Flýtilyklar
Hótel Grímsborgir
Hótel Grímsborgir er 4-stjörnu hótel staðsett á glæsilegum stað í kjarrivöxnu landi við Sogið í Grímsnesi.
Hótelið býður upp á gistingu í 44 hótelherbergjum, 6 svítum ásamt 14 íbúðum. Samtals er gistipláss fyrir 200 manns.
Herbergin og svíturnar eru með sér svalir og aðgang að heitum pottum.
Umhverfis íbúðirnar er falleg og stór verönd. Gasgrill og heitur pottur er við hvert hús. Einstaklega glæsileg herbergi og hús að innan sem utan í kyrrlátu umhverfi á bökkum Sogsins.
Hótelið býður upp á mjög góða aðstöðu fyrir ýmiss konar funda- og viðburðarhöld og er aðeins í 50 mín. akstursfjarlægð frá Reykjavík
Veitingahúsið Grimsborgir Restaurant tekur 170 manns í sæti. Kjörinn staður til að halda upp á afmælið, brúðkaupsveislu, ættarmót og ýmiskonar mannfagnaði.
Hringið í síma 555 7878 eða sendið okkur e-mail info@grimsborgir.com og fáið nánari upplýsingar um verð og aðstöðuna hjá okkur.
Ásborgir 30
555-7877














Hótel Grímsborgir - ferðaupplýsingar
Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands
Heimagisting
Ferðaskipuleggjendur
Sólhestar ehf.
Hótel
Hótel Örk
Náttúrulegir baðstaðir
Laugarvatn Fontana
Bændagisting
Vorsabær
Ferðaskipuleggjendur
Kayakferðir Stokkseyri
Sundlaugar
Sundlaugin Stokkseyri
Ferðaskipuleggjendur
Laugarvatn Adventure
Sundlaugar
Ferðaskipuleggjendur
Ragnar Kristján Kristjánsson
Hótel
Hótel Eldhestar
Sundlaugar
Ferðaskipuleggjendur
Landscape Photography Iceland
Gestastofur
Ölvisholt brugghús
Ferðaskipuleggjendur
Iceland Activities
Hellaskoðun
The Cave People
Sundlaugar
Sundhöllin Selfossi
Sundlaugar
Sundlaugin Hveragerði
Ferðaskipuleggjendur
Sundlaugar
Íþróttamiðstöðin Borg
Ferðaskrifstofur
Eldhestar
Bændagisting
Kálfholt Hestaferðir
Aðrir
- Eyrarvegur 2
- 800 Selfoss
- 482-3800
- Ástjörn 7
- 800 Selfoss
- 697-9280
- Eyravegur 41
- 800 Selfoss
- 780-5500
- Hafnargata 9
- 825 Stokkseyri
- 842-5610, 895-0020
- Skólavellir 14
- 800 Selfoss
- 899-3474
- Sunnuvegur 5
- 800 Selfoss
- 770-0023, 770 0034
- Miðás
- 851 Hella
- 894-6566, 863-3199
- Lambastaðir
- 801 Selfoss
- 777-0705
- Gufudalur
- 810 Hveragerði
- 483-5090, 483-5091
- 482-3335
- Grímsnes
- 801 Selfoss
- 486-1500, 863-3592
- Hafnargata 9
- 825 Stokkseyri
- 895-0020, 483-1202
- Hólaborg
- 801 Selfoss
- 664-8080
- Vorsabær 2, Skeiða- og Gnúpverjahreppi
- 801 Selfoss
- 486-5522
- Kálfhólar 21
- 800 Selfoss
- 857-2000
- Sel
- 801 Selfoss
- 896-4463
- Kennaraháskóli Íslands
- 840 Laugarvatn
- 486-1151
- Álftarima 30
- 800 Selfoss
- 854-2022, 482-2358
- Skólavellir 7
- 800 Selfoss
- 864-3250
- Húsatóftir 2a
- 801 Selfoss
- 486-5616, 895-0066
- Laufhagi 11
- 800 Selfoss
- 895-4391
- Strokkhólsvegur 7
- 801 Selfoss
- 699-5777
- Kálfhóll 2a
- 801 Selfoss
- 778-0836
- Laugarás
- 801 Selfoss
- 486-8907, 486-8783, 868-7626
- Breiðamörk
- 810 Hveragerði
- 483-4000
- Grímsnes, Árnessýsla
- 801 Selfoss
- 486-4495
- Miðengi
- 801 Selfoss
- 662-4422
Saga og menning
Gaulverjabæjarkirkja
Gaulverjabær er kirkjustaður og höfuðból frá fornu fari. Gaulverjabær er Landnámsjörð Lofts hins gamla frá Gaulum í Noregi. Nafnið hefur oft verið stytt í Bæ og hreppurinn þá nefndur Bæjarhreppur. Lítill vafi er á því að Gaulverjabær sé kenndur við menn frá Gaulum í Noregi, sem er hérað í Sogn og Fjordane. Gaulverjar þessir hafa sest að í Bæ, sem svo hefur verið nefndur eftir þeim. Hér fannst merkur silfursjóður árið 1930. Þetta er safn 360 silfurpeninga frá fyrstu öld Íslandsbyggðar. Einnig fannst hér árið 1974 útskorin fjöl úr furu, líklega frá 11. öld, skreytt í svokölluðum Hringaríkisstíl, og er hún ein örfárra slíkra sem varðveist hafa.
Kirkjan sem nú stendur var byggð árið 1909. Kirkjan var friðuð 1. janúar 1990 samkvæmt aldursákvæði 1. mgr. 36. gr. þjóðminjalaga nr. 88/1989.
Náttúra
Saga og menning
Kambur
Vestast í Hróarsholtshverfinu er bærinn Kambur. Hinn 9. febrúar 1827 gerðist þar sá atburður sem frægur hefur orðið í Íslandssögunni, er fjórir grímuklæddir menn brutust inn, lögðu hendur á heimilisfólkið og rændu töluverðu fé. Þeir bundu bóndann Hjört Jónsson og húsfólk hans og brutu upp hirslur í leit að peningum. Þeir rændu um 1000 ríkisdölum. Það var Þuríður formaður sem átti þátt í að upplýsa málið. Þuríður taldi sig þekkja handbragðið á skó sem fundist hafði, og bárust við það böndin að manni þeirrar konu sem skóinn hafði gert, Jóni Geirmundssyni á Stéttum í Hraungerðishreppi. Þuríður veitti því einnig eftirtekt að för á járnteini sem fundist hafði, pössuðu við steðja í eigu Jóns. Af vettlingi sem fannst í túninu á Kambi, bárust böndin að Jóni Kolbeinssyni, á Brú í Stokkseyrarhreppi, og lá Hafliði bróðir hans einnig undir grun. Þegar farið var að yfirheyra þessa menn játuðu þeir loks á sig ránið og bentu á forsprakkann, sem reyndist vera Sigurður Gottsvinsson á Leiðólfsstöðum. Frekari rannsókn leiddi í ljós fleiri aðila sem voru samsekir. Um ári síðar kvað sýslumaður Árnesinga upp dóm í málinu. Var Sigurður dæmdur til hýðingar, brennimerkingar og ævilangs þrældóms í Kaupmannahöfn, Jón Geirmundsson til hýðingar og þrældóms ævilangt, Jón Kolbeinsson til 12 ára þrældóms og Hafliði til 8 ára. Sigurður var drepinn í fangavistinni, en hinir fengu sakauppgjöf frá kóngi.
