Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)
15. febrúar - 8. mars

TILBOÐ HJÁ FERÐAÞJÓNUSTUAÐILUM FYRIR VETRARFRÍ FJÖLSKYLDUNNAR

Afþreying

Black Beach Tours, Þorlákshöfn - blackbeachtours.is

 • Veita 20% afslátt af fjórhjólaferðum með kóðanum 

  VETRARFRI2020 ef bókað er á blackbeachtours.is til 8. mars.

Jarðhitasýning ON, Hellisheiðarvirkjun - jardhitasyning.is

 • Fjölskyldum sem eru Vetrarfríi er boðið frítt að koma á Jarðhitasýninguna frá 25. febrúar - 3. mars.
 • Börn fá frían ís eftir sýninguna.

Listasafn Árnesinga, Hveragerði - listasafnarnesinga.is

 • Komdu í heimsókn í Listasafn Árnesinga og lærðu að búa til skemmtileg og litríkt origami. Allt efni á staðum og þátttaka ókeypis.
 • Origami er japönsk list við pappírsbrot sem hefur öðlast vinsældir utan Japans og er eitt af listformum nútímans. 
 • Markmið origami er að móta skúlptúr úr flötum pappír með því að brjóta hann saman. Í origami er pappír hvorki klipptur né límdur.  
 • Einnig eru Manga teiknimyndabækur á safninu þar sem hægt er að læra að teikna eftir vissum reglum Manga-teiknimyndasögunnar sem sterk hefð er fyrir í Japan.

Hamarshöll, Hveragerði

 • Opið hús fyrir fjölskylduna í vetrarfríinu - frjáls leikur með foreldrum/forráðamönnum. Opið frá kl. 10 – 12 alla daga, aðgangur ókeypis fyrir fjölskyldur.
 • Dagana 2. og 3. mars nk. býður Íþróttafélagið Hamar uppá kynningu á fjölbreyttu starfi deildarinnar: fótboltaleikir, fimleikafjör, badminton fyrir fjölskylduna frá kl. 10 - 13. Allir velkomnir

Sundlaugin Laugaskarði, Hveragerði

 • Afsláttargjald fyrir fjölskylduna frá kl. 10 – 17
 • 2 fullorðnir og 2 börn kr. 1750.
 • Opið virka daga frá kl. 06:45 - 20:30 og um helgar frá kl. 10:00 – 17:30

Ljósafossstöð við Úlfljótsvatn - landsvirkjun.is

 • Gagnvirk orkusýning Landsvirkjunar er kjörinn viðkomustaður í vetrarfríinu milli 25. febrúar til 5. mars!
 • Á sýningunni geta gestir:
  • leyst orku úr læðingi með því að nota eigin þyngd, styrk og afl.
  • kynnst því hvernig Landsvirkjun vinnur allt sitt rafmagn úr vatni, jarðvarma og vindi og virkjar þannig krafta náttúrunnar.
  • Fjölbreytt og fræðandi sýningaratriði veita orkuboltum á öllum aldri tækifæri til að safna saman rafeindum, dæla úr lónum, fanga vindinn og lýsa upp heiminn á 120 árum.
 • Ljósafossstöð er staðsett á Sogssvæðinu við Úlfljótsvatn og er í um 50 mínútna akstursfjarlægð frá Reykjavík. Opið alla daga frá kl. 10-17. Líttu við í Ljósafossstöð og upplifðu af eigin raun orkuna sem býr í öllum hlutum.

Fontana Laugarvatn - fontana.is

 • Bjóða 25% afslátt af aðgangi í böðin og 10% af hádegis- og kvöldverðahlaðborði.  Nánari upplýsingar á fontana.is/is/vetrarfri eða minnast á tilboðið í afgreiðslunni. 
 • Frítt fyrir 12 ára og yngri.

