Flýtilyklar
Fosshótel Hekla
Fosshótel Hekla er með bestu sveitahótelum sunnan heiða. Það er einungis í klukkustundar fjarlægð frá höfuðborginni en þó í nálægð við margar af helstu náttúruperlum Suðurlands, svo sem Eyjafjallajökul og Fimmvörðuháls. Frá hótelinu er einnig stutt í hálendið, Landmannalaugar, Kjöl og Sprengisand. Fosshótel Hekla stendur miðsvæðis á Skeiðunum þaðan sem útsýni er til allra átta.
Á hótelinu eru 42 þægileg og vel búin herbergi. Inn af anddyri hótelsins er hlýleg, vel búin setustofa með svölum til suðurs þar sem gott er að slaka á og njóta kvöldsólarinnar eða horfa á stjörnubjartan himinn og jafnvel sjá norðurljósin í notalegum heitum pottum í garði hótelsins. Höfuðáherslan á veitingastað Fosshótel Heklu er að bjóða upp á góðan mat úr hágæða hráefni úr heimabyggð. Mikið af hráefninu kemur því beint frá bændum á Suðurlandi. Veitingastaðurinn er rúmgóður og bjartur og tekur allt að 110 manns í sæti og hentar því vel fyrir ýmis hátíðahöld svo sem brúðkaup, árshátíðir og fleira.
- 42 herbergi
- Morgunverður í boði
- Veitingastaður og bar
- Fundar- og ráðstefnuaðstaða
- Ókeypis þráðlaust net
- Heitir pottar
Fosshotel Hekla er hluti af Íslandshótelum.
Brjánsstaðir
Fosshótel Hekla - ferðaupplýsingar
Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands
Tjaldsvæði
Riding Tours South Iceland ehf.
Sundlaugar
Sundhöllin Selfossi
Gistiheimili
Hestheimar
Golfvellir
Golfklúbburinn Flúðir
Heimagisting
Sundlaugar
Sundlaugar
Bændagisting
Miðás
Bændagisting
Vorsabær 2
Veitingahús
Flúðasveppir Farmers Bistro
Gestastofur
Ölvisholt brugghús
Sundlaugar
Gistiheimili
Gistiheimilið Saga
Aðrir
- Selfossi
- 800 Selfoss
- 482-3335
- Laugarás
- 801 Selfoss
- 486-8783, 693-0132, 868-7626
- Þjóðólfshagi 1
- 851 Hella
- 898-3038
- Ástjörn 7
- 800 Selfoss
- 697-9280
- Húsatóftir 2a
- 801 Selfoss
- 486-5616, 895-0066
- Breiðanes
- 801 Selfoss
- 8525930
- Hvammsvegur
- 845 Flúðir
- 8533033, 861-0237
- Kálfholt II
- 851 Hella
- 487-5176, 892-5176
- Tryggvagata 13
- 800 Selfoss
- 898-6463
- Stekkholt 1
- 801 Selfoss
- 856-5255
- Steinsholt 2
- 801 Selfoss
- 486-6069, 863-8270, 847-7627
- Lambastaðir
- 801 Selfoss
- 777-0705
- Stóri-Núpur
- 801 Selfoss
- 848-1618, 848-1620
- Knarrarholt
- 801 Selfoss
- 823-6119
Saga og menning
Hraungerðiskirkja
Hraungerði er kirkjustaður, höfuðból og fyrrum þingstaður. Landnámsjörð Hróðgerðs hins spaka, ættföður Oddverja. Fyrst er getið kirkju í Hraungerði í skrá Páls biskups frá því um árið 1200 og hafa fjölmargar kirkjur verið á staðnum síðan þá. Núverandi Hraungerðiskirkja var vígð 4. sunnudag í aðventu, þann 21. desember 1902, af sr. Valdimar Briem prófasti. Eiríkur Gíslason, smiður frá Bitru í Hraungerðishreppi, var ráðinn til að teikna kirkjuna, gera byggingaráætlun og að lokum smíða hana. Kirkjunni hefur vel verið haldið við á undanförnum árum. Kirkjan var friðuð 1. janúar 1990 samkvæmt aldursákvæði 1. mgr. 36. gr. þjóðminjalaga nr. 88/1989.
