Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)
31. ágúst

KIA Gullhringurinn

Hjólaðu í náttúrunni við Laugarvatn

KIA Gullhringurinn er umfangsmesta og ein vinsælasta og skemmtilegasta hjólreiðakeppni landsins. Keppnin er haldin á Laugarvatni ár hvert og hjólað um margar þekktustu náttúruperlur Íslands um leið og hjólað er um þekktustu söguslóðir þjóðarinnar, Skálholt, Bræðratungu svo ekki sé nú minnst á Þingvelli.

Allir hjóla - Allir vinna - Allir velkomnir!

Mottó KIA Gullhringsins er “Allir hjóla, allir vinna og allir velkomnir” og er hægt að velja sér vegalengd eftir getu hvers og eins úr þremur mismunandi keppnisstigum. Allt þekktasta hjólreiðafólk landsins hefur hjólað KIA Gullhringinn og það sem skemmtilegra er að nýliðar í sportinu hafa notað KIA Gullhringinn sem fyrstu keppnina sína og þannig formlega innkomu sína í sportið. Mundu #kiagull.

Hvenær er keppnin

Opnað verður fyrir skráningu í KIA Gullhringinn fimmtudaginn 21. mars 2019 komandi klukkan 12:00. Fjölda takmarkanir hafa verið settar á mótið í ár og verða ekki fleira en 500 keppendur skráðir til leiks. KIA eigendur fá að skrá sig frá og með 19. mars en þeim er bent á að fylgjast með Facebook síðu KIA á Íslandi með nánari leiðbeiningar. Keppnin verður svo haldin 31. ágúst 2019.

Keppnin var stofnuð árið 2012 og hefur verið haldin um sumar ár hvert síðan og safnast keppendur saman á Laugarvatni yfir daginn og eiga skemmtilegan dag. Ræsing keppninnar er kl 16:00 í samráði við Vegagerðina og Lögreglu. Kl 15:45 hjóla keppendur að Menntaskólanum á Laugarvatni þar sem haldinn er brautarfundur þar sem farið er yfir stöðu brautar og hvað ber að hafa í huga og hugsanlega varast. Í framhaldi af því eru keppendur í öllum stigunum ræstir með stuttu millibili frá kl 16:00.

Skoða fleiri viðburði

Viðburðadagatal
GPS punktar
N64° 13' 3.814" W20° 43' 55.467"
Staðsetning
Laugarvatn

Suðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Suðurlandi eru allmargir þéttbýlisstaðir, hver með sínu sniði og sjarma og allir bjóða upp á einhverskonar afþreyingu. Selfoss er þeirra stærstur og þar má finna ýmsar verslanir, þjónustu og marga veitinga- og skyndibitastaði. Flestir bæir eru í alfaraleið og því bæði hentugt og skemmtilegt að eiga þar viðdvöl.

Skoða meira

Map Höfn Kirkjubæjarklaustur Vík Vestmannaeyjar Hvolsvöllur Flúðir Laugarvatn Reykholt Laugarás Borg Brautarholt Hveragerði Árnes Selfoss Hella Stokkseyri Eyrarbakki Þykkvibær Þórlákshöfn