Flýtilyklar
Hótel Vatnsholt
Vatnsholt er uppgerður fallegur sveitabær sem stendur við Villingaholtsvatn. Frá Vatnsholti er eitt víðasta útsýni í byggð á landinu. Þar sést vel til Vestmannaeyja, Eyjafjallajökuls, Tindfjalla, Heklu og Hellisheiðar. Vatnsholt er í aðeins 16 km fjarlægð frá Selfossi , 8 km frá Þjóðvegi 1 og ca 60 km frá Reykjavík.
Við bjóðum upp á notalega aðstöðu fyrir ferðamenn, hjón, einstaklinga eða fjölskyldur sem vilja hvíla sig og njóta þess sem Suðurland hefur upp á að bjóða. Vatnsholt er fjölskylduvænn staður þar gestum gefst kostur á að kynnast lífinu í sveitinni, upplifa náttúruna og slappa af. Hægt er að veiða í Villingaholtsvatni og einnig er mikið fulglalíf við vatnið þar sem fuglaáhugafólk getur gefið sér tíma til að skoða fuglalífið.
Stórglæsilegt leiksvæði fyrir börn og fullorðna, með veglegum útileiktækjum, 9 holu fótboltaminigolf velli, fótboltavelli og tennisvelli. Í Vatnsholti er veitingastaður sem reynir eftir fremsta megni að vera með ferskt og gott hráefni frá næsta nágrenni. Frábær aðstaða fyrir allt að 70-80 gesti í björtum og notalegum herbergjum. Bjóðum einnig upp á hús með 7 herbergjum, húsið eru með góðri aðstöðu til eldununar/grillunar. Við gerum okkar besta til að gera dvölina ánægjulega.
Vatnsholt 1-2
Hótel Vatnsholt - ferðaupplýsingar
Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands
Bændagisting
Miðás
Sundlaugar
Sundlaugin Stokkseyri
Sundlaugar
Sundhöllin Selfossi
Gestastofur
Ölvisholt brugghús
Hestaafþreying
Sólhestar ehf.
Kajakferðir / Róðrarbretti
Kayakferðir Stokkseyri
Aðrir
- Tryggvagata 13
- 800 Selfoss
- 898-6463
- Gjáhella 3
- 221 Hafnarfjörður
- 892-0888
- Stekkholt 1
- 801 Selfoss
- 856-5255
- Vorsabær 2, Skeiða- og Gnúpverjahreppi
- 801 Selfoss
- 486-5522, 866-7420
- Traustholtshólmi
- 803 Selfoss
- 699-4256
- Hafnargata 9
- 825 Stokkseyri
- 551-1166, 895-0020
- Fossnes C
- 800 Selfoss
- 4801200, 568-1410
- Lambastaðir
- 801 Selfoss
- 777-0705
- Þingvallasvæðið / Þingvellir area
- 271 Mosfellsbær
- 8636733
- Kálfhólar 21
- 800 Selfoss
- 857-2000
- Norðurbraut 33
- 801 Selfoss
- 822-3345
- Selfossi
- 800 Selfoss
- 482-3335
- Kálfholt II
- 851 Hella
- 487-5176, 892-5176
- Strokkhólsvegur 7
- 801 Selfoss
- 699-5777
- Sunnuvegur 5
- 800 Selfoss
- 7768707, 7700034
- Hafnargata 9
- 825 Stokkseyri
- 854-4510, 483-1600
- Móland 3
- 800 Selfoss
- 699 5777
- Ástjörn 7
- 800 Selfoss
- 697-9280
Saga og menning
Rjómabúið á Baugsstöðum
Þegar ekið er niður Villingaholtsveg (305) af Þjóðvegi 1 er farið yfir brú á Volalæk. Þessi Lækurinn á upptök sín skammt austan við Bitru, sunnan þjóðvegar 1. Rennur hann síðan til vesturs og nefnist Volalækur þegar hann nálgast Vola. Vestan við Hróarsholts heitir hann Hróarsholtslækur og allt suður að Hólavatni í Gaulverjabæjarhreppi. Afrennsli þess vatns nefnist Baugsstaðasíki.
