Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Árshátíð Markaðsstofu Suðurlands

Árshátíð Markaðsstofu Suðurlands
Málþing Markaðsstofu Suðurlands 2019

Árshátíð Markaðsstofu Suðurlands var haldin á Stracta Hótel á Hellu 5. apríl síðastliðinn.

Um 100 manns tóku þátt í deginum sem var þéttskipaður en dagskráin byrjaði með aðalfundi Markaðsstofunnar, í framhaldinu var síðan haldið málþing, farið í örferð um svæðið og endað á árshátíð á Stracta Hótel.

Dagskráin var öll hin glæsilegasta en þennan dag fá aðilar Markaðsstofunnar tækifæri til þess að hittast og miðla reynslu og þekkingu í bland við dagskrá dagsins.

Aðalfundur Markaðsstofunnar var fyrstur á dagskrá en þar var farið yfir starfsárið 2018 auk helstu áherslna ársins 2019. Skipun og kosning í stjórn Markaðsstofunnar fyrri næsta starfsár fór fram með hefðbundnum hætti. Hér má sjá nýja stjórn MSS. Ný stjórn MSS, f.v. Kristín Ýr Hrafnkellsdóttir, Ólafur Páll Vignisson, Grétar Ingi Erlendsson, Ása Valdís Árnadóttir og Björg Árnadóttir. Á myndina vantar Kristínu Jóhannsdóttur.

Að loknum aðalfundi var haldið áhugavert málþing sem bar heitið „Áfangastaðurinn Suðurland – Upplifun og umhverfi“ en um fundarstjórn sá Eiríkur Vilhelm Sigurðsson markaðs- og kynningarfulltrúi Rangárþings ytra.

Áhugaverð erindi voru flutt en eftir setningu málþingsins sem Dagný H. Jóhannsdóttir framkvæmdarstjóri Markaðsstofunnar sá um var fyrst á dagskrá Þorvarður Árnason forstöðumaður Rannsóknarseturs HÍ á Hornafyrði. Erindi hans bar heitið Hvernig mun ferðaþjónustan breyta samfélagi og menningu á Suðurlandi? en þar fjallaði hann um niðurstöður rannsóknar um samfélagsleg áhrif ferðaþjónustu á Suðurlandi. Næst var það Laufey Guðmundsdóttir verkefnastjóri Áfangastaðaáætlunar Suðurlands sem fjallaði um Draumaáfangastaðinn Suðurland – Hvert stefnum við? út frá framtíðarsýn áfangastaðaáætlunar.  Ferðaþjónn, hvað er nú það? var heiti á erindi Sólveigar R. Kristinsdóttur verkefnastjóra Fræðslunetsins þar sem hún kynnti nýja námsleið hjá Fræðslunetinu – símenntun á Suðurlandi. Anna V. Sigurðardóttir verkefnastjóri Markaðsstofu Suðurlands kynnti Súpufundi Markaðsstofunnar sem halda á í vor. Eftir kaffihlé var Elísabet Ögn Jóhannsdóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknarmiðstöð ferðamála, með erindið Markaðssetning áfangastaða og mikilvægi samvinnu og þátttökuvilja fyrirtækja í því ferli. Að lokum var erindi sem bar heitið Startup Tourism - Upplifun og reynsla en þar fjölluðu Smári Stefánsson hjá The Cave People og Rannveig og Guðmundur hjá Iceland Bike Farm á skemmtilegan hátt um upplifun og reynslu af því að taka þátt í viðskiptahraðlinum Startup Tourism. 

Að loknu málþingi var farið í skemmtilega örferð um svæðið þar sem gestum var boðið að heimsækja aðila í ferðaþjónustu á svæðinu, Landhótel, Skeiðvelli og Ægissíðuhella, og eru þeim færðar bestu þakkir fyrir möttökurnar.

Um kvöldið var síðan boðið upp á glæsilega dagskrá á árshátíð en veislustjórarnir Albert Eiríksson og Bergþór Pálsson stýrðu henni af sinn alkunnu snilld. Líkt og undanfarin ár voru viðurkenningar Markaðsstofunnar veittar á árshátíð. Viðurkenninguna „Framlag til ferðaþjónustu“ hlaut Guðmundur Tyrfingsson ehf. og fjölskylda en þau hafa séð um skipulagningu ferða á Íslandi í gegnum sitt rútufyrirtæki og ferðaskrifstofu undanfarin fimmtíu ár! Fyrirtækið hefur getið sér gott orð sem er lykillinn að árangri og sjálfbærni til framtíðar en þau Tyrfingur Guðmundsson og Berglind Guðmundsdóttir veittu viðurkenningunni móttöku. Viðurkenninguna „Sproti ársins 2018“ hlaut Iceland Bike Farm og komu þau Guðmundur F. Markússon og Rannveig Ólafsdóttir til þess að taka á móti viðurkenningunni en þau eru sauðfjár- og fjallahjólabændur í Mörtungu rétt við Kirkjubæjarklaustur sem hafa hafa skapað sér sérstöðu með því að leita fanga í sínu nánasta umhverfi. Að lokum hélt trúbadorinn Hlynur Ben uppi stuðinu fram eftir kvöldi.


Suðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Suðurlandi eru allmargir þéttbýlisstaðir, hver með sínu sniði og sjarma og allir bjóða upp á einhverskonar afþreyingu. Selfoss er þeirra stærstur og þar má finna ýmsar verslanir, þjónustu og marga veitinga- og skyndibitastaði. Flestir bæir eru í alfaraleið og því bæði hentugt og skemmtilegt að eiga þar viðdvöl.

Skoða meira

Map Höfn Kirkjubæjarklaustur Vík Vestmannaeyjar Hvolsvöllur Flúðir Laugarvatn Reykholt Laugarás Borg Brautarholt Hveragerði Árnes Selfoss Hella Stokkseyri Eyrarbakki Þykkvibær Þórlákshöfn