Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

CBS á Suðurlandi í janúar

CBS á Suðurlandi í janúar
Wendy Gillette.

Fréttateymi frá bandarísku sjónvarpsstöðinni CBS kom til Íslands á dögunum í þeim erindagjörðum að vinna fréttainnslag um eldvirkni á Íslandi. Wendy Gillette fréttakona var í forsvari fyrir teymið. Hún þekkt andlit í bandarísku sjónvarpi og hefur unnið fyrir CBS í New York í fjölda ára.

Markaðsstofa Suðurlands hafði milligöngu og umsjón með heimsókn þeirra á Suðurlandið. Farið var í Lava Centre og þar tekin voru viðtöl við Ara Trausta Guðmundsson jarðfræðing og Ásbjörn Björgvinsson markaðsstjóra Lava Centre. Einnig fór teymið í dagsferð um Suðurland í boði Mountaineers of Iceland. Mikil ánægja var með ferðina hjá fréttateyminu og létu þau vel af landi og þjóð. Stefnt er á að innslagið fari inn á fréttaveitu CBS í febrúar og má reikna með að milli 6 og 7 milljónir manns muni sjá innslagið

Ari Trausti í viðtali við CBS

 

 


Suðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Suðurlandi eru allmargir þéttbýlisstaðir, hver með sínu sniði og sjarma og allir bjóða upp á einhverskonar afþreyingu. Selfoss er þeirra stærstur og þar má finna ýmsar verslanir, þjónustu og marga veitinga- og skyndibitastaði. Flestir bæir eru í alfaraleið og því bæði hentugt og skemmtilegt að eiga þar viðdvöl.

Skoða meira

Map Höfn Kirkjubæjarklaustur Vík Vestmannaeyjar Hvolsvöllur Flúðir Laugarvatn Reykholt Laugarás Borg Brautarholt Hveragerði Árnes Selfoss Hella Stokkseyri Eyrarbakki Þykkvibær Þórlákshöfn