Haustið 1903 stofnuðu bændur í Hraungerðis- og Villingaholtshrepp með sér samtök um rjómabú til smjörgerðar. Rjómabúið eða rjómaskálin eins og það var nefnt í þá daga, var reistur við Hróarsholtslæk, í landi jarðarinnar Vola, skammt vestan gömlu brúarinnar. Lækurinn var stíflaður með miklum trjám og timburflekum til að hækka vatnsborðið. Þetta rjómabú var starfrækt frá 1905 til 1929. Annað rjómabú var stofnað árið 1904 af 48 bændum úr Stokkseyrarhreppi og nágrannahreppum hjá Baugsstöðum skammt frá Stokkseyri, og starfaði það til 1952, lengst allra rjómabúa á Íslandi. Árið 1971 var stofnað varðveislufélag um rjómabúið á Baugsstöðum. Frá 1975 hefur rjómabúið á Baugsstöðum verið opið almenningi sem safn. Tæki þess eru upprunaleg og eru þau gangsett fyrir gesti.
Náttúra
Dælarétt
Dælarétt, er ævaforn fjárrétt stutt sunnan við Suðurlandsveg. Hún er talin elsta rétt landsins og var helsta skilarétt svæðisins. Réttin er í landi eyðibýlisins Heiðabæjar. Þar var síðast réttað haustið 1970 og hefur réttin nú verið friðlýst. Dælarétt er hlaðin úr grjóti úr hinu stórdílótta Þjórsárhrauni. Skammt frá eru sprungur eftir Suðurlandsskjálftann árið 2000. Sýnið VARÚÐ.
Saga og menning
Þuríðarbúð
Þuríðarbúð var reist af Stokkseyringafélaginu í Reykjavík árið 1949 til minningar um Þuríði Einarsdóttur formann og horfna starfshætti.
Þuríður Einarsdóttir formaður var fædd árið 1777, dáin 1863. Hún fór í sinn fyrsta róður ellefu ára gömul á bát föður síns en 17 ára varð hún háseti upp á fullan hlut hjá bróður sínum. Síðan stundaði hún sjósókn í rúma hálfa öld eða til 1843 en þá hætti hún sjómennsku sökum heilsubrests. Mestan þann tíma var hún formaður á bátum. Þótti hún góður formaður, útsjónarsöm, varkár en samt áræðin og vinsæl meðal háseta. Einstakt þótti að kona væri formaður á bát. Hún klæddist karlmannsfötum að jafnaði vegna sjómennskunnar en til þess þurfti leyfi sýslumanns.
Á Stokkseyri skiptu sjóbúðir eins og Þuríðarbúð tugum á seinni hluta 19. aldar. Þær voru hlaðnar úr torfi og grjóti. Bálkar voru meðfram veggjum og í þeim sváfu tveir og tveir saman og voru þeir kallaðir lagsmenn. Sjóbúðirnar voru allt í senn; svefnskáli, matstofa og dagstofa vermanna.
Þuríðarbúð var endurhlaðin árið 2001 undir stjórn Guðjóns Kristinssonar hleðslumeistara.
Náttúra
Þjórsá
Þjórsá er jökulá að uppruna sem á meginupptök sín í Hofsjökli. Hún er lengsta á landsins eða 230 km löng og hefur mesta vatnasviðið um 8000 km². Vatnsmagn hennar er svipað og Ölfusár, 370 m³/sek, og kemur að mestu undan Hofsjökli og Vatnajökli. Aurframburðurinn er gífurlegur, um 4,5 milljónir tonna á ári. Á veturna getur áin safnað í sig gífurlegu magni af ís sem sest til neðan til. Stórfenglegt er að koma að gljúfrum Þjórsár neðan við Urriðafoss á vorin þegar íshrönnin er að bresta og áin að ryðja sig. Hægt er að ganga með gljúfrum og liggur vegurinn samsíða þeim stutt frá.
