Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)
12. febrúar - 24. mars

Vetrarfrí fjölskyldunnar - Selfoss og nágrenni

Suðurland býður upp á spennandi upplifun og ævintýralega skemmtun fyrir alla fjölskylduna i vetrarfríinu. Frábær skemmtun er í boði fyrir alla fjölskylduna og auðvelt er að finna ævintýralega afþreyingu. Ferðaþjónustuaðilar verða með ýmis tilboð með sérstakri áherslu á fjölskylduna í vetrarfríinu (14.-26.feb, 7.-10.mars, 21.-24.mars), nánari upplýsingar um tilboðin og hugmyndir af því sem fjölskyldan getur notið og gert saman á Suðurlandi er á heimasíðu Markaðsstofu Suðurlands, south.is Ekki er spurning hvort, heldur hvert verður haldið í vetrarfríinu.

Selfoss og nágrenni – Árborg og Flóahreppur

https://www.arborg.is/

https://www.floahreppur.is/

Þrjú þéttbýli eru í sveitarfélaginu Árborg, Selfoss, Eyrarbakki og Stokkseyri. Í gegnum Selfoss rennur vatnsmesta á landsins, Ölfusá en mikil þjónusta og afþreyingarmöguleikar eru á og við Selfoss hvort sem það er í útivist, afþreyingu, gistingu eða veitingum. Þorpin við sjóinn, Eyrarbakki og Stokkseyri bjóða upp á fjölmarga möguleika líkt og fjöruferðir, kynnast menningu og sögu staðanna ásamt dásamlegum veitingastöðum.

Flóinn skartar fjölbreyttri náttúru sem einkennist meðal annars af glæsilegri fjallasýn í allar áttir. Á svæðinu er vatnsmesti foss landsins, Urriðafoss í Þjórsá. Þar fellur Þjórsá fram af jaðri hins mikla Þjórsárhrauns sem er eitt mesta hraun sem runnið hefur á jörðinni í einu gosi frá því að ísöld lauk. Fjölskyldan öll er velkomin í Flóann og Árborg í haustfríinu.

Upplýsingamiðstöð Árborgar er í Bókasafni Árborgar og er opin virka daga frá kl. 8:00-18:00 og á laugardögum frá kl. 10:00-14:00.

Söfn/sögustaðir/sýningar

 • Bakkastofa
 • Bobby Fischer Safnið
 • Draugasafnið
 • Eldsmíðafélag Suðurlands
 • Icelandic Wonders
 • Íslenski Bærinn
 • Konubókastofa
 • Rjómabúið á Baugsstöðum
 • Sjóminjasafnið Eyrarbakka
 • Staður á Eyrarbakka - upplýsingarmiðstöð
 • Veiðisafnið
 • Þuríðarbúð

Útivist – opin áhugaverð svæði

 • Baugsstaðir - gamla rjómabúið, hægt að panta opnun fyrir hópa
 • Flóaáveitan - áveitukerfi, inntak við Hvítá, gönguleiðir
 • Friðland í Flóa - fuglafriðland, fuglaskoðunarhús, gönguleiðir, þurrklósett
 • Hallskot - skógur, áningarstaður, hægt að leigja aðstöðu í húsum
 • Hellisskógur - skógur, hellir, gönguleiðir, áningarstaðir
 • Knarrarósviti - viti, hægt að panta opnun fyrir hópa
 • Ströndin - göngustígur milli Eyrarbakka og Stokkseyrar, áningarstaður
 • Urriðafoss - foss, áningarstaður
 • Þuríðarbúð á Stokkseyri - tilgátuhús, áningarstaður, hægt að panta opnun fyrir hópa

Afþreying

 • Bíóhúsið Selfossi
 • Frisbígolfvellir í Árborg
 • Geitabú, Skálatjörn
 • Golfvöllur, Svarfhólsvöllur, 9 holu, Selfoss
 • Hestamiðstöð á Sólvangi við Eyrarbakka
 • Hestaleiga, Bakkahestar, Eyrarbakka
 • Hestaleiga, Egilsstaðir 1, Flóahreppur
 • Hundasleðaferðir, Dogsledding Iceland, Flóahreppur
 • Kayaksiglingar og FATBIKE ferðir á Stokkseyri

Sund

 • Sundhöll Selfoss - innilaug, útilaug, barnalaug, heitir pottar, kaldir pottar, rennibrautir, vaðlaug, vatnsgufa, sauna, World Class
 • Sundlaug Stokkseyrar - útilaug, rennubraut, vaðlaug, heitir pottar

Veitingar

Veitingastaðir

 • Fjöruborðið, Krisp Rauðahúsið, Riverside, Surf and Turf, Tryggvaskáli

Kaffihús / Bakarí

 • Bókakaffið, Gimli Kaffihús, Kaffi Krús, Kaffi Selfoss, Sólvangur, Guðni Bakari

Skyndibitastaðir

 • Domino's Pizza, Hamborgarabúlla Tómasar, Hlöllabátar, KFC, Pylsuvagninn, Skalli, Subway, Yellow

Annað

 • Eldhúsið, Mömmumatur, Ísbúð Huppu, Krían Bar, Félagsheimilin í Flóahreppi - salir og eldhús fyrir hópa

 

Fjölskyldutilboð í vetrarfríinu

Arctic Nature Hotel - http://arcticnaturehotel.com/

Tilboð á gistingu í vetrarfríinu: 
Gestir fá:

 • Fyrstu nóttina á 9500 krónur
 • Aðra nóttina á 7500 krónur
 • allar nætur eftir það á 6000 krónur

Tilboðið gildir fyrir íbúðir sem rúma 3 fullorðna eða 2 fullorðna og 2 börn.
Pantanir fara fram í gegnum tölvupóst, freyja@arcticnaturehotel.com. Taka skal fram þegar pantað er að gestir ætli að nýta sér vetrarfrí tilboð.

Lambastaðir Guesthouse - www.lambastadir.is
Lambastaðir Guesthouse veita 20% afslátt af gistingu í vetrarfríinu.

 • Herbergi fyrir tvo með morgunmat:  verð með afslætti 13.958 kr.
 • Herbergi fyrir þrjá með morgunmat: verð með afslætti 18.470 kr.

Skoða fleiri viðburði

Viðburðadagatal

Suðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Suðurlandi eru allmargir þéttbýlisstaðir, hver með sínu sniði og sjarma og allir bjóða upp á einhverskonar afþreyingu. Selfoss er þeirra stærstur og þar má finna ýmsar verslanir, þjónustu og marga veitinga- og skyndibitastaði. Flestir bæir eru í alfaraleið og því bæði hentugt og skemmtilegt að eiga þar viðdvöl.

Skoða meira

Map Höfn Kirkjubæjarklaustur Vík Vestmannaeyjar Hvolsvöllur Flúðir Laugarvatn Reykholt Laugarás Borg Brautarholt Hveragerði Árnes Selfoss Hella Stokkseyri Eyrarbakki Þykkvibær Þórlákshöfn