Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Kynningarfundur um ferðamál og ráðgjöf í Vestmannaeyjum 19. mars

Þekkingarsetur Vestmannaeyja verður með opinn kynningafund um ferðamál mánudaginn 19. mars kl. 14:00 – 15:00 í Þekkingarsetri Vestmannaeyja. Þar mun Markaðsstofa Suðurlands kynna helstu áherslur og verkefni Markaðsstofunnar fyrir aðilum í ferðaþjónustu í Eyjum, en Vestmannaeyjar hafa nú gert samstarfssamning við Markaðsstofuna um m.a. markaðssetningu og kynningu á áfangastaðnum/sveitarfélaginu fyrir ferðamönnum.

Markaðsstofan sinnir einnig ráðgjöf á sviði atvinnuþróunar og nýsköpunar í samstarfi við SASS - Samtök sunnlenskra sveitarfélaga. Því geta öll fyrirtæki á svæðinu fengið ráðgjöf Markaðsstofunnar í ferða- og/eða markaðsmálum, sér að kostnaðarlausu.

Fulltrúi MSS með verður með viðveru og ráðgjöf í Vestmannaeyjum frá kl. 9:00 – 13:00 þennan sama dag.  Aðildarfyrirtæki Markaðsstofunnar sem og aðrir eru hvattir til að nýta sér mögulega viðtalstíma.

Frekari upplýsingar og tímabókanir hjá Dagný H. Jóhannsdóttur í síma 560-2044 eða hjá dagny@south.is


Suðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Suðurlandi eru allmargir þéttbýlisstaðir, hver með sínu sniði og sjarma og allir bjóða upp á einhverskonar afþreyingu. Selfoss er þeirra stærstur og þar má finna ýmsar verslanir, þjónustu og marga veitinga- og skyndibitastaði. Flestir bæir eru í alfaraleið og því bæði hentugt og skemmtilegt að eiga þar viðdvöl.

Skoða meira

Map Höfn Kirkjubæjarklaustur Vík Vestmannaeyjar Hvolsvöllur Flúðir Laugarvatn Reykholt Laugarás Borg Brautarholt Hveragerði Árnes Selfoss Hella Stokkseyri Eyrarbakki Þykkvibær Þórlákshöfn