Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)
6.- 7. september

Hengill Ultra Trail

Hvað er Hengill Ultra?

Hengillinn

Hæð yfir sjávarmáli: 803 metrar

Skrá: Virk eldstöð á suðvestur Íslandi

Staðsetning: 64°11′N 21°20′W

Hengill er svipmikið móbergsfjall í grennd við Reykjavík

Þjóðsagan segir að Jóra í Jórukleif, tröllskessa mikil sem fór víða um Suðurland, hafi eina nótt, úrill í skapi, étið topinn á Henglinum og á það að skýra rofið sem er í toppi fjallgarðsins.

Hengill Ultra Trail verður nú haldin áttunda árið í röð þann 6-7. september næstkomandi. Eins og í fyrra verður hlaupið í 5KM, 10KM, 25KM, 50KM og 100KM sem er lengsta utanvega hlaup á Íslandi. Í ár verður í fyrsta sinn boðið upp á 100KM liðakeppni sem er skipt upp þannig að fjórir keppendur hlaupa 25KM hringinn, þannig gildir samanlagður tími þeirra í liðakeppni en að sjálfsögðu virkar tíminn þeirra líka sem einstaklings tími.

Í ár verður það tímataka.net sem sinnir tímatöku og er það von skipuleggjenda að það muni bæta þjónustu við keppendur. Fleiri millitímar og örari uppfærslur þannig að keppendur og fylgjendur þeirra geti fylgst betur með því hvað er í gangi í brautinni. Einnig er þessi viðbót hluti af öryggi og eftirliti með keppendum.

Byrjunarreitur allra vegalengda og mótsstjórn verður við Skyrgerðina veitingastað og gistiheimili í hjarta Hveragerðis. Styttri vegalengdirnar eru í kringum Hveragerði og upp að Hamrinum sem er gríðarlega fallegur hraunhamar yfir bænum. 25KM vegalengdin er upp Reykjadalinn upp að Ölkelduhnjúk og í kringum hann. Vegleg drykkjastöð verður á Ölkelduhálsi. 50KM hlauparar hlaupa hinsvegar áfram inn að Hengli, yfir fjallgarðinn, niður Sleggjubeinsskarð þar sem er salerni og vel útbúin drykkjarstöð og þaðan til baka. Þeir sem hlaupa 100KM hlaupa svo þá leið tvisvar. Útsýnið frá Hengli er algjörlega einstakt og er þessi hlaupaleið ein sú fallegasta sem hægt er að finna á Íslandi. Sjáðu nánar um hlaupin hér.

Gjafapoki með óvæntum glaðningum frá samstarfsaðilum er innifalinn í skráningu fyrir alla þá sem skrá sig fyrir miðnætti 3. september. Eftir það verður ekki hægt að skrá sig til leiks nema í 5KM og 10 KM. Allir þeir sem hlaupa 50KM og 100KM fá sérstakan „finisher“ fatnað merktan þessum merkilega áfanga.

Hengill Ultra er síðasta stóra hlaup sumarsins og má því segja að þetta verði sannkölluð uppskeruhátíð íslenskra 

Skráning á hengillultra.is 

Skoða fleiri viðburði

Viðburðadagatal
GPS punktar
N64° 0' 23.237" W21° 11' 18.626"

Suðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Suðurlandi eru allmargir þéttbýlisstaðir, hver með sínu sniði og sjarma og allir bjóða upp á einhverskonar afþreyingu. Selfoss er þeirra stærstur og þar má finna ýmsar verslanir, þjónustu og marga veitinga- og skyndibitastaði. Flestir bæir eru í alfaraleið og því bæði hentugt og skemmtilegt að eiga þar viðdvöl.

Skoða meira

Map Höfn Kirkjubæjarklaustur Vík Vestmannaeyjar Hvolsvöllur Flúðir Laugarvatn Reykholt Laugarás Borg Brautarholt Hveragerði Árnes Selfoss Hella Stokkseyri Eyrarbakki Þykkvibær Þórlákshöfn