LTG European Awards 2018: Outdoor activity destination of the year: South Iceland
Vestfirðir Vesturland Norðurland Austurland Suðurland Reykjanes Höfuðborgarsvæðið
Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)
16. nóvember - 26. apríl

Tilvist og Thoreau

Upplýsingar um verð

Aðgangur er ókeypis

Á þessari sýningu má sjá hvernig myndlistarmennirnir Hildur Hákonardóttir og Eva Bjarnadóttir og tónskáldið Elín Gunnlaugsdóttir vinna með hugmyndafræði H.D. Thoreau sem kynnt er í bókinni Walden: Lífið í skóginum. Bókin byggir á hans eigin reynslu þegar hann yfirgaf siðmenningu borgarsamfélagsins og flutti einn inn í skóg við  bakka Walden-tjarnarinnar í Massachusetts-fylki Bandaríkjanna. Hildur, Elín og Eva, konur þriggja kynslóða, hafa hver fyrir sig unnið verk sem eiga uppsprettu sína í áðurnefndri bók og í sýningarstjórn Ingu Jónsdóttur mynda verkin eina innsetningu sem vekur  hugrenningar og tengsl við viðfangsefni sem erindi eiga við samtímann.

Bókin hefur verið mörgum innblástur og uppspretta nýrra hugmynda allt frá því hún kom fyrst út árið 1854, en hugmyndafræði henna á ekki síður við nú. Það er því forvitnilegt að sjá listrænar úrvinnslur Hildar, Elínar og Evu úr uppsprettu sem sótt er aldir aftur í tímann. Þær vinna með textíl, hljóð, efni úr náttúrunni og fundna hluti, félagslegt samhengi mannsins og brúa bil listforma og hugmynda þar sem saman blandast alvara og húmor.

Hildur Hákonardóttir á að baki langan og farsælan feril í myndlist en er einnig þekkt fyrir störf í þágu kvenréttinda, sem og ritun og ræktun. Um tíma var hún skólastjóri Myndlista- og handíðaskóla Íslands og undir hennar stjórn steig Listasafn Árnesinga líka sín fyrstu skref sem sjálfstæð stofnun. Elín Gunnlaugsdóttir er aðjúnkt í tónsmíðum og fræðum við Listaháskóla Íslands. Hún hefur getið sér gott orð fyrir tónsmíðar, ekki síst ný verk fyrir börn og verk hennar hafa verið gefin út og flutt bæði hér heima sem erlendis. Eva, sem lauk listnámi í Hollandi 2016 er að feta sig áfram á vettvangi sýninga. Hún hefur einkum fengist við gjörninga og innsetningar og hélt nýverið sína fyrstu einkasýningu í Midpunkt í Kópavogi. Allar eru þær með sterk tengsl við Suðurland, Hildur bjó um árabil í Ölfusinu, Elín er búsett á Selfossi og Eva er búsett í Öræfum og hlaut menningarverðlaun Hornafjarðar 2018.

Skoða fleiri viðburði

Viðburðadagatal

Suðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Suðurlandi eru allmargir þéttbýlisstaðir, hver með sínu sniði og sjarma og allir bjóða upp á einhverskonar afþreyingu. Selfoss er þeirra stærstur og þar má finna ýmsar verslanir, þjónustu og marga veitinga- og skyndibitastaði. Flestir bæir eru í alfaraleið og því bæði hentugt og skemmtilegt að eiga þar viðdvöl.

Skoða meira

Map Höfn Kirkjubæjarklaustur Vík Vestmannaeyjar Hvolsvöllur Flúðir Laugarvatn Reykholt Laugarás Borg Brautarholt Hveragerði Árnes Selfoss Hella Stokkseyri Eyrarbakki Þykkvibær Þórlákshöfn