Flýtilyklar
Hótel Fljótshlíð
Hótel Fjótshlíð er notalegt sveitahótel á bænum Smáratúni í miðri Fljótshlíðinni. Hótelið telur 14 herbergi með öllum helstu nútúma þægindum en á bænum er líka hægt að leigja smáhýsi, sumarhús og tjaldstæði. Þar er bæði eldurnaaðstaða og veitingastaður en hann er staðsettur í gömlu heyhlöðu býlisins. Ábúendur Smáratúns eru einir stofnaðila Beint frá býli og því gefst gestum færi á að njóta afurða býlisins, nautakjöts, lambakjöts, geitkjöts og margt margt fleira. 10 mínutna akstur er að Hótel Fljótshlíð frá Hvolsvelli. Nánari upplýsingar um gistingu og afþreyingu er að finna á heimasíðunni www.smaratun.is
Að Smáratúni er boðið uppá hestaferðir undir leiðsögn og þar er hægt að planta trjám til að kolefnisjafna til dæmis ferðalög.
Auk þess sem unnt er að njóta afurða býlisins í veitingastað hótelsins þá er líka hægt að kaupa kjöt á bænum, steikur, hakk og gömlu góðu taðreyktu hrossabjúgun.
Hótel Fljótshlíð er aðili að verkefninu Hleðsla í hlaði og því er hægt að hlaða rafmagnsbíla við hótelið.
Smáratún
487-8373













Hótel Fljótshlíð - ferðaupplýsingar
Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands