Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)
14. febrúar - 24. mars

Vetrarfrí fjölskyldunnar í Uppsveitum

Suðurland býður upp á spennandi upplifun og ævintýralega skemmtun fyrir alla fjölskylduna i vetrarfríinu. Frábær skemmtun er í boði fyrir alla fjölskylduna og auðvelt er að finna ævintýralega afþreyingu. Ferðaþjónustuaðilar verða með ýmis tilboð með sérstakri áherslu á fjölskylduna í vetrarfríinu (14.-26.feb, 7.-10.mars, 21.-24.mars), nánari upplýsingar um tilboðin og hugmyndir af því sem fjölskyldan getur notið og gert saman á Suðurlandi er á heimasíðu Markaðsstofu Suðurlands, south.is Ekki er spurning hvort, heldur hvert verður haldið í vetrarfríinu.

Uppsveitir Árnessýslu

www.sveitir.is 
Gullna hringinn þekkja allir, en hann er mun stærri en margur heldur, líkari gullinni keðju. Því hringleiðamöguleikarnir eru margir.  Það er alltaf eitthvað nýtt að upplifa, stoppistaðir sem ekki má láta fram hjá sér fara.

Hver árstíð hefur sína sérstöðu og gott aðgengi er allt árið um kring. Fjölskyldur með börn geta til dæmis fundið sér fjölmargt skemmtilegt að gera í vetrarfríinu.


Söfn/sögustaðir/sýningar

Útivist - opin áhugaverð svæði

 • Á Þingvöllum er gott að ganga www.thingvellir.is .
 • Gönguferðir í skógum fyrir alla fjölskylduna: 
  Í Þrastaskógi, Haukadalsskógi, á Laugarvatni og í Þjórsárdal eru merktir göngustígar, bálhús og hreinlætisaðstaða www.skogur.is

Í nágrenni Laugarvatns og nágrenni Flúða eru merktar gönguleiðir og frá Úthlíð. Einnig ýmis fjöll og fell til fjallgöngu fyrir alla fjölskylduna. Kort og leiðir  á www.sveitir.is

Afþreying

 • Adrenalíngarðurinn á Nesjavöllum www.adrenalin.is
 • Efsti-Dalur ferðamannafjós þar sem fylgjast má með mjöltum, ís- og ostagerð ásamt því að borða veitingar beint frá býli á veitingastað og í ísbúð. www.efstidalur.is
 • Ferðir á Langjökul www.mountaineers.is
 • Fjölmargir góðir golfvellir eru á svæðinu og golfskálar sem selja veitingar.
 • Fótboltagolf nálægt Flúðum, Markavöllur
 • Garðyrkjustöðin Friðheimar tekur á móti hópum í fræðslu og veitingar skv. pöntun. Hestasýningar fyrir hópa skv. pöntun  www.fridheimar.is    Einnig heimsókn í hesthús.
 • Laugarvatn Adventure fjölbreytt afþreying/útivist fyrir hópa skv. pöntun www.caving.is
 • Litboltavöllur Bíldsfelli www.litboltavollur.is
 • Strandblakvellir á  Flúðum og Laugarvatni
 • Útilífsmiðstöð skáta Úlfljótsvatni fjölbreytt afþreying  www.ulfljotsvatn.is
 • Víða er hægt að fara á hestbak í lengri eða styttri ferðir sjá www.sveitir.is
 • Vorsabær II, Skeiðum,  tekið á móti gestum á sveitabæ blandað bú, orlofshús www.vorsabae2.is  Stuttir reiðtúrar. Gestir geta skoðað dýrin eða tekið þátt í bústörfum.

Sund

 • Gamla laugin/Secret lagoon náttúrulaug  Hvammi Flúðum www.secretlagoon.is
 • Laugarvatn Fontana www.fontana.is
 • Sundlaugin Flúðum, Laugarvatni, Úthlíð, Reykholti, Borg, Hraunborgum, Neslaug Árnesi, Skeiðalaug Brautarholti.

