Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)
12. febrúar - 24. mars

Vetrarfrí fjölskyldunnar í Ölfusi

Suðurland býður upp á spennandi upplifun og ævintýralega skemmtun fyrir alla fjölskylduna i vetrarfríinu. Frábær skemmtun er í boði fyrir alla fjölskylduna og auðvelt er að finna ævintýralega afþreyingu. Ferðaþjónustuaðilar verða með ýmis tilboð með sérstakri áherslu á fjölskylduna í vetrarfríinu (14.-26.feb, 7.-10.mars, 21.-24.mars), nánari upplýsingar um tilboðin og hugmyndir af því sem fjölskyldan getur notið og gert saman á Suðurlandi er á heimasíðu Markaðsstofu Suðurlands, south.is Ekki er spurning hvort, heldur hvert verður haldið í vetrarfríinu.

Sveitarfélagið Ölfus

https://www.olfus.is/

Sveitarfélagið Ölfus er í um 50km fjarlægð frá Reykjavík og fyrsta sveitarfélagið sem gestir koma í þegar keyrt er inn á Suðurland yfir Hellisheiði eða um Suðurstrandarveg. Í Ölfusi er fjölbreytt landslag með svörtum sandfjörum, klettabjörgum, hraunbreiðum, hellum og háhitasvæðum svo eitthvað sé nefnt. Frá Þorlákshöfn og sveitarfélaginu öllu er einstakt útsýni í allar áttir t.d. yfir Heklu, Eyjafjallajökul og til Vestmannaeyja. Lítil ljósmengun og víðáttumikið útsýni í Ölfusi gerir svæðið kjörið til norðurljósaskoðunar.

Upplýsingamiðstöð Ölfuss er staðsett á Bæjarbókasafni Ölfuss í Þorlákshöfn og er opin frá kl. 12:30 til 17:30 alla virka daga.

Söfn/sögustaðir/sýningar

Steinasafnið Ljósbrá býður gesti velkomna að skoða safnið og þá minjagripi sem eru framleiddir á staðnum. Safnið er staðsett í Fákaseli.

Útivist – opin áhugaverð svæði

 • Gönguferð upp á Litla og Stóra Meitil í Þrengslunum
 • Hafnarnesviti og klappirnar við Þorlákshöfn
 • Selvogur, Selvogsviti og Strandakirkja
 • Svarta strandfjaran í Þorlákshöfn

Afþreying

 • Frisbígolf (frítt)
 • Hellaskoðun í Raufarhólshelli
 • Hestaferð með Sólhestum eða Eldhestum
 • Orkusýningin í Hellisheiðarvirkjun
 • Rib safari eða fjórhjólaferð með Black Beach Tours í Þorlákshöfn

Sund

 • Sund í Þorlákshöfn(frítt fyrir 18 ára og yngri). Frábær innilaug fyrir börn með ýmsum leiktækjum.
 • Black Beach gistiheimili í Þorlákshöfn
 • Hjarðarból gistiheimili í Ölfusi
 • Hótel Eldhestar í Ölfusi
 • Núpar sumarhús í Ölfusi

Veitingar

 • Hendur  í Höfn kaffihús/bistró og glervinnustofa í Þorlákshöfn
 • Meitilinn í Þorlákshöfn
 • Café Sól bakarí og kaffihús í Þorlákshöfn
 • Hafið Bláa við Óseyrarbrú
 • T-Bær kaffihús í Selvogi
 • Fákasel í Ölfusi

Gisting

 • Black Beach gistiheimili í Þorlákshöfn
 • Hjarðarból gistiheimili í Ölfusi
 • Hótel Eldhestar í Ölfusi
 • Núpar sumarhús í Ölfusi

Fjölskyldutilboð í vetrarfríinu

Black Beach Tours - info@blackbeachtours.is

Black Beach Tours í Þorlákshöfn býður 2 fyrir 1 í fjórhjólaferðir alla mánudaga til fimmtudaga frá 12:00 - 16:00 frá janúar út apríl 2019. Bókanir á info@blackbeachtours.is

Eldhestar - https://eldhestar.is/half-day-tours/2e-the-elfin-tour/

Álfaferðin - 10% afsláttur af hestaferð fyrir fjölskylduna í vetrarfríinu.
Álfaferðin er 1 ½ - 2 klst hestaferð sem hentar fjölskyldum mjög vel, hér er hægt að skoða upplýsingar um ferðina: https://eldhestar.is/half-day-tours/2e-the-elfin-tour/

Fákasel - http://fakasel.is/

Fákasel býður fjölskyldunni á hestasýningu laugardaginn 9. mars:

 • Sýningin verður kl. 14 og svo getur fjölskyldan keypt sér kaffi og með því á kaffihúsinu.
 • Auk þess er hægt að kíkja á Steinasafnið og fræðast um steinana m.a. Game of Throne steina.

ON-Jarðhitasýning - https://www.jardhitasyning.is/

Jarðhitasýning - ON mun vera með frítt fyrir fjölskyldur að koma á sýninguna eftirtalda daga:
laugardaginn 16. febrúar, laugardaginn 9. mars og laugardaginn 23. mars.

í boði er aðgangur og leiðsögn að Jarðhitasýningunni.

Um sýninguna: sýningin er sett upp með gagnvirkri margmiðlunartækni, skjám á veggjum og kynningum. Með þessum hætti geta gestir upplifað hvernig jarðvarmi er nýttur á Íslandi á skýran og fræðandi hátt. 

The Lava Tunnel - https://thelavatunnel.is/

The Lava Tunnel býður um 22% afslátt á standard ferðum (ekki með transferi). Afslátturinn gildir fyrir fullorðna (fullt verð isk 6400) og unglinga (fullt verð 3200) en frítt er fyrir börn 11 ára og yngri.

Hægt er að bóka á heimasíðunni okkar frá og með deginum í dag og til 24.mars og hægt að koma frá 14.febrúar til 24.mars. https://thelavatunnel.is/

Afsláttarkóðinn er VETRARFRI19 og þá kemur afslátturinn fram.

Skoða fleiri viðburði

Viðburðadagatal

Suðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Suðurlandi eru allmargir þéttbýlisstaðir, hver með sínu sniði og sjarma og allir bjóða upp á einhverskonar afþreyingu. Selfoss er þeirra stærstur og þar má finna ýmsar verslanir, þjónustu og marga veitinga- og skyndibitastaði. Flestir bæir eru í alfaraleið og því bæði hentugt og skemmtilegt að eiga þar viðdvöl.

Skoða meira

Map Höfn Kirkjubæjarklaustur Vík Vestmannaeyjar Hvolsvöllur Flúðir Laugarvatn Reykholt Laugarás Borg Brautarholt Hveragerði Árnes Selfoss Hella Stokkseyri Eyrarbakki Þykkvibær Þórlákshöfn