Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)
14. febrúar - 24. mars

Vetrarfrí fjölskyldunnar - Kirkjubæjarklaustur og nágrenni

Suðurland býður upp á spennandi upplifun og ævintýralega skemmtun fyrir alla fjölskylduna i vetrarfríinu. Frábær skemmtun er í boði fyrir alla fjölskylduna og auðvelt er að finna ævintýralega afþreyingu. Ferðaþjónustuaðilar verða með ýmis tilboð með sérstakri áherslu á fjölskylduna í vetrarfríinu (14.-26.feb, 7.-10.mars, 21.-24.mars), nánari upplýsingar um tilboðin og hugmyndir af því sem fjölskyldan getur notið og gert saman á Suðurlandi er á heimasíðu Markaðsstofu Suðurlands, south.is Ekki er spurning hvort, heldur hvert verður haldið í vetrarfríinu.

Kirkjubæjarklaustur og nágrenni

http://www.klaustur.is/

Skaftárhreppur er hluti af Kötlu jarðvangi, UNESCO jarðvangur sem einkennist af tíðri eldvirkni í bland við jöklaumhverfi. Kirkjubæjarklaustur, í daglegu tali nefnt Klaustur, er miðsvæðis í Skaftárhreppi og þaðan liggja leiðir til allra átta fyrir fjölskylduna á ferðalagi um Suðurland. Á Kirkjubæjarklaustri er stunduð verslun og er þar margvísleg þjónusta við íbúa og ferðamenn. Frá Kirkjubæjarklaustri er stutt í nokkrar þekktustu náttúruperlur á Íslandi eins og Jökulsárlón, Skaftafell, Lakagíga og Landmannalaugar.

Upplýsingamiðstöð, Skaftárstofa, er staðsett í Félagsheimilinu Kirkjuhvoli á Kirkjubæjarklaustri. 
Vetrar afgreiðslutími er virka daga frá 9:00 til 14:00.

Söfn/sögustaðir/sýningar

  • Í Skaftárstofu býðst gestum að skoða sýninguna "Mosar um mosa frá mosum til mosa" og horfa á heimildarmyndina Eldmessa án endurgjalds en það er stutt en áhrifarík heimildarmynd um Skaftárelda og áhrif þeirra.

Útivist – opin áhugaverð svæði

  • Ástarbrautin á Klausturheiði – um 5 km stikuð hringleið.
  • Dverghamrar – skammt austan við Foss á Siðu, eru sérkennilegar stuðlabergs klettaborgir. Dverghamrar eru friðlýst náttúruvætti.
  • Fjaðrárgljúfur – skammt vestan Klausturs er eitt stórbrotnanasta nátturuundur landsins. Fjaðrá fellur þar fram af heiðarbrúninni í hrikalegu og sérkennilegu móbergsgljúfri sem er á náttúruminjaskrá.
  • Kirkjugolf – skammt austan Klausturs er sérkennilegur jökul- og brimsofinn stuðlabergsflötur, samansettur af endum lóðréttra blágrýtisstuðla. Kirkjugólfið er friðlýst náttúruvætti.
  • Systrastapi – klettastapi vestan við Klaustur. Þjóðsaga segir að uppi á stapanum sé legstaður tveggja klaustursystra.

Afþreying

  • Fjársjóðir úr náttúru Skaftárhrepps: Í torfbænum við Hæðargarðsvatn í nágrenni Kirkjubæjarklausturs eru skúffur fylltar með sjálfbærum fjársjóðum úr náttúru Skaftárhrepps. Hægt er að kaupa sérmerkt glerílát á öllum helstu sölustöðum sveitarfélagsins og setja í það fjársjóði úr skúffunum að eigin vali og hanna þannig sinn eigin minjagrip.
  • Ratleikur um Klaustur: Fjölskylduvænn og skemmtilegur ratleikur á Kirkjubæjarklaustri. Hlaðið gjaldfrjálst niður Locatify Smartguide í gegnum App Store eða Google play.
  • Snjallleiðsagnir: Upplifðu Skaftáreldana með lifandi snjallleiðsögn. Leiðsögn með 26 stuttum frásögnum um Skaftáreldana, móðuharðindin og afleiðingar þeirra í Skaftárhreppi. Hlaðið gjaldfrjálst niður Locatify Smartguide í gegnum App Store eða Google play.

       Sund

  • Sundlaugin á Kirkjubæjarklaustri – tilvalinn staður til að koma og æfa í rólegu og þægilegu umhverfi í tækjasalnum, sundlaug, vaðlaug og heitur pottur. Vetraropnun: mánudaga – laugadaga 11-20, sunnudaga 15-20.

Skoða fleiri viðburði

Viðburðadagatal

Suðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Suðurlandi eru allmargir þéttbýlisstaðir, hver með sínu sniði og sjarma og allir bjóða upp á einhverskonar afþreyingu. Selfoss er þeirra stærstur og þar má finna ýmsar verslanir, þjónustu og marga veitinga- og skyndibitastaði. Flestir bæir eru í alfaraleið og því bæði hentugt og skemmtilegt að eiga þar viðdvöl.

Skoða meira

Map Höfn Kirkjubæjarklaustur Vík Vestmannaeyjar Hvolsvöllur Flúðir Laugarvatn Reykholt Laugarás Borg Brautarholt Hveragerði Árnes Selfoss Hella Stokkseyri Eyrarbakki Þykkvibær Þórlákshöfn