Náttúra
Flóaáveitan
Flóaáveitan eru skurðir sem liggja um gjörvallan Flóa eða allt frá Ölfusá í vestri að Þjórsá í austri. Þetta stórvirki síns tíma samanstóð af 300 km löngum skurðum sem að mestu voru handgrafnir- og 900 km af flóðvarnargörðum. Flóaáveitan mun hafa náð yfir 12 þúsund hektara land og með tilkomu hennar urðu mikil umskipti í búskap og atvinnuháttum á svæðinu. Framkvæmdir við áveituna hófust 1922 og var flóðgáttin tekin í notkunn árið 1927 þegar Flóaáveitan tók til starfa. Enn þann dag í dag gegnir hún viðamiklu hlutverki í vatnsmiðlun í sveitafélaginu. Inntak áveitunnar er við Hvítá, þar er upplýsingaskilti með ítarlegum upplýsingum um Flóaáveituna. Til austurs frá inntakinu er merkt gönguleið (um 4,4 km ganga, aðra leið).
Saga og menning
Laugardælir
Laugardælir er lítil byggð rétt utan við Selfoss. Laugardælir var einn fjölfarnasti lögferjustaður landsins þar til brúin var byggð yfir Ölfusá hjá Selfossi 1891. Árið 1957 var ný kirkja vígð á Selfossi og Laugardælasókn lögð til hennar, utan nokkurra bæja sem færðust til Hraungerðissóknar. Staðurinn var kirkjulaus í nokkur ár eða til ársins 1965 þegar nýja kirkjan var byggð. Kirkjan er úr steinsteypu, 300 m² með pípuorgeli og tekur 70 manns í sæti. Bjarni Pálsson, byggingarfulltrúi á Selfossi, teiknaði hana og Sigfús Kristinsson, byggingarmeistari á Selfossi, var kirkjusmiður. Í garði Laugardælakirkju er legstaður Bobbby Fischer (1943-2008), hins litríka og umdeilda heimsmeistara í skák.
Náttúra
Ásavegur - þjóðleið
Ásavegur er hin forna þjóðleið fólks um Suðurland. Liggur leið þessi um þveran Flóann og má finna miklar traðir á þessum slóðum sem til marks eru um þá miklu umferð sem hefur verið um þennan veg á liðnum öldum. Þarna lá leið uppsveitarmanna og þeirra sem komu austan að um ferjustaðinn hjá Króki í Holtum og hjá Egilsstöðum, niður að verslunarstaðunum Eyrabakka. Einnig lá þar leið vermanna er komu norðan Sprengisands til sjósóknar á suðurströndinni og lágsveitabænda með rekstur til og frá afrétti, svo dæmi séu nefnd. Þessa leið fóru Skeiða- og Hreppamenn, Rangæingar, sem fóru yfir Þjórsá sem og Skaftfellingar sem fóru Fjallabaksveg nyrðri. Merkt gönguleið er á milli Orrustudals og Hnauss (um 6 km ganga). Orrustudalur og Skotmannshóll er sögusvið Flóamannasögu. Í Orrustudal voru háðar tvær miklar orrustur eftir landnám. Féll m.a. Hásteinn Atlason í hinni fyrri, en Önundur bíldur í þeirri síðari. Á Skotmannshóli stóð Þormóður Þjóstarsson er hann skaut hinu fræga bogskoti sem skar úr um lögmæti vígs Arnars í Vælugerði.
Á þessari leið er hæsti punktur Flóahrepps en þar má sjá stórfenglegt útsýni í allar áttir.
Náttúra
Skógræktin í Skagaási
Skógræktin í Skagaási er gróskumikill trjálundur Skógræktarfélags Villingarholtshrepps. Skjólsæll unaðsreitur með ágætu aðgengi. Fólk er vinsamlegast beðið um að virða gönguleiðir og ganga vel um. Einungis er leyfilegt að grilla á merktum grillstað vegna eldhættu.