Náttúra
Timburhóll - Skógrækt
Skógræktarreitur Ungmennafélagsins Samhygðar. Grillaðstaða og gróskumikill skógur. Hér er minnisvarði um hjónin í Vorsabæ, Guðfinnu Guðmundsdóttur og Stefán Jasonarson. Þau hjónin voru bændur í Vorsabæ í hálfa öld og Stefán var frumherji í störfum fyrir samtök sunnlenskra bænda, ungmennafélagshreyfinguna, umferðaröryggi og varðveislu þjóðlegra verðmæta. Auk þess er hér minnismerki um Ásgrím Jónsson listmálara. Gestir eru beðnir um að ganga vel um.
Saga og menning
Villingaholtskirkja
Villingaholt er kirkjustaður og var löngum stórbýli. Á 17. öld var hér prestur, Jón Erlendsson en hann var afkastamesti handritaskrifari landsins. Hann á sinn mikla þátt í að varðveita ýmsar helstu perlur handritanna með því að skrifa þau upp, m.a. að beiðni Brynjólfs Sveinssonar biskups. Frægasta ritið sem séra Jón bjargaði þannig frá glötun er Íslendingabók, en mörg handrita okkar eru rituð með hendi Jóns. Síðar bjó hér þjóðhagsmiðurinn og bóndinn, Jón Gestsson (1863-1945) en frá honum er komin mikil ætt hagleiksfólks. Jón teiknaði og byggði núverandi Villingarholtskirkju á árunum 1910-1911. Kirkjan er bárujárnsklædd úr timbri og á hlöðnum grunni. Kirkjan er með turni og sönglofti og tekur 100 manns í sæti. Ef gengið er syðst á lóð Þjórsárvers má sjá gamlan bæjarhól en þar stóð Villingaholtskirkja og bæjarhúsið áður. Í kjölfar viðverandi sandfoks og mikils tjóns í suðurlandsskjálftanum árið 1784 voru þau flutt um set að núverandi stað. Kirkjan var friðuð 1. janúar 1990 samkvæmt aldursákvæði 1. mgr. 36. gr. þjóðminjalaga nr. 88/1989.
Náttúra
Ferjunes
Bærinn Ferjunes stendur á Þjórsárbökkum og var áður fjölfarinn ferjustaður yfir Þjórsá. Sandhólaferja lagðist af við tilkomu Þjórsárbrúar. Skáldkonan Oddný Kristjánsdóttir bjó í Ferjunesi
Saga og menning
Ölfusárbrú
Ölfusárbrú er byggð yfir vatnsmesta fljót landsins sem spanner 384 rúmmetra á sekúndu að meðaltali á árs grundvelli. Á suðurenda brúarinnar við Tryggvaskála er upplýsingaskilti sem sýnir flóðahæð í þremur mestu flóðum í Ölfusá á 20. Öld.
Árið 1872 var fyrst talað um að brúa yfir Ölfusá af Hannesi Stehensen presti. Fyrst var farið í að ferja fólk yfir ána. Árið 1891 hófst brúarsmíðin sjálf. Gekk það í fyrstu með áföllum þar sem þeir mistu einn mann í ána. Síðar kom í ljós að stöplarnir undir brúni voru ekki nógu hair svo að klakabelti komast undir hana. Vígsla brúarinnar var 1891 og voru settar ýmsar reglur hvað varðar notkunn brúarinnar en það varðar reiðmennsku yfir brúnna.
Árið 1944 slitnaði brúarstrengur vegan þyngdar mjólkurbíls með annan bíl í togi svo að þeir féllu báðir í ánna. Var þá ný brú byggð árið 1945 og þjónar enn þá daginn í dag sínum tilgangi og er hún 84 metrar að lengd á milli stöpla.
