LTG European Awards 2018: Outdoor activity destination of the year: South Iceland
Vestfirðir Vesturland Norðurland Austurland Suðurland Reykjanes Höfuðborgarsvæðið
Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)
5. júní kl. 12:00-18:30

Göngum saman í Þórsmörk

Upplýsingar um verð

5000

Laugardaginn 05. júní 2021 verður haldinn styrktar- og gönguviðburðurinn GÖNGUM SAMAN Í ÞÓRSMÖRK. Viðburðurinn fer þannig fram að hópur fólks sem lætur sig málefnið varða hittist í Húsadal í Þórsmörk með það að markmiði að ganga gönguleiðina Þórsgötu sem liggur um 20 kílómetra leið umhverfis Þórsmörk. Þátttakendur styrkja þannig verðugt málefni og sýna með því samstöðu öllum þeim sem tekist hafa á við brjóstakrabbamein eða þurft að lifa með afleiðingum þess.

Boðið verður upp á tvær útgáfur gönguferða af mismunandi lengd og erfiðleika en einnig verður hægt að stytta eða lengja hvorn hluta eins og aðstæður og form leyfa. Hver og einn á því að finna sér hentuga leið til að ganga þessa stórbrotnu gönguleið í Þórsmörk.

Boðið verður upp á varðeld, brekkusöng og skemmtilega dagskrá og fyrir þá sem vilja gista.

Göngustjóri og leiðsögumenn leiða hópinn áfram og gefa góð ráð sem nýtast vel við gönguna.

Skráningargjald í viðburðinn rennur óskipt til Styrktarfélagsins Göngum Saman.

Dagskrá

Lau 05. júní

07:00 Rúta leggur af stað frá BSÍ fyrir þá sem koma í dagsferð

08:00 Morgunjóga með útsýni yfir Þórsmörk

10:00 Lagt af stað og genginn fyrri hluti Þórsgötu

17:00 Fordrykkur og nasl í Húsadal

18:30 Rúta leggur af stað

19:30 Grillveisla

21:00 Varðeldur og brekkusöngur

Nánari upplýsingar um viðburðinn má finna á vefsíðu okkar 

https://volcanotrails.is/boka/ferdir-vidburdir/gongum-saman/

 

Skoða fleiri viðburði

Viðburðadagatal
GPS punktar
N63° 41' 27.728" W19° 32' 25.796"
Staðsetning
Húsadalur
Sími

Suðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Suðurlandi eru allmargir þéttbýlisstaðir, hver með sínu sniði og sjarma og allir bjóða upp á einhverskonar afþreyingu. Selfoss er þeirra stærstur og þar má finna ýmsar verslanir, þjónustu og marga veitinga- og skyndibitastaði. Flestir bæir eru í alfaraleið og því bæði hentugt og skemmtilegt að eiga þar viðdvöl.

Skoða meira

Map Höfn Kirkjubæjarklaustur Vík Vestmannaeyjar Hvolsvöllur Flúðir Laugarvatn Reykholt Laugarás Borg Brautarholt Hveragerði Árnes Selfoss Hella Stokkseyri Eyrarbakki Þykkvibær Þórlákshöfn