Saga og menning
Skálholt
Bær, kirkjustaður, prests- og skólasetur og fyrrum setur biskupa í Skálholtsbiskupsdæmi. Þar er jarðhiti og heitir þar Þorlákshver. Skálholt er einn merkastur sögustaður á Íslandi, næst Þingvöllum. Kristni á Íslandi hefur verið knýtt fastari böndum við Skálholt en nokkurn annan stað. Sonur landnámsmannsins í Grímsnesi og Biskupstungum, Teitur Ketilbjarnarson, byggði fyrstur bæ í Skálholti. Sonur hans var Gissur hvíti sem kom með kristni til Íslands og átti einna veigamestan þátt í kristnitöku landsmanna. Hans son, Ísleifur, varð fyrstur biskup á Íslandi 1056 og sat í Skálholti. Kirkja var reist á staðnum og jörðin gefin undir biskupssetur. Kvað gefandinn svo á, að þar skyldi vera biskupssetur meðan kristni héldist í landinu. Sá hét líka Gissur, Ísleifsson, biskups. Hann er talinn hafa verið einhver glæsilegasti kirkjuhöfðingi á Íslandi fyrr og síðar. Hann kom á tíundarlögum á Íslandi árið 1097. Annar biskupinn með Gissurarnafni í Skálholti, sem verulega kemur við sögu staðarins, er Gissur Einarsson (1512-1548). Hann varð fyrstur biskup í lútherskum sið á Íslandi.
Skálholtsbiskupar urðu alls 44, 31 kaþólskur og 13 lútherstrúar á árunum 1056-1801.
Margir merkir atburðir hafa gerst í Skálholti, sumri hverjir þeir örlagaríkustu í sögu lands og þjóðar. Í Skálholti réðust íslenskir bændur oftar en einu sinni að erlendum valdsmönnum og ræningjum og drápu þá, þar á meðal erlendan biskup, Jón Gerreksson, sem sat þar á biskupsstóli. Honum stungu Íslendingar í poka og drekktu í Brúará, árið 1433.
Árið 1550 var síðasti kaþólski biskupinn á Hólum, Jón Arason, fluttur fanginn til Skálholts og hálshöggvinn þar ásamt sonum sínum.
Í Skálholti voru um aldir mikil fræðistörf unnin. Þar var prentsmiðja um skeið á seinni hluta 17. aldar og í henni fyrst fornrit prentuð á Íslandi. Í Skálholti var unnið að fyrstu bókinni sem prentuð var á íslensku. Það var Nýja testamentið þýtt af Oddi Gottskálkssyni og prentað 1540. Brynjólfur Sveinsson (biskup 1639-1674) var mikill unnandi íslenskra fræða og safnaði dýrmætum handritum og sendi þau konungi til Kaupmannahafnar, sem þá var höfuðborg Íslands. Annar Skálholtsbiskup varð frægur fyrir fræðistörf sín, Finnur Jónsson sem skrifaði Kirkjusögu Íslands í fjórum miklum bindum, hið gagnmerkasta sagnfræðirit. Í Skálholti sat á þriðja áratug Jón Vídalín sem talinn er hafa verið einn mestur og mælskastur kennimanna á Íslandi fyrr og síðar.
Í Skálholti voru um aldir mikil fræðistörf unnin. Þar var prentsmiðja um skeið á seinni hluta 17. aldar og í henni fyrst fornrit prentuð á Íslandi. Í Skálholti var unnið að fyrstu bókinni sem prentuð var á íslensku. Það var Nýja testamentið þýtt af Oddi Gottskálkssyni og prentað 1540. Brynjólfur Sveinsson (biskup 1639-1674) var mikill unnandi íslenskra fræða og safnaði dýrmætum handritum og sendi þau konungi til Kaupmannahafnar, sem þá var höfuðborg Íslands. Annar Skálholtsbiskup varð frægur fyrir fræðistörf sín, Finnur Jónsson sem skrifaði Kirkjusögu Íslands í fjórum miklum bindum, hið gagnmerkasta sagnfræðirit. Í Skálholti sat á þriðja áratug Jón Vídalín sem talinn er hafa verið einn mestur og mælskastur kennimanna á Íslandi fyrr og síðar.
Náttúra
Þjórsá
Þjórsá er jökulá að uppruna sem á meginupptök sín í Hofsjökli. Hún er lengsta á landsins eða 230 km löng og hefur mesta vatnasviðið um 8000 km². Vatnsmagn hennar er svipað og Ölfusár, 370 m³/sek, og kemur að mestu undan Hofsjökli og Vatnajökli. Aurframburðurinn er gífurlegur, um 4,5 milljónir tonna á ári. Á veturna getur áin safnað í sig gífurlegu magni af ís sem sest til neðan til. Stórfenglegt er að koma að gljúfrum Þjórsár neðan við Urriðafoss á vorin þegar íshrönnin er að bresta og áin að ryðja sig. Hægt er að ganga með gljúfrum og liggur vegurinn samsíða þeim stutt frá.