Náttúra
Urriðafoss
Urriðafoss er vatnsmesti foss landsins. Hér fellur Þjórsá fram af jaðri hins mikla Þjórsárhrauns (360 m3/sek) í fögru og friðsælu umhverfi. Fallhæð fossins er 6 metrar þar sem hann er hæstur. Þjórsárhraun, sem er eitt mesta hraun sem runnið hefur á jörðinni í einu gosi frá því að ísöld lauk, má sjá við Urriðafoss, þar sem fossinn steypist fram af austurbrún hraunsins. Lax gengur upp Þjórsá að fossinum og nokkuð upp fyrir hann. Urriðafoss er náttúrudjásn rétt utan þjóðvegs 1.
Fyrir börnin
Iceland Activities
Iceland Activities er fjölskyldufyrirtæki sem hefur gríðar mikla reynslu af feðamennsku á Íslandi og spannar sú reynsla yfir 20 ár og samanstendur af fjallahjólamennsku, brimbrettaiðkun, gönguferðum og náttúruskoðun við margbreytilegar aðstæður í Íslenskri náttúru.
Við leggjum metnað okkar í að sýna fólki þetta svæði á annan hátt en aðrir, þannig að það tengist náttúrinni bæði með fræðslu og einnig með því að fara aðeins út fyrir fjölsóttustu svæðin þar sem náttúrufegurðin er jafnvel enn meiri en á hinum hefðbundu, og þar liggur styrkur okkar í því hversu vel við þekkjum þetta svæði.Við leggum mikinn metnað í allar okkar ferðir og höfum eitt markmið að leyðarljósi að ferðamaðurinn sé ánægður og upplifi sem mest.
Við erum staðsettir í Hveragerði rétt við þjóðveg eitt um 40 km frá Reykjavík.
Einnig starfrækjum við hjólaleigu og leigjum eingöngu út gæðahjól.
Ferðirnar okkar henta mjög breiðum hópi þar sem þær eru alt frá rólegum fjölskylduferðum upp í adrenalin ferðir, yngsti þáttakandinn á siðasta ári var 4 ára og elsti var um 70 ára
Saga og menning
Sjóminjasafnið á Eyrarbakka
Í safninu eru munir frá Eyrarbakka með áherslu á sjósókn, iðnað og félags- og menningarsögu síðustu 100 ára. Stærsti og merkasti safngripurinn er áraskipið Farsæll, sem Steinn Guðmundsson skipasmiður á Eyrarbakka smíðaði fyrir Pál Grímsson, útvegsbónda í Nesi í Selvogi. Steinn var helsti skipasmiður á Suðurlandi í lok 19. aldar og byrjun 20. aldar og smíðaði hann yfir 400 skip og báta á sínum starfsferli. Farsæll er tólfróinn teinæringur með sérstöku lagi, sem Steinn innleiddi á báta sína og kennt hefur verið við hann og nefnt Steinslag. Það bátalag tók mið af aðstæðum í brimverstöðvunum á Suðurlandi, Stokkseyri, Eyrarbakka, Þorlákshöfn og Selvogi, og þótti henta mjög vel þar.
Einnig eru sýnd veiðarfæri og búnaður sjómanna bæði frá árabátatímanum og upphafi vélbátaútgerðar. Upphaf handiðnaðar í þéttbýli á Suðurlandi var á Eyrarbakka og sýndir eru munir frá bakara, gullsmið, úrsmið, beyki og söðlasmið.
Sjóminjasafnið á gott ljósmyndasafn og er hluti þess til sýnis á flettirekkum og í myndamöppum.
Þá er í eigu Sjóminjasafnsins beitningaskúr byggður 1925 á blómaskeiði vélbátaútgerðar á Eyrarbakka. Allsérstæð klæðning er á vesturhlið skúrsins, þar sem lítill árabátur hefur verið tekinn og flattur út og notaður sem klæðning á vegginn.
Sjóminjasafnið á Eyrarbakka er rekið af Byggðasafni Árnesinga og er forstöðumaður Lýður Pálsson.
Sameiginlegur aðgöngumiði gildir að söfnunum á Eyrarbakka. Opið er á sömu tímum og Húsið.
Sameiginlegur aðgöngumiði gildir að söfnunum á Eyrarbakka. Opið er á sömu tímum og Húsið.
Saga og menning
Skálholtskirkja
Bær, kirkjustaður, prests- og skólasetur og fyrrum setur biskupa í Skálholtsbiskupsdæmi. Þar er jarðhiti og heitir þar Þorlákshver. Skálholt er einn merkastur sögustaður á Íslandi, næst Þingvöllum. Kristni á Íslandi hefur verið knýtt fastari böndum við Skálholt en nokkurn annan stað. Sonur landnámsmannsins í Grímsnesi og Biskupstungum, Teitur Ketilbjarnarson, byggði fyrstur bæ í Skálholti. Sonur hans var Gissur hvíti sem kom með kristni til Íslands og átti einna veigamestan þátt í kristnitöku landsmanna. Hans son, Ísleifur, varð fyrstur biskup á Íslandi 1056 og sat í Skálholti. Kirkja var reist á staðnum og jörðin gefin undir biskupssetur. Kvað gefandinn svo á, að þar skyldi vera biskupssetur meðan kristni héldist í landinu. Sá hét líka Gissur, Ísleifsson, biskups. Hann er talinn hafa verið einhver glæsilegasti kirkjuhöfðingi á Íslandi fyrr og síðar. Hann kom á tíundarlögum á Íslandi árið 1097. Annar biskupinn með Gissurarnafni í Skálholti, sem verulega kemur við sögu staðarins, er Gissur Einarsson (1512-1548). Hann varð fyrstur biskup í lútherskum sið á Íslandi.
Skálholtsbiskupar urðu alls 44, 31 kaþólskur og 13 lútherstrúar á árunum 1056-1801.
