Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)
10. nóvember

Söngur og sagnir á Suðurlandi

Tónleika- og sagnastund verður í Skálholtskirkju sunnudaginn 10. nóvember kl. 16.  Tónlistarflutning annast Björg Þórhallsdóttir sópran, Elísabet Waage hörpuleikari, Gunnar Kvaran sellóleikari og Hilmar Örn Agnarsson organisti sem leikur á harmóníum. Sérstakur gestur tónleikanna er Eyjólfur Eyjólfsson tenór og langspilsleikari.

 

Á efnisskránni eru íslensk þjóðlög og sönglög, trúarljóð og þekktar perlur tónbókmenntanna ásamt íhugunum flytjenda um tengsl tónlistar við trú okkar og sögu.

Aðgangur er ókeypis og allir eru hjartanlega velkomnir.

Þetta eru lokatónleikar í tónleikaröðinni „Söngur og sagnir á Suðurlandi" sem styrkt af Uppbyggingarsjóði Suðurlands.

Skoða fleiri viðburði

Viðburðadagatal

Suðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Suðurlandi eru allmargir þéttbýlisstaðir, hver með sínu sniði og sjarma og allir bjóða upp á einhverskonar afþreyingu. Selfoss er þeirra stærstur og þar má finna ýmsar verslanir, þjónustu og marga veitinga- og skyndibitastaði. Flestir bæir eru í alfaraleið og því bæði hentugt og skemmtilegt að eiga þar viðdvöl.

Skoða meira

Map Höfn Kirkjubæjarklaustur Vík Vestmannaeyjar Hvolsvöllur Flúðir Laugarvatn Reykholt Laugarás Borg Brautarholt Hveragerði Árnes Selfoss Hella Stokkseyri Eyrarbakki Þykkvibær Þórlákshöfn