Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)
1.- 2. ágúst

Gönguhelgi á hálendinu-Lakagígar-fræðsludagskrá VJP

Upplýsingar um verð

Ókeypis

Í sumar bíður Vatnajökulsþjóðgarður upp á gönguhelgar á hálendinu með landverði.

Lakagígar eru í 1 1/2-2 klst. aksturfjarlægð frá Kirkjubæjarklaustri.
Vegurinn er fær flestum fjórhjóladrifsbílum. Óbrúaðar ár eru á leiðinni sem geta vaxið í rigningartíð.

Laugardagurinn 1. ágúst: Kambahringur. Gengið frá bílastæðinu við Lambavatn. meðfram Kambavatni að austan og upp á Kampa. Þar er gengið niður og meðfram Kömbum að norðan í austurátt, Við enda fjallsins er beygt í suður að Kambavatni og sama leið gengin frá Kambavatni að bílastæðinu.
Vegalengdinn er um það bil 11 km. Gangan tekur 4-5 klukkustundir. Lagt verður af stað klukkan 11.

Sunnudagurinn 2. ágúst: Snagahringur. Gengið frá bílastæðinu milli Tjarnargíg og Varmár. Gengið er með fram Skaftárgljúfrum og í átt að Kömbum og loks niður Úlfarsdalssker.
Vegalengdin er um það bil 11 km. Gangan tekur um 5-6 klukkustundir. Lagt verður af stað klukkan 10.

Skoða fleiri viðburði

Viðburðadagatal
GPS punktar
N64° 4' 14.406" W18° 14' 16.090"
Staðsetning
Lakagígar
Sími

Suðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Suðurlandi eru allmargir þéttbýlisstaðir, hver með sínu sniði og sjarma og allir bjóða upp á einhverskonar afþreyingu. Selfoss er þeirra stærstur og þar má finna ýmsar verslanir, þjónustu og marga veitinga- og skyndibitastaði. Flestir bæir eru í alfaraleið og því bæði hentugt og skemmtilegt að eiga þar viðdvöl.

Skoða meira

Map Höfn Kirkjubæjarklaustur Vík Vestmannaeyjar Hvolsvöllur Flúðir Laugarvatn Reykholt Laugarás Borg Brautarholt Hveragerði Árnes Selfoss Hella Stokkseyri Eyrarbakki Þykkvibær Þórlákshöfn