Margir merkir atburðir hafa gerst í Skálholti, sumri hverjir þeir örlagaríkustu í sögu lands og þjóðar. Í Skálholti réðust íslenskir bændur oftar en einu sinni að erlendum valdsmönnum og ræningjum og drápu þá, þar á meðal erlendan biskup, Jón Gerreksson, sem sat þar á biskupsstóli. Honum stungu Íslendingar í poka og drekktu í Brúará, árið 1433.
Árið 1550 var síðasti kaþólski biskupinn á Hólum, Jón Arason, fluttur fanginn til Skálholts og hálshöggvinn þar ásamt sonum sínum.
Í Skálholti voru um aldir mikil fræðistörf unnin. Þar var prentsmiðja um skeið á seinni hluta 17. aldar og í henni fyrst fornrit prentuð á Íslandi. Í Skálholti var unnið að fyrstu bókinni sem prentuð var á íslensku. Það var Nýja testamentið þýtt af Oddi Gottskálkssyni og prentað 1540. Brynjólfur Sveinsson (biskup 1639-1674) var mikill unnandi íslenskra fræða og safnaði dýrmætum handritum og sendi þau konungi til Kaupmannahafnar, sem þá var höfuðborg Íslands. Annar Skálholtsbiskup varð frægur fyrir fræðistörf sín, Finnur Jónsson sem skrifaði Kirkjusögu Íslands í fjórum miklum bindum, hið gagnmerkasta sagnfræðirit. Í Skálholti sat á þriðja áratug Jón Vídalín sem talinn er hafa verið einn mestur og mælskastur kennimanna á Íslandi fyrr og síðar.
Í Skálholti voru um aldir mikil fræðistörf unnin. Þar var prentsmiðja um skeið á seinni hluta 17. aldar og í henni fyrst fornrit prentuð á Íslandi. Í Skálholti var unnið að fyrstu bókinni sem prentuð var á íslensku. Það var Nýja testamentið þýtt af Oddi Gottskálkssyni og prentað 1540. Brynjólfur Sveinsson (biskup 1639-1674) var mikill unnandi íslenskra fræða og safnaði dýrmætum handritum og sendi þau konungi til Kaupmannahafnar, sem þá var höfuðborg Íslands. Annar Skálholtsbiskup varð frægur fyrir fræðistörf sín, Finnur Jónsson sem skrifaði Kirkjusögu Íslands í fjórum miklum bindum, hið gagnmerkasta sagnfræðirit. Í Skálholti sat á þriðja áratug Jón Vídalín sem talinn er hafa verið einn mestur og mælskastur kennimanna á Íslandi fyrr og síðar.
Saga og menning
Eyrarbakkakirkja
Árið 1890 var Eyrarbakkakirkja vígð en fyrir þann tíma áttu Eyrbekkingar kirkjusókn á Stokkseyri en þá voru 702 íbúar á staðnum. Vegna fjölgunar var tekin ákvörðum um það að skipta upp sókninni. Séra Jón Björnsson var aðal hvata maður þessara byggingar og voru hans örlög svo að hann var fyrsti maðurinn sem var jarðaður í þessari kirkju árið 1892. Fjórum árum eftir að hún var reist fékk kirkjan full réttindi sem sóknar- og graftarkirkja, og nýr kirkjugarður var ekki vígður fyrr en 1894. Jóhann Fr. Jónsson hannaði kirkjuna og var einn af þeim sem byggðu hana en hann lest áður en kirkjan var full byggð.
Kirkjan tekur um 230-240 manns í sæti. Til að byrja með var settur járnstöng sem var kallað Járnblómið með veðurvita og var hannað af Guðmundi Daníelssyni en hann var rithöfundur en var svo tekin niður og setutur í staðinn ljóskross.
Altarinstaflan er sögufrægsti gripurinn sem tilheyrir þessari kirkju en þar er Jesú að tala við Samverksu konuna við Jakobsbrunninn (Jóh. 4, 13-14). Undir altarinstöflunni stendur "Hver sem drekkur af því vatni, sem ég mun gefa honum, hann mun aldrei að eilífu þyrsta." Með þessu fylgir ákveðin saga. Séra Jón Björnsson silgdi á fund Danakonungs til að fá byggingarefni í kirkjuna og var honum vel tekið og leistur út með gjöfum sem var altaristaflan sem drottningin hafði málað sjálf og er nafn drottingarinnar á töflunni og ártalið 1891.
Aðrir merkir gripir kirkjunar eru eins og kertastjaki úr Kaldaðarneskirkju þar sem sú kirkja var lögð niður árið 1902 en þeir bera ártalið 1780 og eru handunnir, íslensk smíði. Ljósakróna Kaldaðarneskirkju kemur einnig í Eyrarbakkakrikju. Stundaklukka var sett í turn kirkjunar árið 1918 sem slær á hálfum og helium tíma og var gjöf frá Jakob Al Leifolii kaupmanni.
Eyrarbakkakirkja fékk endurbætur árið 1977 og þeim lauk árið 1979. Íslenskt 11 radda pípuorgel var tekið til notkunar árið 1995. Pípuorgelið er eftir Björgvinn Tómasson.
Náttúra
Apavatn
Stöðuvatn í Laugardal og Grímsnesi. Apavatn er 13,6 km² og víðast grunnt. Í því er silungsveiði. Sagt er að eitt fornskáld Íslendinga, Sighvatur Þórðarson sem uppi var á 11. öld, hafi hlotið skáldgáfu sína af því að éta undarlegan fisk er hann veiddi í Apavatni. Tveir samnefndir bæir eru við Apavatn, Efra- og Neðra-Apavatn. Á Neðra-Apavatni urðu þau tíðindi árið 1238 sem segir frá í Sturlunga sögu að þar hittust Sturla Sighvatsson og Gissur Þorvaldsson. Þar sveik Sturla Gissur, tók hann höndum og lét hann sverja utanferð sína og að halda trúnað við sig. Taldi Gissur Sturlu hafa ætlað að taka sig af lífi þótt ekki yrði úr því. En í ágúst sama ár söfnuðu Gissur og vinir hans liði, fóru að Sturlu og Sighvati föður hans á Örlygsstöðum í Skagafirði og drápu þá þar.
Saga og menning
Saga og menning
Laugardælir
Laugardælir er lítil byggð rétt utan við Selfoss. Laugardælir var einn fjölfarnasti lögferjustaður landsins þar til brúin var byggð yfir Ölfusá hjá Selfossi 1891. Árið 1957 var ný kirkja vígð á Selfossi og Laugardælasókn lögð til hennar, utan nokkurra bæja sem færðust til Hraungerðissóknar. Staðurinn var kirkjulaus í nokkur ár eða til ársins 1965 þegar nýja kirkjan var byggð. Kirkjan er úr steinsteypu, 300 m² með pípuorgeli og tekur 70 manns í sæti. Bjarni Pálsson, byggingarfulltrúi á Selfossi, teiknaði hana og Sigfús Kristinsson, byggingarmeistari á Selfossi, var kirkjusmiður. Í garði Laugardælakirkju er legstaður Bobbby Fischer (1943-2008), hins litríka og umdeilda heimsmeistara í skák.
