Flýtilyklar
Country Hótel Anna - Moldnúpur
Country hotel Anna býður uppá gistingu í 7 vel útbúnum herbergum, með sjónvarpi/gervihnetti, síma og internet tengingu. Hótelið er í hinu rómaða umhverfi Eyjafjalla og býður upp á persónulega þjónustu.
Afslöppunaraðstaða með heitum nuddpotti og sauna er til staðar fyrir gesti. Veitingasalur sem rúmar allt að 60 manns.
Matseðill fyrir litla og stærri hópa.
Moldnúpur
487-8955
Country Hótel Anna - Moldnúpur - ferðaupplýsingar
Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands
Vetrarafþreying
Into the Wild
Aðrir
- Eystra Seljaland
- 861 Hvolsvöllur
- 894-1595
- Skálakot
- 861 Hvolsvöllur
- 782-1460
- Stóra-Mörk III
- 861 Hvolsvöllur
- 487-8903, 866-7587
- Ormsvöllur 23
- 860 Hvolsvöllur
- 867-3535
- Ytri-Skógar 3
- 861 Hvolsvöllur
- 487-8832, 851-1995, 844-7132
- Skálakot
- 861 Hvolsvöllur
- 487-8953, 866-4891
Náttúra
Stóri Dímon
Dímon, Stóri- og Litli- á Markarfljótsaurum. Stóri-Dímon er stórt, grasi gróið fell (178 m y.s.) í mynni Markarfljótsdals, að mestu úr móbergi. Koma saman í því mörk Austur-Landeyja, Fljótshlíðar og Vestur-Eyjafjalla. Í fellinu var talið að væri 50-60 kinda beit vetur og sumar. Örnefnið Rauðaskriða er í Stóra-Dímon. Frá því er sagt í Njáls sögu að Njálssynir sátu fyrir Þráni Sigfússyni í Rauðaskriðum er Skarphéðinn vó hann og hljóp "tólf álna yfir Markarfljót " milli höfuðísa. Í Njáls sögu segir einnig frá því að Gunnar á Hlíðarenda og Njáll á Bergþórshvoli áttu skóg í Dímon og gerðu til kola. Þar vó Kolur, verkstjóri Gunnars, Svart, húskarl Njáls; þegar hann var við kolagerð. Var það fyrsta vígið sem unnið var í deilum þeirra Hallgerðar og Bergþóru. Litli-Dímon er sunnan við eystri brúarsporð gömlu Markarfljótsbrúar. Fell, hæðir eða háar eyjar, er nefnast Díma eða Dímon, eru á nokkrum stöðum á landinu. Eru þær venjulega tvær saman. Nafnið er talið merkja tvífjall og er komið úr latínu "dimontes". Í Færeyjum eru til sams konar örnefni.
Náttúra
Seljalandsfoss
Foss í Seljalandsá þar sem hún steypist fram af hömrum Vestur-Eyjafjalla norðan við Seljaland.
Seljalandsfoss er á mörkum milli Seljalands og Hamragarða, einn af hæstu fossum landsins og horfir vel við á leið austur um Landeyjar. Gengt er á bak við fossinn. Mörgum þykir fossinn fegurstur í síðdegissól.
Náttúra
Drangurinn í Drangshlíð
Drangurinn er mjög sérstök náttúrusmíð úr móbergi, þar sem hann stendur einn sér fyrir neðan bæina í Drangshlíð undir Eyjafjöllum. Þjóðsagan segir að Grettir Ásmundsson hafi verið að sýna krafta sína og hrundið þessum kletti úr Hrútafelli og eftir standi skarðið sem er fyrir ofan Skarðshlíð. Undir þessum kletti eru hellar og skútar sem byggt hefur verið fyrir framan í gegnum aldirnar og standa þau flest enn. Þessi hús eru gott dæmi um fornmannahús, enda hafa þar verið tekin upp atriði og kvikmyndir eins og "Hrafninn flýgur". Drangurinn og næsta nágrenni hans er friðlýstur.
Saga og menning
Rútshellir
Rútshellir er af mörgum talin elstu manngerðu hýbýli á landinu. Allir sem eiga leið um Fjöllin ættu að gefa sér tíma og skoða þessar merku minjar.
Sagnir eru um að hér hafi búið risi er nefndist rútur. Sennilega hefur hann verið kallaður Hrútur en nafnið nútímavæðst í núverandi heiti. Sagnir um búsetu í hellinum ná allt aftur til Rúts á Hrútafelli. Þrælar hans voru líkast harla ánægðir með húsbónda og ráðgerðu aðför að Rúti til að vega hann með spjótum. Rútur bjó sjálfur í afhelli út úr aðalhellinum. Boruðu þeir gat upp í bæli Rúts og ætluðu að vega að honum hann þar. Er þeir réðust til atlögu, varð Rútur fyrri til og þrælarnir lögðu á flótta. Rútur elti þá alla uppi og hjó þá niður, einn af öðrum þar sem hann fann þá.
Fyrir framan hellirinn er fjárhús frá fyrri hluta síðustu aldar en áður en það var byggt var hellirinn lokaður við hellismunnann með grjóthleðslu og timburþili. Gengið er inn eftir fjárhúsunum og þá er komið inn í aðalhellinn. Hann er rúmlega 15 metra langur og um það bil 2,5 metra hár að jafnaði. Mest breidd á aðalhellinum er um 5 metrar. Inni í aðalhellinum eru ýmis merki um
verk manna; þar má finna í gólfi holur sem benda til að þar hefi verið tréstoðir og á hellisveggjum eru berghöld og bitaför víða.