Saga og menning
Íslenski bærinn
Austur-Meðalholt er dæmigerður sunnlenskur torfbær frá lokum 19. aldar. Fáir slíkir bæir eru til á landinu og hefur mikið verið lagt í þróun þessa bæjar og varðveislu. Íslenski torfbærinn endurspeglar sögu og lifnaðarhætti Íslendinga í aldanna rás.
Saga og menning
Rútsstaða-Suðurkot
Fæðingarstaður Ásgríms Jónssonar listmálara, eins helsta brautryðjanda íslenskrar myndlistar. Hann varð fyrstur íslenskra málara til að gera myndlist að aðalstarfi. Ásgrímur fæddist þann 4. mars 1876 í Suðurkoti í Rútsstaðahverfi í Flóa. Árið 1897 hélt hann til Kaupmannahafnar þar sem hann stundaði nám við Konunglega listaháskólann árin 1900-1903.
Saga og menning
Laugardælir
Laugardælir er lítil byggð rétt utan við Selfoss. Laugardælir var einn fjölfarnasti lögferjustaður landsins þar til brúin var byggð yfir Ölfusá hjá Selfossi 1891. Árið 1957 var ný kirkja vígð á Selfossi og Laugardælasókn lögð til hennar, utan nokkurra bæja sem færðust til Hraungerðissóknar. Staðurinn var kirkjulaus í nokkur ár eða til ársins 1965 þegar nýja kirkjan var byggð. Kirkjan er úr steinsteypu, 300 m² með pípuorgeli og tekur 70 manns í sæti. Bjarni Pálsson, byggingarfulltrúi á Selfossi, teiknaði hana og Sigfús Kristinsson, byggingarmeistari á Selfossi, var kirkjusmiður. Í garði Laugardælakirkju er legstaður Bobbby Fischer (1943-2008), hins litríka og umdeilda heimsmeistara í skák.
Náttúra
Hellisskógur
Hellisskógur er skógræktarsvæði rétt utan við Selfoss. Lagðir hafa verið akvegir og göngustígar um svæðið, settir bekkir og borð og Hellirinn grafinn út og útbúinn sem áningarstaður þar sem fólk getur
sest niður og fundið sér skjól fyrir veðri og vindum. Hellisskógur hefur smám saman orðið eitt helsta útivistarsvæði Selfyssinga.
Stóri-Hellir í Hellisskógi myndaðist við lok jökulskeiðs á ísöld þegar brim svarf klettinn. Ummerki um
hærra sjávarborð og sjávarrof sést á fjölmörgum stöðum í hellinum sem myndaðist í 0,7-3,1 milljón ára gömlu basalti. Innst í hellinum var áður geymt hey en fjárhús var staðsett við hellismunnann að framanverðu. Telja sumir að reimt sé í hellinum, af draug með bláan trefil.
Náttúra
Ásavegur - þjóðleið
Ásavegur er hin forna þjóðleið fólks um Suðurland. Liggur leið þessi um þveran Flóann og má finna miklar traðir á þessum slóðum sem til marks eru um þá miklu umferð sem hefur verið um þennan veg á liðnum öldum. Þarna lá leið uppsveitarmanna og þeirra sem komu austan að um ferjustaðinn hjá Króki í Holtum og hjá Egilsstöðum, niður að verslunarstaðunum Eyrabakka. Einnig lá þar leið vermanna er komu norðan Sprengisands til sjósóknar á suðurströndinni og lágsveitabænda með rekstur til og frá afrétti, svo dæmi séu nefnd. Þessa leið fóru Skeiða- og Hreppamenn, Rangæingar, sem fóru yfir Þjórsá sem og Skaftfellingar sem fóru Fjallabaksveg nyrðri. Merkt gönguleið er á milli Orrustudals og Hnauss (um 6 km ganga). Orrustudalur og Skotmannshóll er sögusvið Flóamannasögu. Í Orrustudal voru háðar tvær miklar orrustur eftir landnám. Féll m.a. Hásteinn Atlason í hinni fyrri, en Önundur bíldur í þeirri síðari. Á Skotmannshóli stóð Þormóður Þjóstarsson er hann skaut hinu fræga bogskoti sem skar úr um lögmæti vígs Arnars í Vælugerði.