Náttúra
Hverasvæðið í Hveragerði
Hverasvæðið í Hveragerði er staðsett inni í miðjum kaupstaðnum og er eitt af merkilegri náttúruperlum Suðurlands. Hveragerði er í austurjaðri gosbeltis sem liggur frá Reykjanesi um Þingvelli og norður Langjökul og liggur hverasvæðið þvert á þetta gosbelti.
Á staðnum er móttaka fyrir ferðamenn í skála sem er við Hveramörk, austast á hverasvæðinu. Þar er hægt að afla sér margvíslegra upplýsinga um tilvist jarðhitans, tengsl við örverufræði, jarðfræði, sprungur og eldvirkni. Auk þess er þar útskýrt hvernig nýting jarðhitans fer fram, greint frá dýpi borhola, afli sem úr þeim fæst og hvernig það er nýtt.
Þar er hægt að sjóða egg og fá hverabakað rúgbrauð. Eilífur sem gýs reglulega, ruslahver með skemmtilega svo er hægt að fara í leirfótaböð á sumrin..
Símanúmer er 4835062
https://www.facebook.com/Geothermalpark/
Saga og menning
Villingaholtskirkja
Villingaholt er kirkjustaður og var löngum stórbýli. Á 17. öld var hér prestur, Jón Erlendsson en hann var afkastamesti handritaskrifari landsins. Hann á sinn mikla þátt í að varðveita ýmsar helstu perlur handritanna með því að skrifa þau upp, m.a. að beiðni Brynjólfs Sveinssonar biskups. Frægasta ritið sem séra Jón bjargaði þannig frá glötun er Íslendingabók, en mörg handrita okkar eru rituð með hendi Jóns. Síðar bjó hér þjóðhagsmiðurinn og bóndinn, Jón Gestsson (1863-1945) en frá honum er komin mikil ætt hagleiksfólks. Jón teiknaði og byggði núverandi Villingarholtskirkju á árunum 1910-1911. Kirkjan er bárujárnsklædd úr timbri og á hlöðnum grunni. Kirkjan er með turni og sönglofti og tekur 100 manns í sæti. Ef gengið er syðst á lóð Þjórsárvers má sjá gamlan bæjarhól en þar stóð Villingaholtskirkja og bæjarhúsið áður. Í kjölfar viðverandi sandfoks og mikils tjóns í suðurlandsskjálftanum árið 1784 voru þau flutt um set að núverandi stað. Kirkjan var friðuð 1. janúar 1990 samkvæmt aldursákvæði 1. mgr. 36. gr. þjóðminjalaga nr. 88/1989.
Saga og menning
Hraungerðiskirkja
Hraungerði er kirkjustaður, höfuðból og fyrrum þingstaður. Landnámsjörð Hróðgerðs hins spaka, ættföður Oddverja. Fyrst er getið kirkju í Hraungerði í skrá Páls biskups frá því um árið 1200 og hafa fjölmargar kirkjur verið á staðnum síðan þá. Núverandi Hraungerðiskirkja var vígð 4. sunnudag í aðventu, þann 21. desember 1902, af sr. Valdimar Briem prófasti. Eiríkur Gíslason, smiður frá Bitru í Hraungerðishreppi, var ráðinn til að teikna kirkjuna, gera byggingaráætlun og að lokum smíða hana. Kirkjunni hefur vel verið haldið við á undanförnum árum. Kirkjan var friðuð 1. janúar 1990 samkvæmt aldursákvæði 1. mgr. 36. gr. þjóðminjalaga nr. 88/1989.
Saga og menning
Þuríðarbúð
Þuríðarbúð var reist af Stokkseyringafélaginu í Reykjavík árið 1949 til minningar um Þuríði Einarsdóttur formann og horfna starfshætti.
Þuríður Einarsdóttir formaður var fædd árið 1777, dáin 1863. Hún fór í sinn fyrsta róður ellefu ára gömul á bát föður síns en 17 ára varð hún háseti upp á fullan hlut hjá bróður sínum. Síðan stundaði hún sjósókn í rúma hálfa öld eða til 1843 en þá hætti hún sjómennsku sökum heilsubrests. Mestan þann tíma var hún formaður á bátum. Þótti hún góður formaður, útsjónarsöm, varkár en samt áræðin og vinsæl meðal háseta. Einstakt þótti að kona væri formaður á bát. Hún klæddist karlmannsfötum að jafnaði vegna sjómennskunnar en til þess þurfti leyfi sýslumanns.
Á Stokkseyri skiptu sjóbúðir eins og Þuríðarbúð tugum á seinni hluta 19. aldar. Þær voru hlaðnar úr torfi og grjóti. Bálkar voru meðfram veggjum og í þeim sváfu tveir og tveir saman og voru þeir kallaðir lagsmenn. Sjóbúðirnar voru allt í senn; svefnskáli, matstofa og dagstofa vermanna.
Þuríðarbúð var endurhlaðin árið 2001 undir stjórn Guðjóns Kristinssonar hleðslumeistara.
Þuríðarbúð var endurhlaðin árið 2001 undir stjórn Guðjóns Kristinssonar hleðslumeistara.
Saga og menning
Stokkseyrarkirkja
Kirkja hefur verið á Stokkseyri frá fornöld og átti meginhluti hreppsins kirkjusókn þangað. Stokkseyrarkirkja var Maríukirkja í kalþólskum sið og er hún fyrst nefnd í heimildum í kirknatali Páls biskups Jónssonar um 1200. Kirkjan var bændakirkja til ársins 1886 er söfnuðurinn tók við henna.
Nokkur gamla og merka gripi á kirkjan og má þar til nefna kirkjuklukku sem er steypt 1762 og er talin gjöf til kirkjunnar frá Brynjólfi Sigurðssyni, sýslumanni í Hjálmholti en hann var eigandi kirkjunnar á þessum tíma. Endurbyggði hann kirkjuna 1752 og var það fysta timburkirkjan sem byggð var á Stokkseyri
Kirkja sú er nú stendur er fimmta timburkirkjan sem byggð hefur verið. Hún er frá árinu 1886, timburkirkja járnklædd 20x12 álnir að stærð og kórinn 6x6 álnir. Yfirsmiður var Jón Þórhallsson trésmiður á Eyrarbakka, en tveir nemendur hans, Jón Gestsson í Villingaholti og Símon Jónsson á Selfossi leystu þar af hendi prófsmíði sína.
