Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)
15. júní - 14. ágúst

Fræðsluganga: Heinaberg

Upplýsingar um verð

Frítt

Vatnajökulsþjóðgarður býður uppá létta göngu með landverði mánudaga, miðvikudaga og föstudag (á tímabilinu frá 15. júní til 14. Ágúst).

Ferðirnar hefjast klukkan 10:00, við afleggjarann að Heinabergsjökli. Þaðan er ekið að Heinabergslóni með einu stoppi á leiðinni. Gengið er frá bílastæði um stutta hringleið yfir jökulgarða að lónstæði Heinabergsjökuls. Gangan sjálf mun taka um klukkustund en heildartími ferðar mun verða um 2 tímar.

Athygli er vakin á því að gestir aka á eigin bifreið en malarvegurinn er ekki hentugur litlum fólksbílum.

Skoða fleiri viðburði

Viðburðadagatal
GPS punktar
N64° 18' 45.000" W15° 47' 31.000"
Staðsetning
Heinabergsjökull
Sími

Suðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Suðurlandi eru allmargir þéttbýlisstaðir, hver með sínu sniði og sjarma og allir bjóða upp á einhverskonar afþreyingu. Selfoss er þeirra stærstur og þar má finna ýmsar verslanir, þjónustu og marga veitinga- og skyndibitastaði. Flestir bæir eru í alfaraleið og því bæði hentugt og skemmtilegt að eiga þar viðdvöl.

Skoða meira

Map Höfn Kirkjubæjarklaustur Vík Vestmannaeyjar Hvolsvöllur Flúðir Laugarvatn Reykholt Laugarás Borg Brautarholt Hveragerði Árnes Selfoss Hella Stokkseyri Eyrarbakki Þykkvibær Þórlákshöfn