Á þessari leið er hæsti punktur Flóahrepps en þar má sjá stórfenglegt útsýni í allar áttir.
Saga og menning
Knarrarósviti
Árið 1938 hófst vinna við að byggja upp Knarraóssvita og var hann tekinn í gagnið ári síðar eða 31. Ágúst 1939. Þjónaði hann griðalega miklu hlutverki fyrir sjávarútveginn á þessum tíma því innsiglingarnar voru hættulegar á þessu svæði. Mörg skip hafa farist á þessum slóðum.
Knarraóssviti er 26 metrar að hæð, fallegur og rammbyggður. Útsýnið úr honum er einstaklega fallegt og mikið. Var hann með 6000 kerti sem er meðal stærð á vita á þessum tíma sem hann var byggður. Hönnun vitans er áhugaverð blanda af fúnkis og art nouveau stíl.
Saga og menning
Loftsstaðir
Loftstaðir var áður mikil verstöð. Í kringum árið 1600 bjó hér galdramaðurinn Galdra-Ögmundur sem deildi við Galdra-Geirmund á Ragnheiðarstöðum. Á Loftstaðahóli er mikil steinvarða mjög forn að uppruna.
Náttúra
Ingólfsfjall
Ingólfsfjall í Ölfusi er 551m. Ingólfsfjall er hömrum girt á þrjá vegu og mjög hlíðabratt. Þegar sjávarstaða var hæst í ísaldarlok hefur það verið sæbrattur höfði sem brimið braut niður og skapaði þá hinar bröttu hlíðar. Það er tengt Grafningsfjöllum með Grafningshálsi. Ingólfsfjall er einkum gert úr móbergi með hraunlögum inn á milli einkum að neðan og í kolli. Ingólfsfjall hefur orðið til um miðja ísöld. Suður úr vesturhorni fjallsins skagar grár klettamúli
Silfurberg sem er úr móbergi með ljósum holufyllingum sem aðallega eru geislasteinaútfellingar. Þar suður af er Kögunarhóll og liggur þjóðvegurinn á milli. Ingólfsfjall er kennt við landnámsmanninn Ingólf Arnarson. Uppi á fjallinu er grágrýtishæð sem heitir Inghóll og segja munnmæli að þar sé Ingólfur heygður. Undir Ingólfsfjalli sunnanverðu er Fjallstún.
Í Landnámabók segir að þar hafi Ingólfur Arnarson haft vetursetu hinn þriðja vetur sinn hér á landi á leið sinni til Reykjavíkur. Síðar reis þar stórbýli sem hét Fjall og fór í eyði á 18. öld. Enn sjást leifar fornra mannvirkja á staðnum og eru nú friðlýstar.
Hinn 29. mai 2008 voru upptök Suðurlandsskjálfa að stærðinni 6,3 á richter kvarða undir Ingólfsfjalli.
Náttúra
Urriðafoss
Urriðafoss er vatnsmesti foss landsins. Hér fellur Þjórsá fram af jaðri hins mikla Þjórsárhrauns (360 m3/sek) í fögru og friðsælu umhverfi. Fallhæð fossins er 6 metrar þar sem hann er hæstur. Þjórsárhraun, sem er eitt mesta hraun sem runnið hefur á jörðinni í einu gosi frá því að ísöld lauk, má sjá við Urriðafoss, þar sem fossinn steypist fram af austurbrún hraunsins. Lax gengur upp Þjórsá að fossinum og nokkuð upp fyrir hann. Urriðafoss er náttúrudjásn rétt utan þjóðvegs 1.
