Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)
9. nóvember kl. 21:00-23:30

GG Blús - Tónleikar í Skyrgerðinni

GG blús er rokkaður blúsdúett frá Álftanesi, mannaður tveimur Guðmundum á gítar, trommur og söng. Þeir nafnar hafa marga fjöruna sopið. Guðm. Jónsson var t.d. í Sálinni hans Jóns míns og Vestanáttinni og Guðm. Gunnlaugsson spilaði með Centaur, Sixties og fleirum.

Þeir félagar gáfu nýverið út sína fyrstu plötu; Punch. Hún inniheldur sjö frumsamin lög og þrjár ábreiður þar sem frasaskotin gítarvinna tekst á við óhaminn trommusláttinn og grípandi sönglínur fljóta yfir með tregafullum enskum textum, ásamt hljóðbrotum og þankagangi úr ýmsum áttum.

Tvímenningarnir hafa undanfarin misseri spilað hér og hvar, um borg og bý. Þeir komu meðal annars fram á Blúshátíð Reykjavíkur við góðan orðstír og spila núna í Skyrgerðinni í annað sinn.
Á tónleikunum mun GG blús leika jöfnum höndum ópusa af nýju plötunni sinni og vel valdar blús-rokk ábreiður genginna kynslóða.

Hér eru svo linkar á tónlist og fleira:

https://ggblus.bandcamp.com/releases
https://open.spotify.com/album/3jeW7oBD6PZHIu3iUnz3Kb?si=oePg8kpHQ1eGSqPmai8T_A
https://www.youtube.com/channel/UClTsaLJdqtbmeC9xBYGjMlw/

Skoða fleiri viðburði

Viðburðadagatal
GPS punktar
N64° 0' 4.818" W21° 11' 5.030"
Sími

Suðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Suðurlandi eru allmargir þéttbýlisstaðir, hver með sínu sniði og sjarma og allir bjóða upp á einhverskonar afþreyingu. Selfoss er þeirra stærstur og þar má finna ýmsar verslanir, þjónustu og marga veitinga- og skyndibitastaði. Flestir bæir eru í alfaraleið og því bæði hentugt og skemmtilegt að eiga þar viðdvöl.

Skoða meira

Map Höfn Kirkjubæjarklaustur Vík Vestmannaeyjar Hvolsvöllur Flúðir Laugarvatn Reykholt Laugarás Borg Brautarholt Hveragerði Árnes Selfoss Hella Stokkseyri Eyrarbakki Þykkvibær Þórlákshöfn