Margháttaður viðgerðir hefur Stokkseyrarkirkja hlotið síðan. Upphaflega var hún klædd timbre en fyrir og eftir aldamótin 1900 var hún öll járnklædd. Árið 1910 var settur í kirkjuna stór ofn en árið 1953 rafmagnshitun. Árið 1918 var kirkjan raflýst og hún máluð að innan. Síðan tækilega viðgerð á kirkjunni var gerð árið 1963 og var þá einnig keypt í krikjuna pípuorgel sem tekið var í notkun við hátíðlega athöfn í kirkjunni er viðgerð hennar var lokið, 24, mái 1964. Þak kikjunnar var endurnýjað 1981 og 1990 var kirkjunni breytt innandyra, m.a. sett parket á gólfið. Viðgerðir eru fyrirhugaðar enda langt um liðið frá síðustu stórviðger.
Sérstök þjóðtrú var bundin við kirkjuna í sambandi við sjósóknina á Stokkseyri. Það var gömul trú að skip mundi ekki farast á réttu sundi ef rekatré væri í sundmerkinu og kirkjan stæði opin. Var því lengi fram eftir 20. Öld siður að opna kirkjuna þegar bátar voru á sjó í misjöfnu veðri.
Prestar voru heimilisfastir á Stokkseyri í kaþolskri tíð en frá því seint á 15. Öld og fram til 1856 var Stokkseyri þjónað af Gaulverjabæjarprestum. Stokkseyrarprestakall var fyrst veitt 1856 Magnúsi Eiríkssyni Guðfræðingi í Kaupmannahöfn en hann kom ekki til brauðsins. Næsti prestur, Björn Jónsson frá Torfastöðum, sat á Éyrarbakka en síðan sáu þrír Stokkseyrarprestar á Ásgautsstöðum, Páll Mathiesen, Gísli Thorearensen og Jón Björnsson. Hann flutti prest6setrið árið 1884 að Stóra - Hrauni og síðar til Eyrarbakka. Þar hafa Stokkseyrarprestar jafnan setið síðan. Sóknarprestar hafa verið Ólafur Helgason, Gísli Skúlason, Árelíus Níelsson, Magnús Guðjónsson og Valgeir Ástráðsson, auk afleysingapresta. Núverandi sóknarpretur er sr. Úlfar Guðmundsson.
Fyrsta orgelið sem kom í Stokkseyrarkirkju var keypt fyrir samskotafé árið 1876 og kostaði það 400 krónur. Organistar við Stokkseyrarkirkju hafa allir verið af frægri tónlistarætt en fyrstur þeirra var Bjarni Pálsson í Götu sem lærði á orgel hjá ungfrú Sylvíu Thorgrímsen í Húsinu á Eyrarbakka. Bjarni gerðist svo hinn ötulasti brautryðjandi um söngmennt og orgelkennslu í héraðinu. Hann kenndi mörgum að leika á orgel og voru sumir nemendur hans langt að komnir. Við fráfall Bjarna árið 1887 tók Jón Pálsson bróðir hans við. Hann varð síðar bankagjaldkeri í Reykjavík. Bróðir hans, Ísólfur Pálsson tónskáld tók þá við en er hann fór til Reykjavíkur tók fjórði bróðirinn Gísli Pálsson í Hoftúni. Í þrjú ár var Margrét Gísladóttir dóttir hans organist. Síðustu áratugi hefur Pálmar Þ. Eyjólfsson tón skáld í Skipagerði verið organist Stokkseyrarkirkju en hann hefur nylega látið af því starfi. í starfi.
Sérstök þjóðtrú var bundin við kirkjuna í sambandi við sjósóknina á Stokkseyri. Það var gömul trú að skip mundi ekki farast á réttu sundi ef rekatré væri í sundmerkinu og kirkjan stæði opin. Var því lengi fram eftir 20. Öld siður að opna kirkjuna þegar bátar voru á sjó í misjöfnu veðri.
Nýtt orgel var tekið til notkunnar í Stokkseyrarkirkju árið 2003 sem var smíðað af Björgvinni Tómassyni.
Náttúra
Timburhóll - Skógrækt
Skógræktarreitur Ungmennafélagsins Samhygðar. Grillaðstaða og gróskumikill skógur. Hér er minnisvarði um hjónin í Vorsabæ, Guðfinnu Guðmundsdóttur og Stefán Jasonarson. Þau hjónin voru bændur í Vorsabæ í hálfa öld og Stefán var frumherji í störfum fyrir samtök sunnlenskra bænda, ungmennafélagshreyfinguna, umferðaröryggi og varðveislu þjóðlegra verðmæta. Auk þess er hér minnismerki um Ásgrím Jónsson listmálara. Gestir eru beðnir um að ganga vel um.
Náttúra
Náttúra
Ásavegur - þjóðleið
Ásavegur er hin forna þjóðleið fólks um Suðurland. Liggur leið þessi um þveran Flóann og má finna miklar traðir á þessum slóðum sem til marks eru um þá miklu umferð sem hefur verið um þennan veg á liðnum öldum. Þarna lá leið uppsveitarmanna og þeirra sem komu austan að um ferjustaðinn hjá Króki í Holtum og hjá Egilsstöðum, niður að verslunarstaðunum Eyrabakka. Einnig lá þar leið vermanna er komu norðan Sprengisands til sjósóknar á suðurströndinni og lágsveitabænda með rekstur til og frá afrétti, svo dæmi séu nefnd. Þessa leið fóru Skeiða- og Hreppamenn, Rangæingar, sem fóru yfir Þjórsá sem og Skaftfellingar sem fóru Fjallabaksveg nyrðri. Merkt gönguleið er á milli Orrustudals og Hnauss (um 6 km ganga). Orrustudalur og Skotmannshóll er sögusvið Flóamannasögu. Í Orrustudal voru háðar tvær miklar orrustur eftir landnám. Féll m.a. Hásteinn Atlason í hinni fyrri, en Önundur bíldur í þeirri síðari. Á Skotmannshóli stóð Þormóður Þjóstarsson er hann skaut hinu fræga bogskoti sem skar úr um lögmæti vígs Arnars í Vælugerði.
Á þessari leið er hæsti punktur Flóahrepps en þar má sjá stórfenglegt útsýni í allar áttir.
Náttúra
Þjórsá
Þjórsá er jökulá að uppruna sem á meginupptök sín í Hofsjökli. Hún er lengsta á landsins eða 230 km löng og hefur mesta vatnasviðið um 8000 km². Vatnsmagn hennar er svipað og Ölfusár, 370 m³/sek, og kemur að mestu undan Hofsjökli og Vatnajökli. Aurframburðurinn er gífurlegur, um 4,5 milljónir tonna á ári. Á veturna getur áin safnað í sig gífurlegu magni af ís sem sest til neðan til. Stórfenglegt er að koma að gljúfrum Þjórsár neðan við Urriðafoss á vorin þegar íshrönnin er að bresta og áin að ryðja sig. Hægt er að ganga með gljúfrum og liggur vegurinn samsíða þeim stutt frá.
