Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)
6.-27. júní

Sumarlestur bókasafns Árborgar, Selfossi

Upplýsingar um verð

Ókeypis

Sumarlestur 2019

Skráning í sumarlestur er hafin. Sendið póst á netfangið afgreidsla@arborg.is með upplýsingum um nafn, kennitölu og heimilisfang barns ásamt upplýsingum um netfang og símanúmer foreldra/forráðamanns. Einnig liggja þátttökublöð í afgreiðslu bókasafnsins.

Sumarlestur hefur verið haldinn í júní á hverju ári, frá árinu 1993, í Bókasafni Árborgar á Selfossi. Sumarlestur er ókeypis lestrarhvetjandi námskeið fyrir krakka í 2. – 5. bekk þau mega vera yngri eða eldri en viðmiðið er að þau séu orðin stautfær í lestri.

Tveir hópar hafa verið í sumarlestri og hittast þeir einu sinni í viku þar sem börnin fá ýmist fræðslu eða skemmtun. Í hverri viku er dregið úr happdrætti þar sem börnin fá skemmtilega vinninga.
Sumarlesturinn endar með miklu fjöri í ratleik þar sem krakkarnir leita að vísbendingum og leysa þrautir.
Markmið sumarlestrar er að viðhalda lestrarhæfni barna yfir sumartímann, örva áhuga þeirra á lestri skemmtilegra bóka og tengja heimsókn á bókasafn við skemmtilegheit í huga barnanna.

Í sumar er þemað Risaeðlur
Sumarlesturinn hefst fimmtudaginn 6. júni k. 13:00 og þá mæta allir sem ætla að taka þátt í sumarlestrinum en síðan verður börnunum skipt upp í hópa fyrir og eftir hádegi eftir því hvað hentar. Fyrri hópurinn frá klukkan 11:00-12:00 og seinni hópurinn frá klukkan 13:00-14:00. Sumarlesturinn er alla fimmtudaga í júní frá og með 6. júní. 
Skráning í sumarlestur er nauðsynleg.

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest í sumarlestri bókasafnsins í júní!

Skoða fleiri viðburði

Viðburðadagatal
GPS punktar
N63° 56' 13.773" W21° 0' 7.479"
Staðsetning
Bókasafn Árborgar Selfossi, Austurvegur, Selfoss

Suðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Suðurlandi eru allmargir þéttbýlisstaðir, hver með sínu sniði og sjarma og allir bjóða upp á einhverskonar afþreyingu. Selfoss er þeirra stærstur og þar má finna ýmsar verslanir, þjónustu og marga veitinga- og skyndibitastaði. Flestir bæir eru í alfaraleið og því bæði hentugt og skemmtilegt að eiga þar viðdvöl.

Skoða meira

Map Höfn Kirkjubæjarklaustur Vík Vestmannaeyjar Hvolsvöllur Flúðir Laugarvatn Reykholt Laugarás Borg Brautarholt Hveragerði Árnes Selfoss Hella Stokkseyri Eyrarbakki Þykkvibær Þórlákshöfn