Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)
13.-18. nóvember

Haustfrí fjölskyldunnar... við mælum með Suðurlandi!

Haustfrí fjölskyldunnar... við mælum með Suðurlandi!

Hefur fjölskyldan skellt sér saman í hellaferð eða á kajak? Suðurland býður upp á spennandi upplifun og fjölbreytta skemmtun fyrir alla fjölskylduna í haustfríinu. Úr mörgu er að velja í afþreyingu hvort sem það er gönguferð um opin svæði, sögustaði eða svartar fjörur, hestaferð með heimafólki, fræðsla í gróðurhúsi, hellaferðir eða heimsókn í sundlaugar á svæðinu. Söfnin eru fjölmörg og víða áhugaverðar sýningar í boði fyrir alla fjölskylduna.

Fjölbreytt úrval er af veitingum og gistingu á Suðurlandi. Góðir veitingastaðir eru um allt svæðið þar sem víða er lögð mikil áhersla á að bjóða afurðir af svæðinu og nýta matvæli úr heimabyggð. Gisting er fjölbreytt og auðvelt er að finna gistingu fyrir alla fjölskylduna s.s. íbúðir, gistihús, bændagisting, hótel o.fl.

Haust- og vetrarfrí fjölskyldunnar er verkefni sem Markaðsstofa Suðurlands fór af stað með haustið 2018 og er verkefnið unnið í samstarfi við faghóp sveitarfélaga um ferðamál á Suðurlandi. Markmið verkefnisins er að draga fram fjölbreytta möguleika sem fjölskyldan getur gert saman á Suðurlandi í haust- og vetrarfríum. Það þarf ekki alltaf að fara langar leiðir til þess að komast í skemmtilega afþreyingu eða magnaða upplifun.

Frábær skemmtun er í boði fyrir alla fjölskylduna og auðvelt er að finna fjölbreytta afþreyingu. Ferðaþjónustuaðilar verða með ýmis tilboð með sérstakri áherslu á fjölskylduna í haustfríinu, 17-29. október og 13.-18. nóvember.

Allar nánari upplýsingar má finna hér að neðan:

Ölfus

Hveragerði

Selfoss og nágrenni

Uppsveitir

Rangárþing Ytra

Rangárþing Eystra

Vík

Kirkjubæjarklaustur

Vestmannaeyjar

Hornafjörður

Skoða fleiri viðburði

Viðburðadagatal

Suðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Suðurlandi eru allmargir þéttbýlisstaðir, hver með sínu sniði og sjarma og allir bjóða upp á einhverskonar afþreyingu. Selfoss er þeirra stærstur og þar má finna ýmsar verslanir, þjónustu og marga veitinga- og skyndibitastaði. Flestir bæir eru í alfaraleið og því bæði hentugt og skemmtilegt að eiga þar viðdvöl.

Skoða meira

Map Höfn Kirkjubæjarklaustur Vík Vestmannaeyjar Hvolsvöllur Flúðir Laugarvatn Reykholt Laugarás Borg Brautarholt Hveragerði Árnes Selfoss Hella Stokkseyri Eyrarbakki Þykkvibær Þórlákshöfn