Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)
14. febrúar - 24. mars

Vetrarfrí fjölskyldunnar í Hveragerði

Suðurland býður upp á spennandi upplifun og ævintýralega skemmtun fyrir alla fjölskylduna i vetrarfríinu. Frábær skemmtun er í boði fyrir alla fjölskylduna og auðvelt er að finna ævintýralega afþreyingu. Ferðaþjónustuaðilar verða með ýmis tilboð með sérstakri áherslu á fjölskylduna í vetrarfríinu (14.-26.feb, 7.-10.mars, 21.-24.mars), nánari upplýsingar um tilboðin og hugmyndir af því sem fjölskyldan getur notið og gert saman á Suðurlandi er á heimasíðu Markaðsstofu Suðurlands, south.is Ekki er spurning hvort, heldur hvert verður haldið í vetrarfríinu.

Hveragerði

www.hveragerdi.is

Hveragerði býður upp á margvíslega afþreyingu fyrir alla aldurshópa. Staðsetning bæjarins innan um ósnortna náttúru, steinsnar frá höfuðborginni, er vel til þess fallin að sækja staðinn heim, stunda útivist og heilsueflingu, verslun að einhverju tagi eða bara taka því rólega í fallegu og afslöppuðu umhverfi. Á veturna skarta garðyrkjustöðvarnar sínu fegursta, með geislandi fölgulri birtu sem ber við himinn.

Upplýsingamiðstöð Suðurlands er staðsett í Sunnumörk 2-4 og er opin 1.september - 31.maí virka daga 8:30-17:00 og um helgar 9:00-13:00.

Söfn/sögustaðir/sýningar

 • Í Hveragarðinum er hægt er að ganga um og fræðast um hverasvæðið. Einnig er hægt að sjóða egg á staðnum og smakka á hverabökuðu rúgbrauði.
 • Í verslunarmiðstöðinni í Sunnumörk er hægt að skoða jarðskjálftasýninguna Skjálftinn 2008. Þar er hægt lesa sögur frá bæjarbúum og skoða myndbönd úr ýmsum verslunum þegar jarðskjálftinn reið yfir.
 • Listasafn Árnesinga býður upp á margar mismunandi listasýningar yfir árið.

Útivist - áhugaverð svæði

 • Á Hengilsvæðinu eru margar vel merktar gönguleiðir. Hægt er að nálgast gönguleiðakort á upplýsingamiðstöðinni í Sunnumörk 2.
 • Ganga um Listigarðinn og meðfram Varmá.
 • Klukkutíma göngutúr upp í Reykjadal og baða sig í heitu ánni.
 • Léttar gönguleiðir undir Hamrinum með stoppi á lautarsvæðinu.

Afþreying

 • Golf á Gufudalsvelli kemur á óvart í tignarlegu umhverfi, golfvöllurinn er umkringdur hverum. Brautirnar eru mjög ólíkar og krefjandi.
 • Iceland Activities býður upp á margskonar ferðir í og um Hveragerði.

Sund

 • Sundlaugin í Laugaskarði er 50 metra löng og 12 metra breið og var um langa hríð langstærsta sundlaug landsins. Hún er hituð upp með jarðgufu.

Veitingar

Veitingastaðir af bestu gerð.Áhersla er víða lögð á að bjóða afurðir af  svæðinu og nýta matvæli úr heimabyggð.

 • Fiskverslun Hveragerðis – Ferskur fiskur og Fish n chips.
 • Hver – Fyrsta flokks veitingastaður með a la carte matseðli.
 • Rósakaffi – Notalegur veitingastaður í gróðurhúsi.
 • Skyrgerðin – Sérhæfir sig í kjarngóðu íslensku lambi.
 • Varmá – Hefbundin Íslenskur matur, eldaður við hægeldun.
 • Ölverk – Eldbakaðar pizzur og brugghús

Gisting

Gistimöguleikar eru fjölbreyttir: hótel, gistiheimili, farfuglaheimili og tjaldsvæði.  

Fjölskyldutilboð í vetrarfríinu

Hótel Örk - https://hotelork.is/fjolskyldutilbod/

 • Gisting í eina nótt í superior herbergi með einu King eða 2 single og svefnsófa (140 cm).
 • Morgunverðarhlaðborð
 • Hamborgara- eða kjúklingaborgaramáltíð fyrir tvo fullorðna og tvö börn á leikskóla- og grunnskólaaldri.

Verð: 26.900 kr.

*Fyrir tvo fullorðna og tvö börn á leikskóla- og grunnskólaaldri.
*Aukanótt með morgunverði á 15.900 kr.
Tilboðið gildir frá 1. febrúar til 20. mars 2019. 

Listasafn Árnesinga - http://www.listasafnarnesinga.is/list/

Í vetrarfríinu verður ýmislegt í boði í Listasafni Árnesinga:

 • Sjálfbært skapandi vinnurými fyrir börn og fjölskyldur þeirra – allt efni á staðnum.
 • Listasmiðja með leiðbeinanda sunnudaginn 24. Febrúar
 • Verðlaunaleikur – ég tók þátt í verkefni ... sem skilað er er fjársjóðskistil og heppinn þátttakandi dreginn út.
 • Tvær sýningar. Fyrst sýningin Huglæg rými og síðan bætist við sýning á þjóðsagnamyndum Ásgríms Jónssonar, sem er upplifunarsýning með meiru.

Skoða fleiri viðburði

Viðburðadagatal

Suðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Suðurlandi eru allmargir þéttbýlisstaðir, hver með sínu sniði og sjarma og allir bjóða upp á einhverskonar afþreyingu. Selfoss er þeirra stærstur og þar má finna ýmsar verslanir, þjónustu og marga veitinga- og skyndibitastaði. Flestir bæir eru í alfaraleið og því bæði hentugt og skemmtilegt að eiga þar viðdvöl.

Skoða meira

Map Höfn Kirkjubæjarklaustur Vík Vestmannaeyjar Hvolsvöllur Flúðir Laugarvatn Reykholt Laugarás Borg Brautarholt Hveragerði Árnes Selfoss Hella Stokkseyri Eyrarbakki Þykkvibær Þórlákshöfn