Mountaineers of Iceland, Gullfossi - mountaineers.is

 • Mountaineers of Iceland minnir á að krakkar á aldrinum 6-11 fá frítt á snjósleða og unglingar á milli 12-17 fá 30% afslátt. Þessi verð gilda þegar bókaður er fullorðinn aðili í ferð hjá okkur. 3 brottfarir alla daga frá Gullfossi, 4 klukkutíma ferð. Frábær afþreying fyrir þá sem eru staðsettir á Suðurlandinu í vetrarfríi. 

Fjallhalla, Reykholti –fjallhalla.com

 • Fjallhalla adventurers hvetja til meiri útivistar með því að bjóða upp á tveir fyrir einn í fjallgöngu á svæðinu með staðbundinni leiðsögn.

Vorsabær 2, Skeiðum - vorsabae2.is

 • Boðið er upp á hestaferðir sem hefjast inni í reiðhöll undir góðri leiðsögn. Einnig er í boði að skoða dýrin á bænum og fá að fræðast um þau og kynnast þeim.Tvenns konar tilboð verða í gangi:
  • Tilboð 1: Við bjóðum upp á að teyma hesta undir börnum inni í reiðhöll. ,,Reiðtúrinn" tekur 10 mínútur og í kaupbæti fylgir frítt að skoða hesta, geitur og kindur á bænum fyrir allt að 5 manna hóp sem kemur saman. Geitur eru mjög sérstakar og skemmtilegar að kynnast þeim. Kindurnar okkar eru í öllum sauðalitunum og þær eru ýmist hyrndar, kollóttar eða ferhyrndar og einnig er í hjörðinni að finna forystufé.
  • Tilboð 2: Hestaferð 1 klst. byrjar inni í reiðhöll og síðan er riðið út í fylgd 2 leiðsögufólks. Við höfum hesta við allra hæfi og börn og fullorðnir geta komið saman í þessa ferð, sem hentar fyrir 8 - 80 ára. Tilboðið felst í því að 3 manns borga fyrir verð sem kostar fyrir 2 manns (3 fyrir 2).

Kálfholt, Ásahrepp - facebook.com/kalfholt

 • Tveir fyrir einn tilboð á byrjendareiðtúr okkar í vetrarfríinu frá miðjum febrúar til 8.mars. Ferðin kostar kr 8000- og því fá núna tveir ferðina á kr 8000.
 • Kjörinn reiðtúr fyrir byrjendur og einstakt tækifæri til að kynnast eiginleikum íslenska hestsins. Við ríðum eftir þægilegum reiðgötum í næsta nágrenni við Kálfholt og förum fetið. Gangi vel látum við hestana kasta toppi og  ríðum tölt ef þannig liggur á okkur. Lengd 60 mínútur og þar af á hestbaki 50 mín. 
 • Best er að bóka þetta tilboð í gegnum email kalfholt@kalfholt.is eða í síma 892 5176 Steingrímur.

Hellarnir við Hellu - cavesofhella.is

 • Við ætlum að bjóða upp á Rannsóknarleiðangur fjölskyldunnar 29. febrúar kl. 15.00. 
 • Ferðinni er heitið í þrjá hella, Fjárhelli, Hlöðuhelli og Fjóshelli. Í hverjum helli eru sagðar sögur af hellunum, ýmsum spurningum velt upp og öðrum svarað. Yngri gestir fá vasaljós og stækkunargler. Ferðin tekur u.þ.b. 50 mínútur.
 • Miðsala á staðnum en einnig er hægt er að panta á fb síðunni Hellarnir við Hellu.  
 • Verð: kr.1500 fyrir börn yngri en 12 ára og 2000 fyrir fullorðna.

 Zipline, Vík - zipline.is

 • 50% afsláttur í zipline með kóðanum VETRARFRI2020 ef bókað er á www.zipline.is. Gildir frá miðjum febrúar og út mars.

