Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Glacier World

Við hjá Glacier World bjóðum uppá úrval afþreyingar sem og gistingu.

Ferðir í heitar náttúrulaugar sem eru umkringdar fjöllum og jökli. Það er fullkomið að fara í laugarnar ef þú vilt njóta náttúru Íslands með útsýni yfir Hoffellsjökul, skriðjökul frá Vatnajökli, og safna orku eftir langt ferðalag.

Glacier World er staðsett í Hoffelli og þar bjóðum við uppá gistingu í endurgerðum húsum með útsýni fyrir Hoffellsjökul. Við bjóðum upp á tvenns konar herbergi, með sér baði og með sameiginlegu. Boðið er upp á 21 herbergi í heildina og eru 8 af þeim með sameiginlegu baði. Herbergin með sér baði eru svo í húsum sem eru gerð upp. Annað húsið er gömul hlaða sem gerð var upp 2014. Þar er að finna 8 herbergi, morgun- og kvöldverðarsal og sýningarsal. Hitt húsið er gamla fjósið í Hoffelli en það var klárað 2015.

Í hlöðunni er boðið uppá kvöldverð á sumrin í Fjárhúsin Restaurant en á veturna er einungis morgunverðaraðstaða þar.

Innifalið í gistingu og afþreyingu er aðgangur að heitu laugunum.

Einnig eru gönguleiðir sem eru stikaðar í kringum Hoffellsjökul fyrir þá sem vilja.

Endilega hafið samband til þess að fá nánari upplýsingar.

Glacier World

Hoffell II

GPS punktar N64° 23' 47.510" W15° 20' 30.429"
Gisting 21 Herbergi / 44 Rúm / 3 Hús
Opnunartími Allt árið
Þjónusta Opið allt árið Gönguleið Hótel / gistiheimili Veitingastaður Heitur pottur Bar

Glacier World - ferðaupplýsingar

Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands

Suðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Suðurlandi eru allmargir þéttbýlisstaðir, hver með sínu sniði og sjarma og allir bjóða upp á einhverskonar afþreyingu. Selfoss er þeirra stærstur og þar má finna ýmsar verslanir, þjónustu og marga veitinga- og skyndibitastaði. Flestir bæir eru í alfaraleið og því bæði hentugt og skemmtilegt að eiga þar viðdvöl.

Skoða meira

Map Höfn Kirkjubæjarklaustur Vík Vestmannaeyjar Hvolsvöllur Flúðir Laugarvatn Reykholt Laugarás Borg Brautarholt Hveragerði Árnes Selfoss Hella Stokkseyri Eyrarbakki Þykkvibær Þórlákshöfn