Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Fundur í Vík og Vestmannaeyjum

Anna og Laufey verkefnastjórar áfangastaðaáætlunnar DMP fyrir Suðurland fóru um miðsvæði Suðurlands í síðustu viku. Aðal erindið var að fylgjast með vinnufundi í Vík þar sem hollensku ráðgjafarnir frá Nohnik ásamt hagsmunaaðilum á svæðinu eru að vinna að stefnumótun fyrir Kötlu jarðvang.

Á leiðinni var komið við á nokkrum ferðaþjónustustöðum til þess að kynna okkur það sem er í boði á svæðinu.  Alls staðar var tekið vel á móti okkur, fengum skoðunarferðir og áttum gott spjall við ferðaþjónustuaðila.

Í framhaldi skelltum við okkur með Herjólfi yfir til Vestmannaeyja þar sem Ferðamálastofa hélt kynningafund á verkefninu áfangastaðaáætlun DMP. Fundurinn var haldinn í Sagnheimum sem var áhugavert að skoða en auk þess skoðuðum við þorpið, keyrðum út á Stórhöfða og heimsóttum nokkra ferðaþjónustuaðila í Eyjum. Síðast en ekki síst snæddum við dýrindis mat að hætti Eyjamanna á nokkrum af þeim fjölmörgu veitingastöðum sem eru í Vestmannaeyjum.

Á leiðinni heim frá Eyjum stoppuðum við til þess að kynna okkur fleiri staði á svæðinu og má glöggt sjá að mikil gróska er í ferðaþjónustu á Suðurlandi.

Hlökkum til að kynnast fleiri stöðum á Suðurlandi og fólkinu sem þar starfar.

#DMPSuðurland #elskumSuðurland #DMP 


Suðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Suðurlandi eru allmargir þéttbýlisstaðir, hver með sínu sniði og sjarma og allir bjóða upp á einhverskonar afþreyingu. Selfoss er þeirra stærstur og þar má finna ýmsar verslanir, þjónustu og marga veitinga- og skyndibitastaði. Flestir bæir eru í alfaraleið og því bæði hentugt og skemmtilegt að eiga þar viðdvöl.

Skoða meira

Map Höfn Kirkjubæjarklaustur Vík Vestmannaeyjar Hvolsvöllur Flúðir Laugarvatn Reykholt Laugarás Borg Brautarholt Hveragerði Árnes Selfoss Hella Stokkseyri Eyrarbakki Þykkvibær Þórlákshöfn