Icelandic Lava show, Vík - icelandiclavashow.com

 • Icelandic Lava Show bíður börnum frítt á sína einstöku og fræðandi upplifun í Vík í Mýrdal í fylgd fullorðinna í vetrarfríinu.
 • Við bjóðum svo öllum sem koma (bæði börnum og fullorðnum) frítt í baksviðs skoðun eftir sýninguna þar sem bræðsluferlið er útskýrt og krakkar geta klætt sig upp í alvöru hraunbræðslu fatnað. Mikið stuð.

Glacier Adventure, Hornafirði - glacieradventure.is

 • Við bjóðum Crystal Ice Cave Adventure ferðina okkar á 50% afslætti fyrir þá sem vilja koma :) Einfaldlega hafa samband við okkur og við mundum bóka fjölskylduna.

Glacier Journey, Hornafirði - glacierjourney.is

 • Býður 35% afslátt af öllum íshellaferðum sínum meðan á vetrarfríum stendur ef bókað er með kóðanum VETRARFRI2020 á glacierjourney.is

Veitingastaðir

Hendur í höfn, Þorlákshöfn - hendurihofn.is

 • Súkkulaðibitakaka fylgir með öllum réttum af barnamatseðli. 

Friðheimar, Reykholti - fridheimar.is

 • Börn 5 ára og yngri fá tómatsúpuhlaðborðið frítt.
 • Börn 13 ára og yngri fá tómatsúpuhlaðborðið á hálfvirði.
 • Hægt er að skoða býflugurnar og ef bókað er borð er hægt að fá smá fræðslu um ræktunina, ávalt er opið fyrir spurningar.
 • Vegna aðsóknar er mikilvægt að bóka borð fyrirfram.

Midgard Base Camp, Hvolsvelli - midgardbasecamp.is

 • 50% afsláttur á mat fyrir grunnskólabörn (drykkir eru ekki innifaldir). Þetta á að sjálfsögðu við í fylgd með fullorðnum.

GISTING

Arctic Nature Hotel, Selfossi - arcticnaturehotel.com

 • Bjóða 3 nætur á verði 2 fyrir þá sem panta beint á reception@arcticnaturehotel.com
 • Það er einstaklega fjölskylduvænt að gista á Arctic Nature Hotel, þar sem við bjóðum rúmgóðar stúdíó íbúðir með gistimöguleika fyrir allt að 4 í íbúð og allar íbúðirnar hafa lítið eldhús og að sjálfsögðu baðherbergi.
 • Staðsetningin er líka frábær fyrir þá sem vilja taka nokkra daga í að skoða alla þá skemmtun sem Suðurlandið býður upp á með fjölskyldunni.

Reykjadalur gistiheimilið, Hveragerði - reykjadalurguesthouse.is

 • Býður upp á 20% afslátt af listaverði ef gist er í þrjár nætur eða meira. Bóka þarf í gegnum netfangið info@reykjadalurguesthouse.is og nefna tilboðið. 

Hótel Örk, Hveragerði - hotelork.is

 •  15% afsláttur af gistingu með kóðanum VETRARFRI ef bókað er á hotelork.is

Landhotel, Rangárþing Ytra - landhotel.is

 • 3 fyrir 2 á gistingu með kóðanum MA2020 á landhotel.is

Midgard Base Camp, Hvolsvelli - midgardbasecamp.is

Skoða fleiri viðburði

Viðburðadagatal

Suðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Suðurlandi eru allmargir þéttbýlisstaðir, hver með sínu sniði og sjarma og allir bjóða upp á einhverskonar afþreyingu. Selfoss er þeirra stærstur og þar má finna ýmsar verslanir, þjónustu og marga veitinga- og skyndibitastaði. Flestir bæir eru í alfaraleið og því bæði hentugt og skemmtilegt að eiga þar viðdvöl.

Skoða meira

Map Höfn Kirkjubæjarklaustur Vík Vestmannaeyjar Hvolsvöllur Flúðir Laugarvatn Reykholt Laugarás Borg Brautarholt Hveragerði Árnes Selfoss Hella Stokkseyri Eyrarbakki Þykkvibær Þórlákshöfn