Saga og menning
Listasafn Árnesinga
Gæðastundir á gefandi stað! Litríkt merkið endurspeglar fjölbreytta starfsemi safnsins.
Í fjórum rúmgóðum sýningarsölum er settar upp vandaðar sýningar, innlendar og erlendar, sem endurspegla menningararfleifð okkar og mótun hennar í dag. Hverri sýningu er fylgt úr hlaði með sýningarskrá, upplýsingum og fræðslu- og afþreyingardagskrá.
Við tökum vel á móti gestum okkar. Fyrir utan sýningarsali er setkrókur með margvíslegurm upplýsingaritum um myndlist, leiksvæði fyrir börn og notaleg kaffistofa.
Safnið er í eigu sveitarfélaganna átta í Árnessýslu og nýtur stuðnings Safnaráðs Íslands.
Náttúra
Hengill og Jarðhitasýning á Hellisheiði
Eldfjallið Hengill er virkt en hefur verið í dvala í yfir 2000 ár. Tvær virkjanir eru við Hengil, Hellisheiðarvirkjun og Nesjavallavirkjun, sem nýta jarðvarmann frá eldfjallinu. Á Hengilssvæðinu eru um 125 km af merktum gönguleiðum sem eru litamerktar eftir erfiðleikastigum. Fjölbreytt landslag og litadýrð einkenna gönguleiðirnar.
Jarðhitasýning ON í Hellisheiðarvirkjun veitir innsýn í virkjun og nýtingu jarðvarma á Íslandi. Á sýningunni er jarðfræði, tækni og saga sett fram á aðgengilegan og skýran hátt með myndum og margmiðlunartækni.
Saga og menning
Byggðasafn Árnesinga - Húsið Eyrarbakka
Hlutverk Byggðasafns Árnesinga er að safna, skrásetja, varðveita og sýna muni er tengjast sögu Árnessýslu. Safnið er í eigu Héraðsnefndar Árnesinga sem er byggðasamlag átta sveitarfélaga í Árnessýslu. Grunnsýning safnsins hefur verið í Húsinu á Eyrarbakka frá árinu 1995. Það sér um rekstur Sjóminjasafnsins á Eyrarbakka fyrir Sveitarfélagið Árborg. Byggðasafn Árnesinga er jafnframt þátttakandi í rekstri Rjómabúsins á Baugsstöðum.
Húsið á Eyrarbakka
Andlit safnsins er Húsið á Eyrarbakka. Húsið á Eyrarbakka sem byggt var árið 1765 fyrir danska einokunarkaupmenn er í hópi elstu bygginga landsins og lengi vel merkt menningarsetur þar sem erlend áhrif gættu á margvíslegan hátt.
Byggðasafn Árnesinga tók við Húsinu árið 1995 að loknum viðamiklum viðgerðum. Í Húsinu er lögð áhersla á að kynna sögu Hússins frá byggingarári til dagsins í dag.
Áfast við Húsið er viðbyggingin Assistentahúsið sem reist var árið 1881. Þar er Byggðasafn Árnesinga með sex ólíkar sýningardeildir þar sem fræðast má um vel valda þætti úr sögu héraðsins.
Aftan við Assistentahúsið er lítil bygging Eggjaskúrinn sem hýsir fugla- og eggjasafn í minningu Peter Nielsens faktors sem réði ríkjum í Húsinu á Eyrarbakka fyrir öld síðan.
Náttúra
Kerið í Grímsnesi
Gamall sprengigígur í Grímsnesi, um 3000 ára gamall, nyrst í hólaþyrpingu sem nefnist Tjarnarhólar. Kerið er sporbaugslaga, um 270 m langt og breiðast 170 m. Dýpt gígsins er 55 m en í botni hans er tjörn sem er breytileg að dýpt, 7-14 m. Það er gömul sögn að þegar vatnsborð hækkar í Kerinu lækki að sama skapi í tjörninni uppi á Búrfelli í Grímsnesi og öfugt.
Sumarið 1987 voru haldnir útitónleikar í Kerinu. Voru listamennirnir úti á tjörninni í gúmmíbátum.
Heimild: Íslandshandbókin útgáfa 1995.
Heimild: Íslandshandbókin útgáfa 1995.
Saga og menning
Selfosskirkja
Selfosskirkja var byggð á árunum 1952 - 1956 og vígð það sama ár. Hún var teiknuð af Bjarna Pálssyni skólastjóar Iðnskólans á Selfossi. Árið 1978-1984 var bætt við kirkjuna forkirkju, turn og safnaðarheilmili með eldhúsi ásamt aðstöðu fyrir félagsstarf. Kirkja var máluð og skreytt af Jóni og Grétu Björnsdóttir listakonu sem sá um flúrið en í því er leitast við að fylgja kirkjuárinu. Gluggar kirkjunar voru unnir af glerlistafólki frá Þýskalandi og kom í kórinn árið 1987 en í kirkjuskipið árið 1993. Þó Selfosskirkja sé ung að árum er hún með sérstöðu meðal kirkna landsins á 20 öld.
Sr. Sigurður Pálsson var fysti sóknarpresturinn í Selfosskirkju en áður var hann í Hraungerði í Flóa en flutist á Selfoss 1950 þegar fólksfjölgun varð hér. Lagði hann mikla áherslu á helgihald, endurreisn hins forna og sígilda messusöngva ásamt messuformi sem er þekkt sem helgisiðabókin Graduale (þrepasöngur) og var gefin út árið 1594. Grallari kallast þessi bók og inniheldur tónlög og texta að messusöng og tíðagjörð kirkjunnar. Hefur verið enn þá daginn í dag haldið í þessum anda, Grallarans íslenska og mörgum kunn að finnast að hönnun kirkjunnar minna einnig á þennann anda. Sr. Sigurður Sigurðarson tók við embætti föður sins árið 1971 en lét af störfum árið 1994 og hélt þá í vígslubiskupsembætti í Skálholti.
Saga og menning
Rútsstaða-Suðurkot
Fæðingarstaður Ásgríms Jónssonar listmálara, eins helsta brautryðjanda íslenskrar myndlistar. Hann varð fyrstur íslenskra málara til að gera myndlist að aðalstarfi. Ásgrímur fæddist þann 4. mars 1876 í Suðurkoti í Rútsstaðahverfi í Flóa. Árið 1897 hélt hann til Kaupmannahafnar þar sem hann stundaði nám við Konunglega listaháskólann árin 1900-1903.
