Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Midgard Base Camp

Midgard er staðsett á Hvolsvelli og er miðstöð ævintýraferðamennsku á Suðurlandi. Midgard Base Camp er í senn hótel og hostel. Allir gestir fá aðgang að heitum potti og sauna. Á Midgard Base Camp er einnig að finna veitingastað og bar. Ferðaskrifstofan Midgard Adventure er einnig til húsa í Midgard.

Frábær staðsetning
Staðsetning Midgard er fullkomin fyrir gesti sem vilja upplifa alla þá fallegu staði sem vert er að skoða á Suðurlandi. Andrúmsloftið er afslappað og vinalegt. Midgard fjölskyldan tekur brosandi á móti gestum og er alltaf reiðubúin að aðstoða við ferðaplön og gefa ráðleggingar.

Hótel og hostel
Midgard býður upp á kojuherbergi og prívat-herbergi (tveggja manna herbergi eða fjölskylduherbergi). Baðherbergin eru annað hvort sameiginleg eða sér. Kojurnar eru sérstaklega glæsilegar og þægilegar. Þær eru búnar gæðadýnum, gardínum til að fá meira næði, lesljósi og innstungum. Þær eru jafnframt heimasmíðaðar og boltaðar í gegnum veginn.

Spennandi veitingastaður
Midgard Restaurant býður upp á "Feel Good Food" sem bæði nærir og kætir. Lögð er áhersla á að nota hráefni úr heimabyggð. Boðið er upp á breitt úrval rétta fyrir kjöt-, fisk- og grænmetisætur og auðvitað líka grænkera.

Fyrirmyndaraðstaða fyrir gesti
Allir gestir fá aðgang að heitum potti og sauna þar sem hægt er að njóta útsýnis yfir Eyjafjallajökul og á góðum degi má sjá alla leiðina til Vestmannaeyja. Eftir ævintýri dagsins geta gestir slappað af í notalegum sófum og rólum í stóru sameiginlegu rými. Önnur aðstaða fyrir gesti sem vert er að nefna: gestaeldhús, þvottavél, þurrkuskápur, útiverönd þar sem gott er að slaka á yfir sumartímann, há-hraða internettenging í allri byggingunni og nóg af bílastæðum.

Saga Midgard
Nafnið Midgard kemur úr Norrænni goðafræði og er heiti yfir mannheima. Saga Midgard hófst árið 2010 þegar Midgard Adventure var stofnað. Eftir að hafa farið með gesti í dagsferðir var venjan að kíkja við á heimili einhvers í Midgard fjölskyldunni og þannig kviknaði hugmyndin um Midgard Base Camp. Hugmyndin var að bjóða upp á stað þar sem gestir gætu gist og snætt, einskonar framlenging á heimilum fjölskyldunnar. Staður sem gott er að koma á, með notalegri stemningu og vinalegu andrúmslofti.

Viðburðir
Það er alltaf eitthvað í gangi á Midgard. Allir viðburðir eru á Facebook síðu Midgard Base Camp. Happy Hour er á barnum alla daga frá kl. 17-19.

Dagsferðir eða lengri ferðir
Midgard Adventure er einnig til húsa í sömu byggingu og gestir koma þar saman í upphafi ferða, hvort sem um er að ræða dagsferð eða lengri ferðir.

Áhugaverðir tenglar:

Heimasíða Midgard Base Camp

Heimasíða Midgard Restaurant

Heimasíða Midgard Adventure

Kynningarmyndbönd Midgard

Midgard Base Camp á Facebook

Midgard Adventure á Facebook

@Midgard.Base.Camp á Instagram

@MidgardAdventure á Instagram

Midgard Base Camp

Dufþaksbraut 14

GPS punktar N63° 44' 44.502" W20° 13' 40.724"
Sími

578-3180

Opnunartími Allt árið
Vakinn vottun VAKINN er opinbert gæða- og umhverfiskerfi ferðaþjónustunar. Smelltu til að lesa meira

Midgard Base Camp - ferðaupplýsingar

Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands

Saga og menning
15.17 km
Hlíðarendakirkja

Bær og kirkjustaður í Fljótshlíð. Kirkjan var reist 1897. Hún er timburkirkja, járnvarin og tekur um 180 manns í sæti. Í kirkjunni eru þrjár helgimyndir efitr Ólaf Túbals, listmálara frá Múlakoti. Meðal góðra gripa kirkjunnar má nefna silfurkaleik frá miðöldum en altaristaflan er eftirmynd Carls Blochs af töflunni í Holbækkirkju í Danmörku, Jesús blessar börnin. Kom taflan í kirkjuna er hún var vígð 1897.

Á Hlíðarenda bjó Baugur Rauðson er nam Fljótshlíð alla að sögn Landnámabókar. Hann var langafi Gunnars Hámundarsonar sem er ein af aðalsöguhetjum Njáls sögu. Gunnar kvæntist Hallgerði Höskuldsdóttur sem kölluð var langbrók. Lýsingar sögunnar á sambúð þeirra heima á Hlíðarenda eru meistaraverk en hæst rís frásögnin þegar flokkur óvina Gunnars gerði atlögu að honum. Tókst einum úr því liði að höggva sundur strenginn í boga Gunnars. Bað hann Hallgerði um lokk úr hári hennar til að snúa úr nýjan streng en hún neitaði. Féll hann síðan eftir hetjulega vörn.

Ofan túns og í norðaustur frá bænum á Hlíðarenda er hóll mikill. Hann heitir Gunnarshaugur og munnmæli herma að þar sé Gunnar Hámundarson heygður. Í Njáls sögu er frá því sagt að Gunnar gekk aftur í haugnum, "kátlegur með gleðibragði miklu og kvað vísu". Ennfremur er bent á tóttir skammt frá bænum og eiga þær að vera af skála Gunnars en það er að sínu leyti jafn óvíst að rétt sé.

Á Hlíðarenda fæddist Þorlákur Þórhallsson (1133-1193) biskup hinn helgi. Hann varð ábóti í Þykkvabæ í Veri en biskup í Skálholti 1178.
Hlíðarendi var öldum saman höfuðból og höfðingjasetur og þar var stundum bústaður manna sem hæst bar í íslensku þjóðlífi. Einn þeirra var Gísli Magnússon (1621-1696) sýslumaður, kallaður Vísi-Gísli og talinn mesti höfðingi á Íslandi um sína daga.

Heimild: Íslandshandbókin útgáfa 1995.

Aðrir

N1 - Þjónustustöð
Hleðslustöð
  • Austurvegur 3
  • 860 Hvolsvöllur
  • 487-8197

Suðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Suðurlandi eru allmargir þéttbýlisstaðir, hver með sínu sniði og sjarma og allir bjóða upp á einhverskonar afþreyingu. Selfoss er þeirra stærstur og þar má finna ýmsar verslanir, þjónustu og marga veitinga- og skyndibitastaði. Flestir bæir eru í alfaraleið og því bæði hentugt og skemmtilegt að eiga þar viðdvöl.

Skoða meira

Map Höfn Kirkjubæjarklaustur Vík Vestmannaeyjar Hvolsvöllur Flúðir Laugarvatn Reykholt Laugarás Borg Brautarholt Hveragerði Árnes Selfoss Hella Stokkseyri Eyrarbakki Þykkvibær Þórlákshöfn