Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Kerlingarfjöll, Hálendismiðstöð

Kerlingarfjöll eiga ekki sinn líka.
Ein af helstu náttúruperlum Íslands
Kerlingarfjöll eru ein af náttúruperlum landsins. Þar fara saman stórkostlegt landslag, fjölbreytt og fróðleg jarðfræði og síðast en ekki síst samspil jökla og jarðhita, gróðurs og gróðurleysis og ótrúleg litadýrð. Öllu þessu gleymir enginn sem upplifir fagran dag í þessari einstöku náttúruperlu.
Vissir þú..
...að í boði er gisting í svefnpokaplássi í stærri herbergjum eða uppábúið með morgunverði í 2 - 4 manna herbergjum
...að í Kerlingarfjöllum er veitingastaður.
...að fært er á öllum bílum í Kerlingarfjöll á sumrin.
...að Hveradalir í Kerlingarfjöllum eru eitt stærsta háhitasvæði Íslands
...að það er GSM samband í Kerlingarfjöllum
...að á þessum Flickr tengli eru mörg hundruð glæsilegar myndir úr Kerlingarfjöllum
Í Kerlingarfjöllum finna allir eitthvað við sitt hæfi.

Tjaldsvæðið er á eyrum meðfram Ásgarðsá.
Á svæðinu eru sturtur og eins er unnið að uppsetningu gufubaðs uþb 1 km innan við tjaldstæðið.
Tjaldstæðið er í dalnum Ásgarði, sem er norðan í Kerlingarfjöllum, hlýlegur dalur í útjaðri stórbrotins landsvæðis. Fyrir yngri kynslóðina eru trampólín, rólur og að sjálfsögðu umhverfi sem fær flesta til að láta sér líða vel. Á svæðinu er hestagirðing fyrir þá sem koma á hestum

Kerlingarfjöll, Hálendismiðstöð

Kjölur 35

GPS punktar N64° 40' 59.722" W19° 18' 0.304"
Gisting 15 Herbergi / 100 Rúm / 56 Svefnpokar
Opnunartími 10/06 - 15/09
Þjónusta Almenningssalerni Gönguleið Hótel / gistiheimili Veitingastaður Eldunaraðstaða Heitur pottur Sturta

Kerlingarfjöll, Hálendismiðstöð - ferðaupplýsingar

Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands

Suðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Suðurlandi eru allmargir þéttbýlisstaðir, hver með sínu sniði og sjarma og allir bjóða upp á einhverskonar afþreyingu. Selfoss er þeirra stærstur og þar má finna ýmsar verslanir, þjónustu og marga veitinga- og skyndibitastaði. Flestir bæir eru í alfaraleið og því bæði hentugt og skemmtilegt að eiga þar viðdvöl.

Skoða meira

Map Höfn Kirkjubæjarklaustur Vík Vestmannaeyjar Hvolsvöllur Flúðir Laugarvatn Reykholt Laugarás Borg Brautarholt Hveragerði Árnes Selfoss Hella Stokkseyri Eyrarbakki Þykkvibær Þórlákshöfn