Náttúra
Reykjadalur
Reykjadalur er án efa vinsælasta útivistarsvæðið í Ölfusi. Þar er að finna margar merktar gönguleiðir um stórbrotið háhitasvæðið og hægt er að baða sig í heitri á í dalnum. Orkuveita Reykjavíkur hefur merkt gönguleiðir í dalnum sem og á Hengilssvæðinu öllu. Hægt er að finna göngukort á vef þeirra.
https://www.or.is/sites/default/files/welcome_to_the_hengill_area_hiking_map.pdf
Saga og menning
Fræðslumiðstöðin á Þingvöllum
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum var stofnaður með lögum árið 1930. Í lögunum segir að Þingvellir við Öxará skuli vera friðlýstur helgistaður allra Íslendinga, hið friðlýsta land skuli ævinlega vera eign íslensku þjóðarinnar undir vernd Alþingis og landið megi aldrei selja eða veðsetja.
Friðun Þingvalla átti sér aðdraganda. Í upphafi 20. aldar tóku að berast til Íslands fregnir um stofnun þjóðgarða í Bandaríkjunum. Þar voru augljósar þær hraðfara breytingar sem urðu á náttúrunni þegar Evrópubúar lögðu landið undir sig. Í þjóðgörðunum voru stór, óbyggð svæði tekin frá og friðuð og fólki hvorki leyft að nema þar land né nýta náttúruna á annan hátt en að ferðast um landið og njóta þess.
Hér á landi var bent á að mikilvægt væri að vernda einstaka náttúru- og sögustaði svo að komandi kynslóðir gætu notið þeirra óraskaðra. Fljótlega beindist umræðan að Þingvöllum sérstaklega og þeirri hugmynd að þar yrði stofnaður þjóðgarður.
Náttúra
Arnarbæli
Arnarbælishverfi í Ölfusi var frá 13. öld til byrjunar 20. aldar eitt besta svæði til heyframleiðslu. Rústirnar af gamla bænum standa enn og eru friðaðar. Arnarbælisforir eru mýrlendi á þessu frjósama landsvæði þar sem fjölbreytt fuglalíf er að finna.
Saga og menning
Rjómabúið á Baugsstöðum
Þegar ekið er niður Villingaholtsveg (305) af Þjóðvegi 1 er farið yfir brú á Volalæk. Þessi Lækurinn á upptök sín skammt austan við Bitru, sunnan þjóðvegar 1. Rennur hann síðan til vesturs og nefnist Volalækur þegar hann nálgast Vola. Vestan við Hróarsholts heitir hann Hróarsholtslækur og allt suður að Hólavatni í Gaulverjabæjarhreppi. Afrennsli þess vatns nefnist Baugsstaðasíki.
Haustið 1903 stofnuðu bændur í Hraungerðis- og Villingaholtshrepp með sér samtök um rjómabú til smjörgerðar. Rjómabúið eða rjómaskálin eins og það var nefnt í þá daga, var reistur við Hróarsholtslæk, í landi jarðarinnar Vola, skammt vestan gömlu brúarinnar. Lækurinn var stíflaður með miklum trjám og timburflekum til að hækka vatnsborðið. Þetta rjómabú var starfrækt frá 1905 til 1929. Annað rjómabú var stofnað árið 1904 af 48 bændum úr Stokkseyrarhreppi og nágrannahreppum hjá Baugsstöðum skammt frá Stokkseyri, og starfaði það til 1952, lengst allra rjómabúa á Íslandi. Árið 1971 var stofnað varðveislufélag um rjómabúið á Baugsstöðum. Frá 1975 hefur rjómabúið á Baugsstöðum verið opið almenningi sem safn. Tæki þess eru upprunaleg og eru þau gangsett fyrir gesti.
Saga og menning
Ölfusárbrú
Ölfusárbrú er byggð yfir vatnsmesta fljót landsins sem spanner 384 rúmmetra á sekúndu að meðaltali á árs grundvelli. Á suðurenda brúarinnar við Tryggvaskála er upplýsingaskilti sem sýnir flóðahæð í þremur mestu flóðum í Ölfusá á 20. Öld.
Árið 1872 var fyrst talað um að brúa yfir Ölfusá af Hannesi Stehensen presti. Fyrst var farið í að ferja fólk yfir ána. Árið 1891 hófst brúarsmíðin sjálf. Gekk það í fyrstu með áföllum þar sem þeir mistu einn mann í ána. Síðar kom í ljós að stöplarnir undir brúni voru ekki nógu hair svo að klakabelti komast undir hana. Vígsla brúarinnar var 1891 og voru settar ýmsar reglur hvað varðar notkunn brúarinnar en það varðar reiðmennsku yfir brúnna.
Árið 1944 slitnaði brúarstrengur vegan þyngdar mjólkurbíls með annan bíl í togi svo að þeir féllu báðir í ánna. Var þá ný brú byggð árið 1945 og þjónar enn þá daginn í dag sínum tilgangi og er hún 84 metrar að lengd á milli stöpla.
Saga og menning
Drepstokkshóll
Árið 985 stóð Bjarni Herjólfsson á Drepstokkshóli og áttaði sig á Ameríku en þaðan sigldi hann sína sögulega ferð.
Náttúra
Ingólfsfjall
Ingólfsfjall í Ölfusi er 551m. Ingólfsfjall er hömrum girt á þrjá vegu og mjög hlíðabratt. Þegar sjávarstaða var hæst í ísaldarlok hefur það verið sæbrattur höfði sem brimið braut niður og skapaði þá hinar bröttu hlíðar. Það er tengt Grafningsfjöllum með Grafningshálsi. Ingólfsfjall er einkum gert úr móbergi með hraunlögum inn á milli einkum að neðan og í kolli. Ingólfsfjall hefur orðið til um miðja ísöld. Suður úr vesturhorni fjallsins skagar grár klettamúli
Silfurberg sem er úr móbergi með ljósum holufyllingum sem aðallega eru geislasteinaútfellingar. Þar suður af er Kögunarhóll og liggur þjóðvegurinn á milli. Ingólfsfjall er kennt við landnámsmanninn Ingólf Arnarson. Uppi á fjallinu er grágrýtishæð sem heitir Inghóll og segja munnmæli að þar sé Ingólfur heygður. Undir Ingólfsfjalli sunnanverðu er Fjallstún.
Í Landnámabók segir að þar hafi Ingólfur Arnarson haft vetursetu hinn þriðja vetur sinn hér á landi á leið sinni til Reykjavíkur. Síðar reis þar stórbýli sem hét Fjall og fór í eyði á 18. öld. Enn sjást leifar fornra mannvirkja á staðnum og eru nú friðlýstar.
Hinn 29. mai 2008 voru upptök
Suðurlandsskjálfa að stærðinni 6,3 á richter kvarða undir Ingólfsfjalli.
