LTG European Awards 2018: Outdoor activity destination of the year: South Iceland
Vestfirðir Vesturland Norðurland Austurland Suðurland Reykjanes Höfuðborgarsvæðið
Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)
15. september

Söngur og sagnir á Suðurlandi

Tónleikar og sagnastund verður í Oddakirkju á Rangárvöllum sunnudaginn 15. september kl. 17.

Tónlistarflutning annast Björg Þórhallsdóttir sópran, Elísabet Waage harpa, Gunnar Kvaran selló og Hilmar Örn Agnarsson organisti sem leikur á harmóníum. Þau flytja blandaða dagskrá af íslenskum sönglögum, trúarljóðum og þekktum perlum tónbókmenntanna eftir Sigvalda Kaldalóns, Báru Grímsdóttur, A. Pärt, F. Schubert, C. Frank, A. Vivaldi, P. Mascagni o.fl. Hópurinn hefur átt farsælt samstarf um árabil og nú síðast í Strandarkirkju í Selvogi í ágúst sl. Á tónleikunum kemur einnig fram Kirkjukór Odda- og Þykkvabæjarkirkna undir stjórn Guðjóns Halldórs Óskarssonar og sóknarpresturinn sr. Elína Hrund Kristjánsdóttir fer með bænir og blessunarorð.

Tónleikarnir eru hluti af tónleikaröð hópsins á Suðurlandi og eru styrktir af Samtökum sunnlennskra sveitarfélaga. Aðgangur er ókeypis.

Skoða fleiri viðburði

Viðburðadagatal
GPS punktar
N63° 46' 36.038" W20° 23' 13.397"
Staðsetning
Oddakirkja

Suðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Suðurlandi eru allmargir þéttbýlisstaðir, hver með sínu sniði og sjarma og allir bjóða upp á einhverskonar afþreyingu. Selfoss er þeirra stærstur og þar má finna ýmsar verslanir, þjónustu og marga veitinga- og skyndibitastaði. Flestir bæir eru í alfaraleið og því bæði hentugt og skemmtilegt að eiga þar viðdvöl.

Skoða meira

Map Höfn Kirkjubæjarklaustur Vík Vestmannaeyjar Hvolsvöllur Flúðir Laugarvatn Reykholt Laugarás Borg Brautarholt Hveragerði Árnes Selfoss Hella Stokkseyri Eyrarbakki Þykkvibær Þórlákshöfn