Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)
16. febrúar

Glæpir og góðverk Frumsýning

Um þessar mundir fagnar Leikfélag Selfoss 60 ára afmæli og stendur félagið fyrir afar glæsilegri dagskrá á afmælisárinu. Stífar æfingar standa nú yfir á aðalsýningu leikársins sem er fjölskyldugamanverkið Glæpir og góðverk í leikgerð Sigrúnar Valbergsdóttur, byggt á leikriti Anton Delmar.
Verkið segir frá þremur hjartagóðum systrum sem erfa húsnæði eftir bróður sinn.
Systurnar þrjár þrá aðeins það eitt að hjálpa náunganum með smá aðstoð frá almættinu. Skiptir þá engu hver sá náungi er og koma þær sér þannig jafnan í spaugilegar aðstæður. Einn af þeim er Breki Brjánn Búason eða Breyskur, fyrrverandi fangi sem systurnar skjóta skjólshúsi yfir eftir að hann losnar úr tugthúsinu og vinna svo að því hörðum höndum að koma honum á rétta braut í lífinu. Með góðum vilja og náungakærleik má ná mjög langt og það á svo sannarlega við um systurnar þrjár sem ekkert bágt mega sjá án þess að rétta hjálparhönd.
Leikstjóri sýningarinnar er Sigrún Valbergsdóttir en hún leikstýrði einnig verkinu Bróðir minn ljónshjarta sem Leikfélag Selfoss setti upp árið 2014. Sigrún hefur gríðarlega reynslu sem leikstjóri og hefur leikstýrt yfir 50 leiksýningum ásamt því að skrifa og þýða mikinn fjölda verka. Leikarar í sýningunni eru tólf talsins auk baktjaldarsérfræðinga sem eru leikmyndahöfundar og smiðir, tónlistarfólk, leikmuna- og búningahönnuðir, ljósahönnuður o.fl. Frumsýning verður 16. febrúar og vill Leikfélag Selfoss hvetja alla Sunnlendinga svo og
landsmenn alla að drífa sig á afar skemmtilega fjölskyldusýningu sem höfðar til allra aldurshópa.
Einnig minnum við á Snapchat leikfélagsins sem heitir „leik-selfoss“ þar sem hægt er að fylgjast með æfingarferlinu og skyggnast á bakvið tjöldin

Skoða fleiri viðburði

Viðburðadagatal

Suðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Suðurlandi eru allmargir þéttbýlisstaðir, hver með sínu sniði og sjarma og allir bjóða upp á einhverskonar afþreyingu. Selfoss er þeirra stærstur og þar má finna ýmsar verslanir, þjónustu og marga veitinga- og skyndibitastaði. Flestir bæir eru í alfaraleið og því bæði hentugt og skemmtilegt að eiga þar viðdvöl.

Skoða meira

Map Höfn Kirkjubæjarklaustur Vík Vestmannaeyjar Hvolsvöllur Flúðir Laugarvatn Reykholt Laugarás Borg Brautarholt Hveragerði Árnes Selfoss Hella Stokkseyri Eyrarbakki Þykkvibær Þórlákshöfn