Selvogi í vestri og að Lóni í austri.
Um er að ræða fullt starf og er umsóknarfrestur til og með 28. ágúst 2018. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.
Umsóknir sendist rafrænt á south@south.is.
Upplýsingar veitir framkvæmdastjóri, Dagný H. Jóhannsdóttir dagny@south.is eða í síma 560-2030.