Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Fjölmiðlaferð um Suðurland

Nýjasti áfanginn í markaðssetningu á áfangastaðnum Íslandi, „Ísland frá A til Ö“, hefur fengið góð viðbrögð. Íslandsstofa og markaðsstofur landshlutanna hafa í tilefni þessa nýja áfanga verið að fara með erlenda blaðamenn um landið og kynna fyrir þeim náttúru, gistingu, afþreyingu, mat og menningu

Dagana 24. og 25. nóvember skipulagði Íslandsstofa og Markaðsstofa Suðurlands ferð með blaðamönnum frá Norðurlöndunum um Suðurlandið. Ferðin tókst afar vel þrátt fyrir að veður hafi sett örlítið strik í reikninginn og breytt ferðaplönum. Að þessu sinni voru eftirfarandi staðir heimsóttir Hótel Grímsborgir, Lava Centre, Midgard Adventure, Skyrgerðin, Frost & Funi, Eldhestar, ION hótel, Fjöruborðið og The Lava Tunnel. Var að lokum farið með hópinn á Þingvelli og snorklað í Silfru.

Blaðamennirnir fengu góða kynningu á starfsemi þessara fyrirtækja og nutu gestrisni viðkomandi aðila. Suðurlandið skartaði sínum fegursta vetrarskrúða á meðan á ferðinni stóð og voru margar náttúruperlur skoðaðar og myndaðar. Fjölmiðlafólkið var mjög ánægt með ferðina og viðkynningu og verður gaman að fylgjast með umfjöllun þeirra á komandi vikum.

Nokkrar myndir úr ferðinni.

Ísland A-Ö / Suðurland


Suðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Suðurlandi eru allmargir þéttbýlisstaðir, hver með sínu sniði og sjarma og allir bjóða upp á einhverskonar afþreyingu. Selfoss er þeirra stærstur og þar má finna ýmsar verslanir, þjónustu og marga veitinga- og skyndibitastaði. Flestir bæir eru í alfaraleið og því bæði hentugt og skemmtilegt að eiga þar viðdvöl.

Skoða meira

Map Höfn Kirkjubæjarklaustur Vík Vestmannaeyjar Hvolsvöllur Flúðir Laugarvatn Reykholt Laugarás Borg Brautarholt Hveragerði Árnes Selfoss Hella Stokkseyri Eyrarbakki Þykkvibær Þórlákshöfn