LTG European Awards 2018: Outdoor activity destination of the year: South Iceland
Vestfirðir Vesturland Norðurland Austurland Suðurland Reykjanes Höfuðborgarsvæðið
Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Markaðsátak Sumar 2020

Núna er í sumar stóð Markaðsstofa Suðurlands fyrir markaðsherferð á innanlands markað. Herferðin var unnin í  samvinnu með Samtökum sunnlenskra sveitafélaga (SASS) og Ferðamálastofu. Markmiðið var að hvertja Íslendinga til þess að ferðast um Suðurland og kanna allt það frábæra sem er í boði. 

Markaðsátakið var styrkt af Sóknarfæri ferðaþjónstunnar sem var áhersluverkefni á vegum Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) og nýr samkeppnissjóður Sóknaráætlunar Suðurlands vegna COVID 19. Sjóðurinn hefur það hlutverk að styrkja verkefni starfandi ferðaþjónustufyrirtækja og fyrirtækja sem hafa megin tekjur sínar af ferðamönnum og ferðaþjónustu.

Gerður var þjónustu samningur við Vert markaðsstofu sem sá um umsjón, birtingar, uppsetningu og hönnun markaðátaksins og yfirskrift þess, Ferðumst á suðrænar slóðir. Birtingar voru í sjónvarpi, útvarpi, umhverfisskiltum auk stafrænna- og samfélagsmiðla.

Nú er ljóst að ekkert af þeim ferðasýningum og erlendum vinnistofu sem til stóð að halda í haust og vetur eins og hafa verið undanfarin ár. Markaðsstofan ætlar því að framlengja markaðsátakið og hvetja Íslendinga til ferðalaga í haust á Suðurland. 

 

 

 

 


Suðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Suðurlandi eru allmargir þéttbýlisstaðir, hver með sínu sniði og sjarma og allir bjóða upp á einhverskonar afþreyingu. Selfoss er þeirra stærstur og þar má finna ýmsar verslanir, þjónustu og marga veitinga- og skyndibitastaði. Flestir bæir eru í alfaraleið og því bæði hentugt og skemmtilegt að eiga þar viðdvöl.

Skoða meira

Map Höfn Kirkjubæjarklaustur Vík Vestmannaeyjar Hvolsvöllur Flúðir Laugarvatn Reykholt Laugarás Borg Brautarholt Hveragerði Árnes Selfoss Hella Stokkseyri Eyrarbakki Þykkvibær Þórlákshöfn