Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Árshátíð Markaðsstofu Suðurlands. Takið daginn frá!

Árshátíð Markaðsstofunnar verður haldin þann 31. mars nk. Dagskráin verður með svipuðu sniði og síðustu ár þar sem hún hefst í kringum hádegi með aðalfundi og málþingi, þá verður farið örferð um svæðið og endar dagurinn á hátíðarkvöldverði og skemmtun. 

Við hvetjum alla til að taka daginn frá og panta gistingu, fyrir þá sem það kjósa. 

Árshátíðin verður haldin á Fosshótel Heklu sem býður eftirfarandi sértilboð á gistingu:

Eins manns herbergi með morgunverði: 14.600 kr.
Tveggja manna herbergi með morgunverði: 16.200 kr. 

Til að panta gistinguna þarf senda póst á hekla@fosshotel.is og taka fram að hún sé fyrir árshátíð Markaðsstofunnar. 

Hvenær: 31. mars.
Hvar: Fosshótel Hekla

Nánari upplýsingar verða fljótlega sendar með tölvupósti og birtar á Facebook og á vefnum.

Hér er hægt að skoða myndir frá árshátíðinni frá því í fyrra.


Suðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Suðurlandi eru allmargir þéttbýlisstaðir, hver með sínu sniði og sjarma og allir bjóða upp á einhverskonar afþreyingu. Selfoss er þeirra stærstur og þar má finna ýmsar verslanir, þjónustu og marga veitinga- og skyndibitastaði. Flestir bæir eru í alfaraleið og því bæði hentugt og skemmtilegt að eiga þar viðdvöl.

Skoða meira

Map Höfn Kirkjubæjarklaustur Vík Vestmannaeyjar Hvolsvöllur Flúðir Laugarvatn Reykholt Laugarás Borg Brautarholt Hveragerði Árnes Selfoss Hella Stokkseyri Eyrarbakki Þykkvibær Þórlákshöfn