Náttúra
Urriðafoss
Urriðafoss er vatnsmesti foss landsins. Hér fellur Þjórsá fram af jaðri hins mikla Þjórsárhrauns (360 m3/sek) í fögru og friðsælu umhverfi. Fallhæð fossins er 6 metrar þar sem hann er hæstur. Þjórsárhraun, sem er eitt mesta hraun sem runnið hefur á jörðinni í einu gosi frá því að ísöld lauk, má sjá við Urriðafoss, þar sem fossinn steypist fram af austurbrún hraunsins. Lax gengur upp Þjórsá að fossinum og nokkuð upp fyrir hann. Urriðafoss er náttúrudjásn rétt utan þjóðvegs 1.
Náttúra
Háifoss
Háifoss í Fossá í Þjórsárdal er 122 m hár, annar hæsti foss landsins. Lengi vel var fossinn nafnlaus, en árið 1912 tók Dr. Helgi Pétursson jarðfræðingur sig til og nefndi hann. Rétt austan Háafoss er annar litlu lægri, Granni. Léttasta leiðin að fossinum er frá línuveginum milli Tungufells og Sandafells. Þaðan þarf aðeins að ganga stuttan spöl niður í mót, en fara verður gætilega á brúnum gilsins.
Náttúra
Dælarétt
Dælarétt, er ævaforn fjárrétt stutt sunnan við Suðurlandsveg. Hún er talin elsta rétt landsins og var helsta skilarétt svæðisins. Réttin er í landi eyðibýlisins Heiðabæjar. Þar var síðast réttað haustið 1970 og hefur réttin nú verið friðlýst. Dælarétt er hlaðin úr grjóti úr hinu stórdílótta Þjórsárhrauni. Skammt frá eru sprungur eftir Suðurlandsskjálftann árið 2000. Sýnið VARÚÐ.
Gestastofur
Ölvisholt brugghús
Söfn
Fischersetur Selfossi
Gistiheimili
Skálholtsstaður
Handverk og hönnun
Ullarverslunin Þingborg
Verslun
Uppspuni
Aðrir
- Árnes, Skeiða- og Gnúpverjahreppur
- 801 Selfoss
- 486-6115
Gistiheimili
Skálholtsstaður
Veitingahús
Flúðasveppir Farmers Bistro
Gistiheimili
Hestheimar
Hótel
Icelandair hótel Flúðir
Gistiheimili
Efra-Sel Hostel
Golfvellir
Golfklúbburinn Flúðir
Aðrir
- Heiðmörk, Biskupsstungum
- 801 Selfoss
- 486-8875, 892-2965
- Austurvegur 31b
- 800 Selfoss
- 4821007
- Larsenstræti
- 800 Selfoss
- 483-1919
- Eyrarvegur 2
- 800 Selfoss
- 530-7071
- Austurvegur 22
- 800 Selfoss
- 482-2899, 896-1250
- Skálmholt
- 801 Selfoss
- 482-2529
- Langholtskot, Hrunamannahreppi
- 845 Flúðir
- 894-4933
- Austurvegur 46
- 800 Selfoss
- 570-6763, 570-6763
- Laugarás
- 801 Selfoss
- 486-8783, 693-0132, 868-7626
- Austurvegur 22
- 800 Selfoss
- 482-3079
- Húsatóftir 2a
- 801 Selfoss
- 486-5616, 895-0066
- Þingborg
- 801 Selfoss
- 691-7082
- Eyravegur 3 neðri hæð
- 800 Selfoss
- 7744434
- Tryggvagötu
- 800 Selfoss
- 482-1782
- Grund
- 845 Flúðir
- 5659196, 896-1286, 896-7394
- Skálholt
- 806 Selfoss
- 899-3093
- Árnes, Skeiða- og Gnúpverjahreppur
- 801 Selfoss
- 486-6115
- Gilsbakki
- 845 Flúðir
- 846-9798
- Austurvegur 7
- 800 Selfoss
- 4821266
- Engi, Laugarási
- 801 Selfoss
- 486-8913
- Árbær
- 801 Selfoss
- 864-3890