Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Kynningarferð um Suðurland

Markaðsstofa Suðurlands bauð starfsfólki ferðaskrifstofa í kynningarferð um Suðurlandið föstudaginn 2. júní. Tilgangur ferðarinnar var að kynna nýja ferðaþjónustuaðila á vestur- og miðsvæðinu.

Fyrsti viðkomustaður var Raufarhólshellir, the Lava Tunnel þar sem Hallgrímur Kristinsson tók vel á móti hópnum og tók hann í kynningarferð um hellinn. Næsti viðkomustaður var Konubókastofa á Eyrarbakka þar sem Anna Jónsdóttur hefur safnað og haldið utan um ritverk sem íslenskar konur hafa skrifað í gegnum tíðina. Þar næst var haldið til Hveragerði og Skyrgerðin heimsótt. Þar rekur Elfa Dögg Þórðardóttir veitingastað og gistiheimili. Gestir fengu skemmtilega kynningu á staðnum og snæddu hádegisverð og m.a. smökkuðu Skyr Mohito sem vakti mikla lukku. Þegar heimsókninni í Skyrgerðinni var lokið var haldið í Ljósbrá steinasýningu sem einnig er í Hveragerð. Hafsteinn Þór Auðunsson tók þar á móti hópnum og fræddi gesti um tilurð og tilgang steinasafnsins.

Síðan var haldið til Hellu á Stracta Hótel þar sem gestir fengu kynningu frá fyrirtækjum í ferðaþjónustu og áttu gott samtal. Svava og Gunnar sýndu svo gestum hótelið. Eftir þetta var haldið í Þykkvabæ og hópurinn heimsótti Hótel Vos sem hóf nýlega starfsemi. Gyða Árný Helgadóttir hótelstýra tók þar á móti hópnum með kaffi og kleinum og sagði frá því sem var á boðstólum. Þá var haldið á Hvolsvöll þar sem Lava Centre var heimsótt og Ásbjörn Björgvinsson kynnti sýninguna fyrir gestum.

Að lokum var haldið á Midgard á Hvolsvelli og snæddur kvöldverður. Björg Árnadóttir einn eigenda Midgard tók á móti hópnum ásamt starfsmönnum og kynnti starfsemi fyrirtækisins fyrir gestum.

Vel heppnaður dagur í alla staði og gestir héldu sáttir á heim á leið um kvöldið.

Hér er hægt að skoða myndir úr ferðinni.


Suðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Suðurlandi eru allmargir þéttbýlisstaðir, hver með sínu sniði og sjarma og allir bjóða upp á einhverskonar afþreyingu. Selfoss er þeirra stærstur og þar má finna ýmsar verslanir, þjónustu og marga veitinga- og skyndibitastaði. Flestir bæir eru í alfaraleið og því bæði hentugt og skemmtilegt að eiga þar viðdvöl.

Skoða meira

Map Höfn Kirkjubæjarklaustur Vík Vestmannaeyjar Hvolsvöllur Flúðir Laugarvatn Reykholt Laugarás Borg Brautarholt Hveragerði Árnes Selfoss Hella Stokkseyri Eyrarbakki Þykkvibær Þórlákshöfn