Náttúra
Dælarétt
Dælarétt, er ævaforn fjárrétt stutt sunnan við Suðurlandsveg. Hún er talin elsta rétt landsins og var helsta skilarétt svæðisins. Réttin er í landi eyðibýlisins Heiðabæjar. Þar var síðast réttað haustið 1970 og hefur réttin nú verið friðlýst. Dælarétt er hlaðin úr grjóti úr hinu stórdílótta Þjórsárhrauni. Skammt frá eru sprungur eftir Suðurlandsskjálftann árið 2000. Sýnið VARÚÐ.
Náttúra
Hvítá í Árnessýslu
Á er fellur úr Hvítárvatni. Rétt fyrir neðan útfallið er brú á henni og tveimur km neðar fellur Jökulfall í hana. Hvítá rennur í gljúfri sunnan undir Bláfelli. Efst í því er fossinn Ábóti. Nokkru fyrir ofan byggð steypist Hvítá í Gullfossi ofan í mikil gljúfur sem hún hefur grafið sér fram með Tungufelli. Haldast þau nokkuð ofan í byggð. Þar er brú á Brúarhlöðum, um 10 km neðan við Gullfoss. Brúin var byggð 1927 en endurbyggð 1959 og aftur 1994-1995. Algengt sumarrennsli Hvítár við Gullfoss er 100-180 m³/s og vetrarrennsli 50-110 m³/s. Mesta flóð hefur mælst 2000 m³/s.
Í byggð rennur Hvítá fyrst milli Biskupstungna og Hrunamannahrepps. Verður áin þar allbreið með köflum. Þar koma í hana tvær stórar ár vestan frá, Tungufljót ofar og Brúará neðar. Að austan kemur Stóra-Laxá og tvöfaldast rennsli Hvítár við tilkomu þeirra allra. Lögferjur voru á Iðu og í Auðsholti. Nú er 107 m löng brú á ánni hjá Iðu, byggð 1957. Neðar fellur áin milli Grímsness og Skeiða, sveigir suður fyrir Hestfjall og rennur síðan til vesturs fyrir ofan Flóann þar til Sogið fellur í hana fyrir austan Ingólfsfjall. Eftir það heitir vatnsfallið Ölfusá til ósa. Mikil laxveiði er í Hvítá og Ölfusá og ýmsum þverám sem í Hvítá falla.
Flóabændur hagnýttu sér Hvítá til áveitna í stórum stíl á fyrri hluta þessarar aldar.
Oft koma stórkostleg flóð í Hvítá á vetrum. Flæðir áin þá langt yfir bakka sína og leggur undir sig mikið af engi og öðru flatlendi, stundum svo að einstaka bæir einangrast um hríð. Þá á hún einnig til að þorna að mestu niðri í byggð. Þessu veldur krapi og íshröngl sem stíflar ána. Er Hvítá-Ölfusá talin hættulegasta flóðaá landsins.
Heimild: Íslandshandbókin útgáfa 1.0. Námsgagnastofnun 1995.
Náttúra
Náttúra
Flóaáveitan
Flóaáveitan eru skurðir sem liggja um gjörvallan Flóa eða allt frá Ölfusá í vestri að Þjórsá í austri. Þetta stórvirki síns tíma samanstóð af 300 km löngum skurðum sem að mestu voru handgrafnir- og 900 km af flóðvarnargörðum. Flóaáveitan mun hafa náð yfir 12 þúsund hektara land og með tilkomu hennar urðu mikil umskipti í búskap og atvinnuháttum á svæðinu. Framkvæmdir við áveituna hófust 1922 og var flóðgáttin tekin í notkunn árið 1927 þegar Flóaáveitan tók til starfa. Enn þann dag í dag gegnir hún viðamiklu hlutverki í vatnsmiðlun í sveitafélaginu. Inntak áveitunnar er við Hvítá, þar er upplýsingaskilti með ítarlegum upplýsingum um Flóaáveituna. Til austurs frá inntakinu er merkt gönguleið (um 4,4 km ganga, aðra leið). Sjá nánar um Flóaáveituna.
Náttúra
Þingvellir
Saga Íslands og íslensku þjóðarinnar kemur hvergi betur fram á einum stað en á Þingvöllum við Öxará. Þar var Alþingi stofnað um árið 930 Meginviðburðir Íslandssögunnar hafa gerst þar og því skipa Þingvellir sérstakan sess í hugum allra Íslendinga. Þingvellir eru í dag friðlýstur helgistaður Íslendinga. Í lögum segir að hið friðlýsta land skuli ævinlega vera eign íslensku þjóðarinnar og undir vernd Alþingis.
Á undanförnum áratugum hafa rannsóknir leitt í ljós að Þingvellir eru náttúruundur á heimsvísu þar sem jarðsagan og vistkerfi Þingvallavatns mynda einstaka heild. Það eru gríðarleg verðmæti og náttúruundur að geta fylgst með þróun og myndum nýrra tegunda á einum stað eins og í Þingvallavatni. Þingvallasvæðið er hluti flekaskila Atlantshafshryggjarins sem liggja um Ísland. Þar má sjá afleiðingar gliðnunar jarðskorpunnar í gjám og sprungum svæðisins.
Í lögunum um Þjóðgarðinn á Þingvöllum segir, að Þingvellir við Öxará skuli vera friðlýstur helgistaður allra Íslendinga.Í þjóðgörðunum voru stór, óbyggð svæði tekin frá og friðuð og fólki hvorki leyft að nema þar land né nýta náttúruna á annan hátt en að ferðast um landið og njóta þess
Þingvellir eru á heimsminjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna.
Náttúra
Einbúi, Oddgeirshólar
Einbúi, Oddgerishólar er tilkomumikið landslag á bökkum Hvítár. Þetta er útivistarsvæði í Oddgeirshólaklettum sem Guðmundur Sigurðsson í Austurkoti gaf Ungmennafélaginu Baldri árið 1931. Ungmennafélagar hafa unnið af kappi við að gera svæðið að fallegu íþrótta- og útivistarsvæði, m.a. með hleðslu palla og gróðursetningu skjólbelta.
Náttúra
Skógræktin í Skagaási
Skógræktin í Skagaási er gróskumikill trjálundur Skógræktarfélags Villingarholtshrepps. Skjólsæll unaðsreitur með ágætu aðgengi. Fólk er vinsamlegast beðið um að virða gönguleiðir og ganga vel um. Einungis er leyfilegt að grilla á merktum grillstað vegna eldhættu.
Saga og menning
Íslenski bærinn
Austur-Meðalholt er dæmigerður sunnlenskur torfbær frá lokum 19. aldar. Fáir slíkir bæir eru til á landinu og hefur mikið verið lagt í þróun þessa bæjar og varðveislu. Íslenski torfbærinn endurspeglar sögu og lifnaðarhætti Íslendinga í aldanna rás.