Veitingar

 • Veitingastaðir af bestu gerð.Áhersla er víða lögð á að bjóða afurðir af svæðinu og nýta matvæli úr heimabyggð. 
 • Lista má sjá á www.sveitir.is

Gisting

 • Gistimöguleikar eru fjölbreyttir: hótel, gistiheimili, farfuglaheimili, ferðaþjónusta bænda, sumarhús, fjallaskálar, tjaldsvæði. 
 • Lista má sjá á www.sveitir.is

Fjölskyldutilboð í vetrarfríinu

Farmers Bistro - https://www.farmersbistro.is/

Fríar kynningar í boði á Farmers Bistro á eftirtöldum laugardögum:

 • 16. febrúar - Kl: 13, 14, 15, og 16
 • 23. febrúar - Kl: 13, 14, 15, og 16
 • 23. Mars - Kl: 13, 14, 15, og 16

Friðheimar – Einstök matarupplifun - https://fridheimar.is/

 • Börn 5 ára og yngri fá tómatsúpuhlaðborðið frítt.
 • Börn 13 ára og yngri fá tómatsúpuhlaðborðið á hálfvirði.
 • Hægt er að skoða býflugurnar og ef bókað er borð er hægt að fá smá fræðslu um ræktunina, ávalt er opið fyrir spurningar.
 • Vegna aðsóknar er mikilvægt að bóka borð fyrirfram.

Fjallhalla Adventurers  - https://www.fjallhalla.com

 • 50% afsláttur af öllum gönguferðum.

The Cave peopleLaugarvatnshellir - http://thecavepeople.is/

 • 20% afsláttur af leiðsagðri ferð í Laugarvatnshelli.

Vorsabær 2, Skeiðum - www.vorsabae2.is

Boðið er upp á hestaferðir sem hefjast inni í reiðhöll undir góðri leiðsögn. Einnig er í boði að skoða dýrin á bænum og fá að fræðast um þau og kynnast þeim.

Frá 14. febrúar til 31. mars verðum við með tvenns konar tilboð í gangi.

 • Tilboð 1: Við bjóðum upp á að teyma hesta undir börnum inni í reiðhöll. ,,Reiðtúrinn" tekur 10 mínútur og í kaupbæti fylgir frítt að skoða hesta, geitur og kindur á bænum fyrir allt að 5 manna hóp sem kemur saman. Geitur eru mjög sérstakar og skemmtilegar að kynnast þeim. Kindurnar okkar eru í öllum sauðalitunum og þær eru ýmist hyrndar, kollóttar eða ferhyrndar og einnig er í hjörðinni að finna forystufé.
 • Tilboð 2: Hestaferð 1 klst. byrjar inni í reiðhöll og síðan er riðið út í fylgd 2 leiðsögufólks. Við höfum hesta við allra hæfi og börn og fullorðnir geta komið saman í þessa ferð, sem hentar fyrir 8 ára og upp. Tilboðið felst í því að 3 manns borga fyrir verð sem kostar fyrir 2 manns (3 fyrir 2).

Sími: 8667420, e-mail: bjornjo@vorsabae2.is , www.vorsabae2.is

Skoða fleiri viðburði

Viðburðadagatal

Suðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Suðurlandi eru allmargir þéttbýlisstaðir, hver með sínu sniði og sjarma og allir bjóða upp á einhverskonar afþreyingu. Selfoss er þeirra stærstur og þar má finna ýmsar verslanir, þjónustu og marga veitinga- og skyndibitastaði. Flestir bæir eru í alfaraleið og því bæði hentugt og skemmtilegt að eiga þar viðdvöl.

Skoða meira

Map Höfn Kirkjubæjarklaustur Vík Vestmannaeyjar Hvolsvöllur Flúðir Laugarvatn Reykholt Laugarás Borg Brautarholt Hveragerði Árnes Selfoss Hella Stokkseyri Eyrarbakki Þykkvibær Þórlákshöfn