Saga og menning
Selfosskirkja
Selfosskirkja var byggð á árunum 1952 - 1956 og vígð það sama ár. Hún var teiknuð af Bjarna Pálssyni skólastjóar Iðnskólans á Selfossi. Árið 1978-1984 var bætt við kirkjuna forkirkju, turn og safnaðarheilmili með eldhúsi ásamt aðstöðu fyrir félagsstarf. Kirkja var máluð og skreytt af Jóni og Grétu Björnsdóttir listakonu sem sá um flúrið en í því er leitast við að fylgja kirkjuárinu. Gluggar kirkjunar voru unnir af glerlistafólki frá Þýskalandi og kom í kórinn árið 1987 en í kirkjuskipið árið 1993. Þó Selfosskirkja sé ung að árum er hún með sérstöðu meðal kirkna landsins á 20 öld.
Sr. Sigurður Pálsson var fysti sóknarpresturinn í Selfosskirkju en áður var hann í Hraungerði í Flóa en flutist á Selfoss 1950 þegar fólksfjölgun varð hér. Lagði hann mikla áherslu á helgihald, endurreisn hins forna og sígilda messusöngva ásamt messuformi sem er þekkt sem helgisiðabókin Graduale (þrepasöngur) og var gefin út árið 1594. Grallari kallast þessi bók og inniheldur tónlög og texta að messusöng og tíðagjörð kirkjunnar. Hefur verið enn þá daginn í dag haldið í þessum anda, Grallarans íslenska og mörgum kunn að finnast að hönnun kirkjunnar minna einnig á þennann anda. Sr. Sigurður Sigurðarson tók við embætti föður sins árið 1971 en lét af störfum árið 1994 og hélt þá í vígslubiskupsembætti í Skálholti.
Saga og menning
Gaulverjabæjarkirkja
Gaulverjabær er kirkjustaður og höfuðból frá fornu fari. Gaulverjabær er Landnámsjörð Lofts hins gamla frá Gaulum í Noregi. Nafnið hefur oft verið stytt í Bæ og hreppurinn þá nefndur Bæjarhreppur. Lítill vafi er á því að Gaulverjabær sé kenndur við menn frá Gaulum í Noregi, sem er hérað í Sogn og Fjordane. Gaulverjar þessir hafa sest að í Bæ, sem svo hefur verið nefndur eftir þeim. Hér fannst merkur silfursjóður árið 1930. Þetta er safn 360 silfurpeninga frá fyrstu öld Íslandsbyggðar. Einnig fannst hér árið 1974 útskorin fjöl úr furu, líklega frá 11. öld, skreytt í svokölluðum Hringaríkisstíl, og er hún ein örfárra slíkra sem varðveist hafa.
Kirkjan sem nú stendur var byggð árið 1909. Kirkjan var friðuð 1. janúar 1990 samkvæmt aldursákvæði 1. mgr. 36. gr. þjóðminjalaga nr. 88/1989.
Náttúra
Flóaáveitan
Flóaáveitan eru skurðir sem liggja um gjörvallan Flóa eða allt frá Ölfusá í vestri að Þjórsá í austri. Þetta stórvirki síns tíma samanstóð af 300 km löngum skurðum sem að mestu voru handgrafnir- og 900 km af flóðvarnargörðum. Flóaáveitan mun hafa náð yfir 12 þúsund hektara land og með tilkomu hennar urðu mikil umskipti í búskap og atvinnuháttum á svæðinu. Framkvæmdir við áveituna hófust 1922 og var flóðgáttin tekin í notkunn árið 1927 þegar Flóaáveitan tók til starfa. Enn þann dag í dag gegnir hún viðamiklu hlutverki í vatnsmiðlun í sveitafélaginu. Inntak áveitunnar er við Hvítá, þar er upplýsingaskilti með ítarlegum upplýsingum um Flóaáveituna. Til austurs frá inntakinu er merkt gönguleið (um 4,4 km ganga, aðra leið).
