LTG European Awards 2018: Outdoor activity destination of the year: South Iceland
Vestfirðir Vesturland Norðurland Austurland Suðurland Reykjanes Höfuðborgarsvæðið
Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða styrkir 15 verkefni á Suðurlandi

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða styrkir 15 verkefni á Suðurlandi
Svínafellsjökull

Í vikunni voru kunngerðar úthlutanir úr Framkvæmdarsjóð ferðamannastaða vegna 2021 og uppfærð aðgerðaráætlun Landsáætlunar um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum var kynnt.

Framkvæmdarsjóður ferðamannastaða styrkti alls 53 verkefni víðsvegar um landið samtals að upphæð 807 milljónum. Af þessum verkefnum fóru 15 styrkir, alls að upphæð 231,37 milljónum, til verkefna á Suðurlandi sem framkvæmd verða á árinu 2021. Þess má geta að Sveitarfélagið Hornafjörður fékk hæsta styrkinn í þessari úthlutun, 97 milljónir, til að hanna og byggja upp göngu- og hjólastíg frá Svínafelli yfir í þjóðgarðinn í Skaftafelli sem tengir saman Svínafell, Freysnes, flugvöllinn við Skaftafell og Skaftafell. Þetta verkefni er liður í að byggja upp Jöklaleiðina sem er 200 km gönguleið sem liggur meðfram suðurbrún Vatnajökuls, frá Lónsöræfum í Skaftafell.

Auk þessara verkefna eru rúmlega 100 verkefni á verkefnaáætlun Landsáætlunar 2021-2023 þar sem gert er ráð fyrir  2,6 milljarða króna framlagi þar af eru 33 verkefni á Suðurlandi að upphæð 1.202 milljónum.

Á síðustu árum hefur heilmikil uppbygging átt sér stað víðsvegar um Suðurland sem hefur verið meðal annars styrkt af Framkvæmdarsjóð ferðamannastaða eða verið á Landsáætlun um uppbyggingu innviða. Auk þess hafa sveitarfélögin, landeigendur og aðrir hagaðilar farið út í stór og smá verkefni til að efla áfanga- og áningarstaði með tilliti til öryggis, verndun náttúru og upplifun gesta.

Öll þessi uppbygging er liður í að tryggja jákvæða upplifun gesta og heimamanna á ferðamannastöðum. Upplifun ferðamanna er mikilvægur mælikvarði til að sjá stöðuna, en Suðurland er með hæsta meðmælaskor (NPS skor) erlendra ferðamanna á landinu með NPS skorið upp á 4,8, á fimm punkta kvarða, meðaltalið fyrir Ísland í heild sinni er 4,5 (Ferðamálastofa, 2019). Því þarf Suðurland að halda áfram að tryggja jákvæða upplifun gesta með góðri heildstæðri uppbyggingu á áfanga- og áningarstöðum sem og í móttöku og þjónustu, sem dæmi að huga betur að aðgengi fyrir alla á þeim stöðum sem bjóða upp á það og þannig auka við jákvæða upplifun stærri hóps fólks.


Sjá má þau verkefni sem fengu úthlutað og eru á Landsáætlun á kortavefsjá Ferðamálastofu


Suðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Suðurlandi eru allmargir þéttbýlisstaðir, hver með sínu sniði og sjarma og allir bjóða upp á einhverskonar afþreyingu. Selfoss er þeirra stærstur og þar má finna ýmsar verslanir, þjónustu og marga veitinga- og skyndibitastaði. Flestir bæir eru í alfaraleið og því bæði hentugt og skemmtilegt að eiga þar viðdvöl.

Skoða meira

Map Höfn Kirkjubæjarklaustur Vík Vestmannaeyjar Hvolsvöllur Flúðir Laugarvatn Reykholt Laugarás Borg Brautarholt Hveragerði Árnes Selfoss Hella Stokkseyri Eyrarbakki Þykkvibær Þórlákshöfn