Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)
14. febrúar - 24. mars

Vetrarfrí fjölskyldunnar - Hella og nágrenni

Suðurland býður upp á spennandi upplifun og ævintýralega skemmtun fyrir alla fjölskylduna i vetrarfríinu. Frábær skemmtun er í boði fyrir alla fjölskylduna og auðvelt er að finna ævintýralega afþreyingu. Ferðaþjónustuaðilar verða með ýmis tilboð með sérstakri áherslu á fjölskylduna í vetrarfríinu (14.-26.feb, 7.-10.mars, 21.-24.mars), nánari upplýsingar um tilboðin og hugmyndir af því sem fjölskyldan getur notið og gert saman á Suðurlandi er á heimasíðu Markaðsstofu Suðurlands, south.is Ekki er spurning hvort, heldur hvert verður haldið í vetrarfríinu.

Hella og nágrenni

Þegar ferðast er að vetri til er betra að skipuleggja ferðina vel hvort sem hugað er að gistingu, veitingum eða afþreyingu. Með því er hægt að tryggja að upplifunin af ferðalaginu sé sem allra best. Séu einhverjar spurningar sem vakna almenns eðlis þá er sjálfsagt að senda fyrirspurn á ry@ry.is og við svörum henni við fyrsta tækifæri.

Rangárþing ytra er víðfemt sveitarfélag. Einkunnarorð svæðisins eru kraftur – fegurð – ferskleiki og á það svo sannarlega við. Gaman er að keyra um sveitarfélagið og víða hægt að fara og alltaf eitthvað nýtt sem kemur fyrir sjónir.

Söfn/sögustaðir/sýningar

 • Heklusetur á Leirubakka – frábær sýning sem segir frá Heklu - Sýningin um Heklu og Hekluelda er nútímaleg og fræðandi sýning um frægasta og eitt virkasta eldfjall Íslands. Sýndar eru myndir af Heklu frá ýmsum sjónarhornum, fjölmörg kvikmyndabrot eru af Heklueldum á 20. öld og margvíslegar afleiðingar Heklugosa sýndar.
 • Hellar í Landsveit – Lengsti hellir á Íslandi - Hellar þessir eru manngerðir, höggnir í sandstein, og er sá stærsti þeirra lengsti manngerði hellir á Íslandi. Ekki er vitað nákvæmlega hve gamlir þessir hellar eru en talið er að þeir séu mögulega frá því fyrir eiginlegt landnám Íslands og hafi verið gerðir af Pöpum þ.e.a.s. írskum munkum sem tóku sér bólfestu hér á landi fyrir tíma víkinganna (um 900). Gera þarf boð á undan sér yfir vetrartímann.
 • IceEvents á Skeiðvöllum - Icelandic HorseWorld - visitor center er heimsóknarmiðstöð fyrir erlenda og innlenda ferðamenn sem vilja komast í náinn kynni við íslenska hestinn og fræðast um sögu hans á lifandi og skemmtilegan hátt. Skeiðvellir er stórt hrossaræktarbú og er heimsóknarmiðstöðin að hluta til í hesthúsinu sem er 600fm stórt og reiðhöll sem er um 2000fm. Gera þarf boð á undan sér yfir vetrartímann.
 • Gaman er að koma að Keldum og í Odda á Rangárvöllum. Einnig eru fleiri áfangastaðir á svæðinu og eru upplýsingar um þá alla á www.visithella.is

Útivist – opin áhugaverð svæði

 • Skemmtileg gönguleið er um Helluþorp í gegnum Wapp appið sem um leið veitir leiðsögn um upphaf Hellu og áhugaverða staði.
 • Frá Hellu er virkilega falleg gönguleið niður með Ytri-Rangá að Ægissíðufossi. Leiðin er um 3km hvora leið.