Saga og menning
Hraungerðiskirkja
Hraungerði er kirkjustaður, höfuðból og fyrrum þingstaður. Landnámsjörð Hróðgerðs hins spaka, ættföður Oddverja. Fyrst er getið kirkju í Hraungerði í skrá Páls biskups frá því um árið 1200 og hafa fjölmargar kirkjur verið á staðnum síðan þá. Núverandi Hraungerðiskirkja var vígð 4. sunnudag í aðventu, þann 21. desember 1902, af sr. Valdimar Briem prófasti. Eiríkur Gíslason, smiður frá Bitru í Hraungerðishreppi, var ráðinn til að teikna kirkjuna, gera byggingaráætlun og að lokum smíða hana. Kirkjunni hefur vel verið haldið við á undanförnum árum. Kirkjan var friðuð 1. janúar 1990 samkvæmt aldursákvæði 1. mgr. 36. gr. þjóðminjalaga nr. 88/1989.
Náttúra
Fljótshólar
Frá bænum Fljótshólum við ósa Þjórsár er talið vera víðsýnast á landinu.
Náttúra
Skógræktin í Skagaási
Skógræktin í Skagaási er gróskumikill trjálundur Skógræktarfélags Villingarholtshrepps. Skjólsæll unaðsreitur með ágætu aðgengi. Fólk er vinsamlegast beðið um að virða gönguleiðir og ganga vel um. Einungis er leyfilegt að grilla á merktum grillstað vegna eldhættu.
Handverk og hönnun
Ullarverslunin Þingborg
Verslun
Uppspuni
Handverk og hönnun
Handverksskúrinn
Sýningar
Hespuhúsið
Söfn
Fischersetur Selfossi
Söfn
Gestastofur
Ölvisholt brugghús
Söfn
Þuríðarbúð
Aðrir
- Hafnargata 9
- 825 Stokkseyri
- 551-1166, 895-0020
- Hafnargata 9
- 825 Stokkseyri
- 8934310
- Hafnargata 1
- 825 Stokkseyri
- 843-0398
- Forsæti 5
- 803 Selfoss
- 894-4835
- Hafnargata 9
- 825 Stokkseyri
- 854-4510, 483-1600
- Eyrarbraut 49
- 825 Stokkseyri
- 4831558, 896-6131
- Asutur-Meðalholt
- 801 Selfoss
- 694-8108, 864-4484, 892-2702
Hótel
Hotel South Coast
Bændagisting
Veitingahús
Fjöruborðið
Aðrir
- Austurvegur 48
- 800 Selfoss
- 482-1005
- Austurvegur 7
- 800 Selfoss
- 4821266
- Þingborg
- 801 Selfoss
- 691-7082
- Austurvegur 22
- 800 Selfoss
- 482-2899, 896-1250
- Austurvegur 22
- 800 Selfoss
- 482-3079
- Austurvegur 3
- 800 Selfoss
- 482-3330
- Skálmholt
- 801 Selfoss
- 482-2529
- Kríumýri
- 801 Selfoss
- 897-7643 , 899-7643
- Eyrarvegur 2
- 800 Selfoss
- 530-7071
- Eyravegur 2
- 800 Selfoss
- 4802500
- Austurvegur 46
- 800 Selfoss
- 570-6763, 570-6763
- Eyravegur 3 neðri hæð
- 800 Selfoss
- 7744434
- Tryggvagötu
- 800 Selfoss
- 482-1782
- Eyravegur 2
- 800 Selfoss
- 581-2345
- Tryggvatorg
- 800 Selfoss
- 4821390
- Larsenstræti
- 800 Selfoss
- 483-1919
- Austurvegur 31b
- 800 Selfoss
- 4821007
- Hásteinsvegur 2
- 825 Stokkseyri
- 483-1485
- Eyravegur 32
- 800 Selfoss
- 8955010
- Arnberg
- 800 Selfoss
- 480-1300, 840-1749
- Eyrarvegur 8
- 800 Selfoss
- 845-4252, 482-4099