Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Mannamót 2018 á fimmtudaginn

Markaðsstofur landshlutanna standa fyrir ferðasýningunni Mannamót 2018 fimmtudaginn 18. janúar í Reykjavík. Tilgangurinn er að auka dreifingu ferðamanna um landið allt með því að mynda og efla tengsl á milli ferðaþjónustufyrirtækja á Íslandi en þrátt fyrir fjölgun ferðamanna til landsins á seinni árum eru enn mörg ónýtt sóknarfæri á landsbyggðinni og ferðaþjónustan þar í stakk búin að taka á móti fleiri gestum.  

Þetta er í fimmta sinn sem markaðsstofurnar taka höndum saman og setja upp viðburðinn Mannamót fyrir samstarfsfyrirtæki sín. Tilgangurinn er að kynna ferðaþjónustufyrirtæki á landsbyggðinni fyrir ferðaþjónustuaðilum, ferðaskrifstofum og ferðaskipuleggjendum á höfuðborgarsvæðinu og markmiðið að vinna að dreifingu ferðamanna um landið allt og efla uppbyggingu heilsársferðaþjónustu úti á landi.  

Margt spennandi verður til sýnis á Mannamótum í ár og er metþáttaka fyrirtækja sem ætla kynna þjónustuna sína. Reiknað er með að í yfir tvö hundruð fyrirtæki taki þátt og að um fimm hundruð gestir heimsæki Mannamót.   

Mannamót verða haldin í flugskýli Flugfélagsins Ernis (vestan við Icelandair Hotel Natura) milli kl. 12 og 17, fimmtudaginn 18. janúar.  Frítt er inn fyrir gesti en þeir eru beðnir um að staðfesta þátttöku á vefnum. http://www.markadsstofur.is/is/gestir


Suðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Suðurlandi eru allmargir þéttbýlisstaðir, hver með sínu sniði og sjarma og allir bjóða upp á einhverskonar afþreyingu. Selfoss er þeirra stærstur og þar má finna ýmsar verslanir, þjónustu og marga veitinga- og skyndibitastaði. Flestir bæir eru í alfaraleið og því bæði hentugt og skemmtilegt að eiga þar viðdvöl.

Skoða meira

Map Höfn Kirkjubæjarklaustur Vík Vestmannaeyjar Hvolsvöllur Flúðir Laugarvatn Reykholt Laugarás Borg Brautarholt Hveragerði Árnes Selfoss Hella Stokkseyri Eyrarbakki Þykkvibær Þórlákshöfn