Afþreying

 • Buggy Xtreme á Hellu býður uppá ferðir í kraftmiklum buggybílum.
 • Á Hala er boðið uppá ferðir í hestvögnum sem er einstök upplifun. Þar er einnig hægt að hitta geitur og klappa hestum. Skemmtileg tilbreyting við aðra afþreyingu.
 • Mudshark, LocalTravel og SouthCoast Adventure bjóða hálendisferðir allt árið um kring og eru fjallaskálar opnir víða. Landmannalaugar og Hungurfit eru staðir sem strax koma upp í hugann. Einnig er frábær aðstaða í Hrauneyjum. Ferðast þarf með sérstakri varúð á hálendinu á veturna og skipuleggja ferðina vel.

Sund og íþróttavellir

 • Sundlaugin Hellu - 25m löng, 5 heitir pottar (nuddpottur, vaðlaugar og heitir pottar). Við laugina eru einnig 3 rennibrautir og eimbað. Sundlaugin er sambyggð við íþróttahúsið og myndar skemmtilega heild fyrir margvíslegar íþróttagreinar.
 • Sundlaugin Laugalandi - 16m löng, 2 heitir pottar, rennibraut.
 • Þrjú íþróttahús eru í Rangárþingi ytra og er hægt að fá þau leigð fyrir allskonar viðburði. Íþróttahúsin eru á Hellu, Laugalandi og í Þykkvabæ.
 • Folfvöllur - Á Hellu er fjölskylduvænn 9 holu folfvöllur sem hægt er að spila á allt árið. Við folfvöllinn er aðstaða til þess að grilla ásamt aparólu sem yngri meðlimir fjölskyldunnar dýrka að sveifla sér í.
 • Golf - Á Strönd er frábær golfvöllur og ef vel viðrar er ekkert því til fyrirstöðu að taka nokkrar holur.

Gisting

Það er gríðarlegt framboð af fjölbreyttri gistingu í sveitarfélaginu og við allra hæfi. Í boði eru tjaldstæði, fjallaskálar, heimagisting og nokkrar stærðir hótela. Allar upplýsingar má finna á www.ry.iswww.south.is og www.visithella.is

Veitingar/Beint frá býli

Á Hellu er bæði kjötbúð og fiskbúð þar sem hægt er að versla vörur úr héraði og er það tilvalið fyrir þá sem kjósa að elda sjálfir. Kjötbúðin kallast Villt og alið en Fiskbúðin Fiskás. Einnig er öll önnur þjónusta á Hellu s.s. kjörbúð, vínbúð, bakarí og apótek.

Fjölbreyttir veitingastaðir eru um allt sveitarfélagið og kennir þar ýmissa grasa og margir sem bjóða uppá vörur úr héraði. Nánari upplýsingar er að finna á www.visithella.is

Fjölskyldutilboð í vetrarfríinu

Kálfholt
Bjóða 20% afslátt á tveimur ferðum í vetrarfríinu.

 • Barnareiðtúr
 • Byrjendareiðtúr

Gestir geta lesið nánar um ferðirnar á heimasíðunni www.kalfholt.is

Tilboðin gilda ekki ef bókað er á netinu. Senda þarf tölvupóst á Kalfholt@kalfholt.is eða hafa samband í síma 892 5176

Skoða fleiri viðburði

Viðburðadagatal

Suðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Suðurlandi eru allmargir þéttbýlisstaðir, hver með sínu sniði og sjarma og allir bjóða upp á einhverskonar afþreyingu. Selfoss er þeirra stærstur og þar má finna ýmsar verslanir, þjónustu og marga veitinga- og skyndibitastaði. Flestir bæir eru í alfaraleið og því bæði hentugt og skemmtilegt að eiga þar viðdvöl.

Skoða meira

Map Höfn Kirkjubæjarklaustur Vík Vestmannaeyjar Hvolsvöllur Flúðir Laugarvatn Reykholt Laugarás Borg Brautarholt Hveragerði Árnes Selfoss Hella Stokkseyri Eyrarbakki Þykkvibær Þórlákshöfn