Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)
14. febrúar - 24. mars

Vetrarfrí fjölskyldunnar á Hornafirði

Suðurland býður upp á spennandi upplifun og ævintýralega skemmtun fyrir alla fjölskylduna i vetrarfríinu. Frábær skemmtun er í boði fyrir alla fjölskylduna og auðvelt er að finna ævintýralega afþreyingu. Ferðaþjónustuaðilar verða með ýmis tilboð með sérstakri áherslu á fjölskylduna í vetrarfríinu (14.-26.feb, 7.-10.mars, 21.-24.mars), nánari upplýsingar um tilboðin og hugmyndir af því sem fjölskyldan getur notið og gert saman á Suðurlandi er á heimasíðu Markaðsstofu Suðurlands, south.is Ekki er spurning hvort, heldur hvert verður haldið í vetrarfríinu.

Hornafjörður

https://visitvatnajokull.is

http://www.hornafjordur.is

Vatnajökulsþjóðgarður er innan marka sveitarfélagsins Hornafjarðar. Vegna nálægðar við stærsta jökul Evrópu, Vatnajökul, er þar að finna falleg lón með stórkostlegum ísjökum, jökulbreiður, svartar sandstrendur, mikið fuglalíf, hreindýr á vappi og seli. Á svæðinu má finna hæsta tind landsins, Hvannadalshnjúk, í Öræfajökli. Þannig má með sanni segja að sveitarfélagið sem kallast Ríki Vatnajökuls búi yfir sannkölluðu ævintýralandi fyrir alla fjölskylduna.

Sveitarfélagið er ríkt af fjölbreyttri afþreyingu, gistingu og veitingum. Höfn er eini þéttbýliskjarninn í Ríki Vatnajökuls og þar er mikil og góð þjónusta. Þar er að finna hótel, veitingastaði, söfn, tjaldsvæði, verslanir, bensínsstöðvar, pósthús, apótek o.fl. Höfn er stundum nefndur humarbærinn og árlega er haldin þar vegleg Humarhátíð sem er ein af elstu bæjarhátíðum á Íslandi. Það er skylda að bragða á humar þegar komið er á Höfn og af nógu að taka þar sem hver einasti veitingastaður í bænum býður upp á gómsæta humarrétti.

Gestastofa og upplýsingamiðstöð Vatnajökulsþjógarðs á Höfn er í Gömlubúð, vetraropnunartími er alla daga frá kl 9-17.

Skaftafellsstofa er upplýsinga- og fræðslumiðstöð Vatnajökulsþjóðgarðs í Skaftafelli, opnunartími í október er 9-18 alla daga, í nóvember og desember kl 10-18 alla daga.

Söfn/sögustaðir/sýningar

 • Á Hala í Suðursveit má fræðast um rithöfundinn Þórberg Þórðarson, ævi hans og ritverk.
 • Á Höfn er náttúrustígur sem liggur meðfram sjónum þar sem hægt er að fræðast um sólkerfið á 2,8 km löngum malbikuðum göngustíg.
 • Í Gömlubúð á Höfn er hægt að fræðast um fuglalíf enda er Hornafjörður einn helsti viðkomustaður farfugla á Íslandi. Einnig er ítarlega fjallað um loftslagsbreytingar og hvaða áhrif þær muni hafa á líf okkar í framtíðinni.
 • Tvær myndlistarsýningningar eru í Svavarssafni á Höfn.

Útivist – opin áhugaverð svæði

 • Margar gönguleiðir er að finna í nágrenni Hafnar. Hægt er að nálgast gönguleiðakort á upplýsingamiðstöðinni í Gömlubúð.

Afþreying

 • Frisbígolf við tjaldsvæðið.
 • Innanhússfótbolti í Bárunni utan fastra æfingatíma.
 • Mótorkrossbraut.
 • Mörg afþreyingarfyrirtæki bjóða upp á ferðir í nágrenni Hafnar t.d. jöklagöngur, jeppaferðir á jökul og Lónsöræfi, snjósleðaferðir, íshellaferðir, ísklifur, kayaksiglingar á jökullónum auk bátsferða á Fjallsárlón og Jökulsárlón. Framboð ferða fer eftir árstíð.
 • Silfurnesvöllur á Höfn er 9 holu golfvöllur. Einstök jöklasýn er frá vellinum.
 • Ærslabelgur á íþróttasvæðinu.

Sund

 • Sundlaugin  á Höfn er með 25x8,5 metra sundlaug, vaðlaug fyrir börnin, tveir heitir pottar, gufubað, ískar og þrjár mismunandi rennibrautir.
 • Í Hoffelli eru heitar náttúrulaugar og einstakt útivistar- og göngusvæði í grennd.

Veitingar

      Veitingahús

Í humarbænum Höfn má finna marga góða veitingastaði og allir bjóða þeir m.a. upp á humarrétti. Veitingastaðirnir leggja flestir mikla áherslu á að bjóða upp á mat úr héraði.

 • Humarhöfnin – sérhæfir sig í humarréttum, auk annarra rétta
 • Pakkhúsið – humarréttir, sjávarréttir og margt fleira
 • Ósinn – hornfirskur humar auk kjöt-, fisk-, og grænmetisrétta
 • KaffiHornið – barnamatseðill, humarsamloka, steikarloka, steikur o.fl.
 • Íshúsið pizzeria – bjóða upp á pizzur af öllum gerðum
 • Z-Bistro – morgunverður, humarsalat og ýmsir réttir
 • Hafnarbúðin diner – skyndibiti, morgunverður, humarlokur o.fl.
 • Otto – þar eru t.d. bakaðir himneskir snúðar sem allir verða að prufa

Gisting

 • Gistimöguleikar eru fjölbreyttir: hótel, gistiheimili, farfuglaheimili og tjaldsvæði.

Fjölskyldutilboð í vetrarfríinu

Brunnhóll - http://brunnholl.is/

 • þegar gist er á Brunnhóli, fær fjölskyldan frían Jöklaís (tvær kúlur á mann).

Glacier jeeps – Ice & Adventure - http://www.glacierjeeps.is/

 • Bjóðum fjölskyldum í skólafríi 20% afslátt af ferðunum okkar í mars.  

 

Skoða fleiri viðburði

Viðburðadagatal

Suðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Suðurlandi eru allmargir þéttbýlisstaðir, hver með sínu sniði og sjarma og allir bjóða upp á einhverskonar afþreyingu. Selfoss er þeirra stærstur og þar má finna ýmsar verslanir, þjónustu og marga veitinga- og skyndibitastaði. Flestir bæir eru í alfaraleið og því bæði hentugt og skemmtilegt að eiga þar viðdvöl.

Skoða meira

Map Höfn Kirkjubæjarklaustur Vík Vestmannaeyjar Hvolsvöllur Flúðir Laugarvatn Reykholt Laugarás Borg Brautarholt Hveragerði Árnes Selfoss Hella Stokkseyri Eyrarbakki Þykkvibær Þórlákshöfn