Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Hótel Rangá

Hótel Rangá er staðsett mitt á milli Hellu og Hvolsvallar við þjóðveg eitt, um klukkustundar akstur frá Reykjavík. Hótel Rangá er fyrsta flokks lúxus sveitahótel, byggt í bjálkastíl. Það uppfyllir allar kröfur sem gerðar eru til fjögurra stjörnu hótels. Staðsetningin er frábær, hótelið er á bakka Eystri Rangár, sem er þekkt laxveiðiá. Opið er allt árið, veitt er mjög metnaðarfull þjónusta og reynt eftir megni að uppfylla þarfir og óskir allra viðskipavina.

Á Hótel Rangá eru 52 herbergi þar 8 svítur, sem eru fallega hönnuð með áherslu á þægindi og lúxus. Þar á meðal eru í boði glæsilegar svítur en hönnunin á þeim tekur mið af heimsálfunum og eru þær nefndar eftir þeim. Lögð er mikil áhersla á veitingarnar og notast er við fyrsta flokks hráefni beint úr héraði. Hótelið er búið setustofu, tveimur börum og tveimur ráðstefnusölum. Einnig er að finna billjard aðstöðu, nudd og heita potta. Hótelið er því tilvalið fyrir hvern þann sem vill njóta lífsins og slaka á í fallegu umhverfi.

Gps punktarnir okkar eru: 63°46'50.53"N og 20°17'58.86"W.

Hótel Rangá

Suðurlandsvegi

GPS punktar N63° 46' 49.096" W20° 18' 3.752"
Sími

487-5700

Gisting 52 Herbergi / 104 Rúm
Opnunartími Allt árið
Þjónusta Þurrhreinsun Herbergisþjónusta Fallhlífastökk Opið allt árið Köfun Hestaferðir Fundaraðstaða Aðild að SAF Reykingar bannaðar Athyglisverður staður Fuglaskoðun Hótel / gistiheimili Bensínstöð Veitingastaður Sundlaug Veiðileyfi Aðgangur að interneti Heitur pottur Hvalaskoðun Golfvöllur Gúmíbátaferðir Vélsleðar til leigu Fjórhjólaleiga Pósthús Hraðbanki Nudd Tekið við greiðslukortum Bar

Hótel Rangá - ferðaupplýsingar

Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands

Aðrir

Þjóðólfshagi ehf.
Ferðaskipuleggjendur
 • Þjóðólfshagi 1
 • 851 Hella
 • 898-3038
Íslenskar hestaferðir ehf.
Ferðaskrifstofur
 • Ás 1
 • 851 Hella
 • 897-3064
Hella Horse Rental sf.
Ferðaskipuleggjendur
 • Gaddstaðaflatir
 • 850 Hella
 • 864-5950
Hestheimar
Gistiheimili
 • Hestheimar
 • 851 Hella
 • 487-6666
Miðás
Bændagisting
 • Miðás
 • 851 Hella
 • 894-6566, 863-3199
CrossRoads.is
Ferðaskipuleggjendur
 • Baugalda 5
 • 850 Hella
 • 862-9366
Elísabet María Jónsdóttir
Ferðaskipuleggjendur
 • Bakkakot
 • 861 Hvolsvöllur
 • 896-9805
Golfklúbbur Hellu
Golfvellir
 • Strönd
 • 851 Hella
 • 487-8208
Hraun Hestar Landmannalaugum
Ferðaskipuleggjendur
 • Lýtingsstaðir
 • 851 Hella
 • 868-5577
Horsetravel.is
Ferðaskipuleggjendur
 • Hrólfsstaðahellir
 • 851 Hella
 • 772-8883, 862-8101
Erlingur Gíslason / Toptours
Ferðaskipuleggjendur
 • Þrúðvangur 36a
 • 850 Hella
 • 861-1662
Kristjón L. Kristjánsson
Ferðaskipuleggjendur
 • Geitasandur 4
 • 850 Hella
 • 894-1298
Sveinn Kristján Rúnarsson
Ferðaskipuleggjendur
 • Króktún 5
 • 860 Hvolsvöllur
 • 557-5651, 892-7592
South Tour ehf.
Ferðaskipuleggjendur
 • Bogatún 26
 • 850 Hella
 • 788-9700
Náttúra
9.42 km
Efra-Hvolshellar

Í landi Efra-Hvols eru þrír manngerðir hellar sem kallast einu nafni Efra-Hvolshellar. Hellarnir eru grafnir í fremur gróft þursaberg sem líklega er jökulberg að uppruna. Neðan til er bergið fínna, gert úr lagskiptum, víxllaga og skálaga sandsteini. Tveir hellanna eru samtengdir með göngum og nefnast þeir Efsti hellir og Miðhellir. Sá þriðji stendur stakur 20-30 metrum sunnar og nefnist Stóri hellir. Hann er um 42 metrar á lengd, og er talinn næstlengsti manngerði hellir á Íslandi. Ekki hafa fundist ummerki mannvistar í hellunum en það hefur ekki enn verið rannsakað með fornleifafræðilegum aðferðum. Síðast voru hellarnir notaðir sem fjárhús og hlaða en hafa staðið auðir og ónotaðir síðan 1943.

Loftop Stóra hellis hefur að hluta til hrunið og mold fyllt göngin. Búið er að moka út úr hellunum að hluta í samráði við Minjastofnun Íslands. Ekki er talin hætta af frekara hruni en þó skyldi fólk sýna aðgát. Hellarnir hafa verið friðlýstir síðan árið 1929 sem menningarminjar.

Upplýsingar um fleiri staði í nágrenninu: www.katlageopark.is

Suðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Suðurlandi eru allmargir þéttbýlisstaðir, hver með sínu sniði og sjarma og allir bjóða upp á einhverskonar afþreyingu. Selfoss er þeirra stærstur og þar má finna ýmsar verslanir, þjónustu og marga veitinga- og skyndibitastaði. Flestir bæir eru í alfaraleið og því bæði hentugt og skemmtilegt að eiga þar viðdvöl.

Skoða meira

Map Höfn Kirkjubæjarklaustur Vík Vestmannaeyjar Hvolsvöllur Flúðir Laugarvatn Reykholt Laugarás Borg Brautarholt Hveragerði Árnes Selfoss Hella Stokkseyri Eyrarbakki Þykkvibær Þórlákshöfn