Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)
5. október kl. 16:00

Bjórhátíð Ölverk

Bjórhátíðin verður haldinn laugardaginn 5.október í gróðurhúsi í Hveragerði (í næstu götu við Ölverk Pizza & Brugghús) og á þeim degi sem markar tvö ár síðan fyrsti Ölverk bjórinn var seldur.

Á hátíðinni mun gestum gefast tækifæri á því að smakka á hinum ýmsu vörutegundum frá frábærum framleiðendum víðsvegar af landinu.

Staðfestur listi framleiðenda (uppfærist reglulega  á facebook síðu Ölverks)
- Ægir Brugghús ( Reykjavík )
- Rvk Brewing ( Reykjavík )
- The Brothers Brewery ( Vestmanneyjar )
- Víking brugghús ( Akureyri )
- Húsavík Öl ( Húsavík )
- Ölverk brugghús ( Hveragerði )
- Malbygg ( Reykjavík )
- Jón Ríki ( Höfn )
- Og Natura ( Reykjavík )
- Ölvisholt brugghús ( Flóahrepp )
- Smiðjan brugghús ( Vík )
- Foss distillery ( Kópavogur )

- - - Dagskrá - - -

15.30-16:00. Afhending armbanda.
16:00 – 19:00. Framleiðendur gefa smakk af sínum vörum. Einungis fyrir armsbandsgesti.
19:00-19:30 - Tónlistaratriði frá Unni Birnu og Sigurgeir Skafta. Einungis fyrir armbandsgesti.
19:30 - 20:00. Leynigestur. Einungis fyrir armbandsgesti.
20:00-00:00. DJ Gunni Ewok og barsala. Opið öllum.


- - - Hagnýtar upplýsingar - - -

// Staðsetning //
Bjórhátíðin mun fara fram í gróðurhúsi hér í Hveragerði, staðsett fyrir aftan Ölverk Pizza&Brugghús , eða nánar tiltekið í Þelamörk 29.

// Miðaverð //
Aðgangseyrir á bjórhátíðina er 5400,- krónur.

// Miðasala //
Miðasala fer fram á tix.is.

// Aldurstakmark //
20 ára aldurstakmark er á bjórhátíðina og eru skilríki nauðsynleg.

// Afhending armbanda //
Dagana 30. september til 4. október verður hægt að nálgast armböndin gegn framvísun miða á Ölverk Pizza&Brugghúsi í Hveragerði.
Laugardaginn 5.október mun afhending armbanda fara fram við hátíðarsvæðið.

// Innifalið í miða //
Armband á skemmtilega bjórhátíð, sérmerkt bjórglas, happdrættisnúmer, smakk á vörum hinna ýmsu framleiðanda, sérvalin tónlistaratriði og tækifæri til þess að þess að eiga samtal við fólkið á bakvið vörurnar.

// Samgöngur //
Leið 51 með Strætó leggur af stað frá Mjóddinni til Hveragerði klukkan 15:15 og leggur hann af stað til baka í Mjóddina klukkan 22:38.

// Bílastæði //
Nóg verður af bílastæðum á malarplaninu á móti hátíðarsvæðinu.

// Veitingarsala //
Veitingarsala verður á hátíðarsvæðinu og með fjölbreyttu móti en pizzusölu á Ölverk lýkur klukkan 22:00.

// Veitingarsala //ar //
Spurningar og fyrirspurnir sendist á beerfestival@olverk.is.

Skoða fleiri viðburði

Viðburðadagatal

Suðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Suðurlandi eru allmargir þéttbýlisstaðir, hver með sínu sniði og sjarma og allir bjóða upp á einhverskonar afþreyingu. Selfoss er þeirra stærstur og þar má finna ýmsar verslanir, þjónustu og marga veitinga- og skyndibitastaði. Flestir bæir eru í alfaraleið og því bæði hentugt og skemmtilegt að eiga þar viðdvöl.

Skoða meira

Map Höfn Kirkjubæjarklaustur Vík Vestmannaeyjar Hvolsvöllur Flúðir Laugarvatn Reykholt Laugarás Borg Brautarholt Hveragerði Árnes Selfoss Hella Stokkseyri Eyrarbakki Þykkvibær Þórlákshöfn