Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Hálendismiðstöðin Hrauneyjar

Hálendismiðstöðin Hrauneyjar er vel staðsett í og við eitt fjölbreytilegasta og eldvirkasta hérað landsins. Hjá okkur er frábært að dvelja og héðan er tilvalið og stutt að fara í dagsferðir og skoða margar af fallegustu og þekktustu náttúruperlum hálendisins. Hótelið er opið allt árið. Hótelið er með 91 herbergi, allt frá svefnpokagistinu upp í standard herbergi, þekktan og mörgum kærkominn veitingastað, bar, litla verslun, veiðileyfi og eldsneyti á bílinn.

Hálendismiðstöðin Hrauneyjar

Sprengisandur F26

GPS punktar N64° 11' 48.934" W19° 17' 5.820"
Sími

487-7782

Opnunartími Allt árið
Þjónusta Fallhlífastökk Opið allt árið Köfun Hestaferðir Aðild að SAF Reykingar bannaðar Almenningssalerni Svefnpokapláss Hótel / gistiheimili Bensínstöð Veitingastaður Veiðileyfi Aðgangur að interneti Hvalaskoðun Golfvöllur Gúmíbátaferðir Ferðamannaverslun Gufubað Tekið við greiðslukortum Bar Flugbraut

Hálendismiðstöðin Hrauneyjar - ferðaupplýsingar

Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands

Náttúra
2.38 km
Hrauneyjafossstöð

Hrauneyjafossstöð var tekin í notkun í desember 1982 en byrjað var að virkja Tungnaá við Hrauneyjafoss og hófst verkið 1978. Tungná var stífluð 1½ km fyrir ofan Hrauneyjafoss en við það þornaði sá foss upp. Myndaðist þá 8,8 km² stórt lón og fóru Hrauneyjar undir vatn. Dýpst er lónið 9 m. Vatnið er leitt um 1 km langan skurð í lægð í Fossöldu, norðaustur af fossinum, að steyptu inntaksvirki á norðurbrún öldunnar. Þaðan liggja þrjár stálpípur að stöðvarhúsi við brekkurætur. Fallhæð er 88 m. Stöðvarhúsið er með þremur aflvélum og er hver þeirra 70 MW og virkjunin alls 210 MW en gert ráð fyrir að bæta megi við einni aflvél síðar. Frá hverflum rennur vatnið í um 1,1 km löngum skurði í Flutningskvísl sem rennur í Tungnaá um 100 m ofan við Köldukvíslarármót.


Frá Hrauneyjafossvirkjun liggur háspennulína yfir hálendið að Brennimel í Hvalfirði og önnur til Sigöldu.


Mynd á framhlið stöðvarhúss Hrauneyjafossvirkjunar er eftir Hafstein Austmann listmálara. Hún var sett upp árið 1986.


Heimild: Íslandshandbókin útgáfa 1.0. Námsgagnastofnun 1995.

Aðrir

Þjóðveldisbærinn á Stöng
Söfn
  • Þjórsárdalur
  • 801 Selfoss
  • 488-7713, 488-7700

Suðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Suðurlandi eru allmargir þéttbýlisstaðir, hver með sínu sniði og sjarma og allir bjóða upp á einhverskonar afþreyingu. Selfoss er þeirra stærstur og þar má finna ýmsar verslanir, þjónustu og marga veitinga- og skyndibitastaði. Flestir bæir eru í alfaraleið og því bæði hentugt og skemmtilegt að eiga þar viðdvöl.

Skoða meira

Map Höfn Kirkjubæjarklaustur Vík Vestmannaeyjar Hvolsvöllur Flúðir Laugarvatn Reykholt Laugarás Borg Brautarholt Hveragerði Árnes Selfoss Hella Stokkseyri Eyrarbakki Þykkvibær Þórlákshöfn