Eins og áður segir þá liggur stúka þvert á aðalhellinn. Tvö op eru úr aðalhellinum yfir í stúkuna. Annað er notað til að ganga úr aðalhellinum yfir í stúkuna en hitt er í lofti aðalhellisins og nær upp á svefnsillu Rúts þar sem þrælar hans lögðu til hans með spjótum. Stúkan er ekki síður merkileg en aðalhellirinn. Mest lofthæð í stúkunni er 3,5 metrar, mest breidd er á fjórða metra og lengdin er um 5 metrar. Innst í henni er svo sylla í um 1,5 metra hæð frá gólfi. Sylla þessi er sögð hafa verið svefnstaður Rúts. Hún er mjög rúmgóð, á annan metra á breidd og um þrír metrar á lengd. Eins og áður segir er af syllunni gat niður í aðalhellinn. Þar er að finna sérlega merkar minjar um eldsmíði til forna. Í gólfi stúkunnar er nóstokkur sem var notaður til að snöggkæla járn sem verið var að hamra. Þar er líka aflþró þar sem eldsmiðurinn sat með fætur sína ofan í og svo er þar steðjastæði þar
sem steðjinn lá í. Við enda stúkunnar er svo breitt op út úr henni en ekki mjög hátt. Þar er í hleðsla.
Texti að hluta fengin frá: www.eyjafjoll.is
Hellirinn er friðlýstur.
Náttúra
Skógafoss
Skógafoss (60m) er talinn meðal fegurstu fossa landsins. Í Skógaá, ofan Skógafoss, eru a.m.k. 20 aðrir fossar, margir fallegir, og það er auðgengt meðfram ánni og gljúfrum hennar. Þrasi Þórólfsson var landnámsmaður að Skógum. Hann nam land milli Jökulsár og Kaldaklofsár og var sagður fróður og forn í lund.
Sagt er, að hann hafi fólgið gullkistu í helli bak við Skógafoss og að það glitri í gull Þrasa gegnum vatnsúðann, þegar sólin skín á fossinn. Margir hafa reynt að finna kistuna og einu sinni tókst að koma bandi á hring hennar, en aðeins hringurinn kom, þegar togað var í. Þessi hringur var notaður á kirkjuhurðina í Skógum og er nú meðal dýrgripa Skógasafns.
Náttúra
Gljúfrabúi
Gljúfrabúi, sem er um 40 metra hár, er í landi eyðijarðarinnar Hamragarða sem Skógræktarfélag Rangæinga fékk að gjöf árið 1962 og er nú í eigu Rangárþings eystra. Ákveðin dulúð er yfir fossinum þar sem hann fellur ofan í djúpa gjá en framan við fossinn er mikill hamraveggur úr móbergi sem lokar fossinn af svo aðeins sést rétt efst í hann. Kletturinn sem lokar fossinn af kallast Franskanef. Áður fyrr töldu menn að hann og hamrarnir í kring væru bústaðir huldufólks. Hægt er að klifra upp á Franskanef og sjá fossinn ofan frá. Á glæfralegustu stöðunum er keðja sem hægt er að styðja sig við, það þarf þó að sýna varfærni ef upp er farið og er það alls ekki fyrir alla. Einnig er hægt að fara úr skónum og vaða ána inn gilið og er það mögnuð upplifun. Hafa skal varann á þegar farið er inn gilið því hætta er á grjóthruni. Fyrir neðan Franskanef er gömul baðþró og inn af þrónni er lítill hellir sem heitir Ömpuhellir eftir einsetukonu sem þar á að hafa búið. Fyrir ofan Ömpuhelli eru tvær hvilftir inn í bergið sem nefnast Efra og Neðra ból. Í Neðra bóli var fyrr á tímum þurrkaður þvottur en í Efra bóli voru þurrkuð reipi og má enn sjá snaga í berginu í báðum þessum bólum. Gljúfrabúi er friðlýstur sem náttúruvætti.
Töluvert sunnan við Gljúfrabúa er lítið gil í hamraveggnum þar sem hægt er að fara upp á heiðina fyrir ofan og virða fyrir sér útsýnið yfir héraðið. Talað var um að fara upp Stíginn og lækurinn í gilinu nefndur Stígslækur. Stígurinn er enn nokkuð skýr, hálfgerðar tröppur eru upp þar sem er brattast. Rétt fyrir ofan brúnina eru leifar gamalla fjárhúsa frá Hamragörðum.
Gljúfrabúi, gamli foss!
gilið mitt í klettaþröngum!
góða skarð með grasahnoss!
gljúfrabúi, hvítur foss!
verið hefur vel með oss,
verða mun það enn þá löngum;
gljúfrabúi, gamli foss!
gilið mitt í klettaþröngum!
Úr "Dalvísu" eftir Jónas Hallgrímsson
Söfn
Byggðasafnið í Skógum
Veitingahús
Gamla fjósið
Skyndibiti
Seljaveitingar
Aðrir
- Drangshlíð 1, Austur-Eyjafjöllum, Rang.
- 861 Hvolsvöllur
- 4878868, 568-8869
- Ytri Skógar
- 861 Hvolsvöllur
- 487-8843
- Ytri Skógar
- 861 Hvolsvöllur
- 487-4880, 487-8843