Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)
1.-22. nóvember

Bókakynnig - Ólafur B. Scram kynnir bók sína

Mergjaðar svaðilfarir og skemmtisögur
Ólafur B. Schram hefur verið leiðsögumaður í 25 ár og lent í ýmsum hremmingum og uppákomum á löngum ferli. Í bókinni Höpp og glöpp, sjálfshól og svaðilfarir tekur Ólafur saman ýmsar sögur frá ferlinum og óhætt að segja að þar kenni ýmissa grasa.

Það er venja að fylgja bókum úr hlaði og það hyggst Ólafur gera með því að pakka bókakössum í bílinn og tætast um landið. Þeim sem hafa áhuga á að kíkja á upplestur og kynningu geta fundið viðburðina á Facebook undir nafninu Höpp og glöpp, en Ólafur mun kíkja víða við á Suðurlandi. 

Kynningarnar verða á eftifarandi stöðum.

1. nóv. Útgáfupartý í Eymundsson Skólavörðustíg kl 17:00

2. nóv. Skyrgerðin kl 13:00

2. nóv. Eyrarbakki, Bakkahús kl. 16:00

3. nóv. Hótel Klaustur kl: 20:00

4. nóv. Hali súðursveit kl 16:00

4. nóv Hótel Höfn kl: 20:00

5. nóv. Hotel Staðarborg, Breiðdal kl: 20:00

13.nóv. NLFÍ kl: 20:00

15. nóv. Vellir við Pétursey kl 20:00

16. nóv. Hótel Selfoss kl 14:00

16. nóv. Hótel Örk kl:17:00

18. nóv. Árnes, Gnúpverjahr. kl:18:00

22. nóv. Fúðir, Gamla sundlaugin Kl. 20:00

Skoða fleiri viðburði

Viðburðadagatal

Suðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Suðurlandi eru allmargir þéttbýlisstaðir, hver með sínu sniði og sjarma og allir bjóða upp á einhverskonar afþreyingu. Selfoss er þeirra stærstur og þar má finna ýmsar verslanir, þjónustu og marga veitinga- og skyndibitastaði. Flestir bæir eru í alfaraleið og því bæði hentugt og skemmtilegt að eiga þar viðdvöl.

Skoða meira

Map Höfn Kirkjubæjarklaustur Vík Vestmannaeyjar Hvolsvöllur Flúðir Laugarvatn Reykholt Laugarás Borg Brautarholt Hveragerði Árnes Selfoss Hella Stokkseyri Eyrarbakki Þykkvibær Þórlákshöfn