Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)
1.-31. október

Ævintýraferð fjölskyldunnar á Suðurlandi í haustfríinu - Mýrdalshreppur

Suðurland býður upp á spennandi upplifun og ævintýralega skemmtun fyrir alla fjölskylduna í haustfríinu og auðvelt er að finna ævintýralega afþreyingu. Frábær skemmtun er í boði fyrir alla fjölskylduna og munu margir ferðaþjónustuaðilar verða með ýmis tilboð með sérstakri áherslu á fjölskylduna í haustfríinu. Hér eru nánari upplýsingar og hugmyndir af því sem fjölskyldan getur notið og gert saman á Suðurlandi. Ekki er spurning hvort, heldur hvert verður haldið í haustfríinu.

Mýrdalshreppur

Mýrdalhreppur bíður upp á miklar andstæður bæði í náttúru og litum. Þar eru svartar strendur, jöklar og grænar hlíðar. Það er ævintýralegt að heimsækja Mýrdalinn með fjölskyldunni sem dæmi með því að fara út í Dyrhólaey, í Reynisfjöru, upp í Hjörleifshöfða, inn í Þakgil eða upp að Sólheimajökli og sjá hvað jökullinn hefur hopað síðustu ár. Gæta þarf þess að hafa ávallt varann á sér því náttúran okkar er öflug.

12.-14. október er Regnbogahátíð í Mýrdalnum og mikið um listasýningar, viðburði og fleira.

Söfn/sögustaðir/sýningar fyrir fjölskylduna

 • Eyrarland - Gestastofa - 6 mín myndband, The Perfect circle, stórbrotin mynd um Ísland -  700 kr á mann og frítt kaffi/te innifalið - handverk úr héraði
 • Icelandic Lava show  - Nýr og spennandi afþreyingarkostur sem á engan sinn líkan um víða veröld.
 • Kötlusetur - Frí yfirlitsýning yfir náttúru, jarðfræði og dýrlíf á svæði Kötlu Jarðvangs. Menningar og upplýsingamiðstöð svæðisins. Handverk úr héraði. www.kotlusetur.is
 • Skaftfellingur  - Hýsir 100 ára gamlan eikarbátinn Skaftfelling, sýning um 112 skipaströnd í Vestur-Skaftafellsýslu á árunum. 20 mín myndband um sjósókn og samgöngur í V-Skaftafellsýslu.  Frítt fyrir börn yngri en 12 ára. www.facebook.com/skaftfellingurmuseum/
 • Zipline Iceland - Skemmtileg og fræðandi gönguferð og 2-3 zipline brautir. Afþreying fyrir alla fjölskylduna. Aldurstakmark 8 ára. www.zipline.is 

Útivist og gönguferðir

 • Reynisfjall - Gönguferð á bæjarfallið Reynisfjall er mjög vinsæl leið bæði innfæddra og erlendra. Styttri útgáfa er 2km upp að svokallaðri Lóransstöð(1-2 tímar) og lengri er í kringum allt fjallið eða 6 km(3-4 tímar). Magnað útsýni til allra átta.
 • Hjörleifshöfði - Þar sem Hjörleifur fósturbróðir Ingólfs Arnarssonar landnámsmanns  er sagður vera grafin í Hjörleifshaugnum. 4 km ganga upp á Hjörleifshöfða er mjög einföld og skemmtileg göngu leið með stórbrotnu útsýni. Fyrir framan höfðann má finna helli.
 • Víkurfjara/Reynisfjara - Fjöruferð í Víkurfjöru eða Reynisfjöru

Sund

 • Sundlaugin í Vík -  er opin frá 13:30-19:00 virka daga og um helgar frá 10:00 -17:00
 • Í boði er 25 metra laug, heitur pottur, ísbað, barnalaug, barna rennibraut og gufubað.

Golf völlur

 • 9 holu golfvöllur í Vík

Veitingar

 • Lava Café - Kaffihús í verslunarmiðstöðinni Icewear Magasín. Þar er boðið upp á smoothies, samlokur, súpur, smákökur ofl.
 • Halldórskaffi - Pizzur, hamborgarar, fjölbreyttur matseðill, eitthvað fyrir alla.
 • Ice Cave  - Veitingastaður í verslunarmistöðinni Icewear Magasín. Fjölbreytt úrval af mat.
 • Smiðjan Brugghús - Hamborgar fyrir alla fjölskylduna og svínarif.
 • Súpufélagið - Allskonar súpur og panini
 • Suður-Vík - Pizzur, Fjölbreyttur matseðill, eitthvað fyrir alla.
 • Svarta fjaran - Reynisfjöru - Fjölbreyttur matseðill, eitthvað fyrir alla.
 • Víkurskáli -Grillið - Gamla góða veganestið!
 • Fagradalsbleikja og Lindarfiskur eru úrvals fyrirtæki sem rækta bleikju í hæðsta gæðaflokki.
 • Hægt að fá bleikju á Halldórskaffi, Suður-Vík og Ice Cave.
 • Fáðu þér Fossís í eftirrétt! Ís sem er búinn til í héraði - fæst á nánast öllum stöðum.

Önnur afþreying

 • Vík Horse Adventure - hestaferðir
 • Arcanum, Icelandic Mountainguides, Tröllaferðir - jöklagöngur 
 • Katlatrack, Mountain Exursion - jeppaferðir
 • Íshellir í Kötlujökli 
 • Fjórhjólaferðir og sleðaferðir 

Gisting

Yfir 1400 gistirými eru í Mýrdalshreppi, því eru gistimöguleikar mjög fjölbreyttir, hótel, gistiheimili, farfuglaheimili og tjaldsvæði. Finndu þína gistingu á www.visitvik.is

Tilboð hjá ferðaþjónustuaðilum fyrir fjölskylduna í vetrarfríinu:

Icelandic Lava show - Afsláttakóði í haustfríinu: 20OFF

Zipline Iceland - Hægt er að bóka á www.zipline.is  Afsláttakóði: HAUST2018 gildir út október.

Hlökkum til að sjá þig í Mýrdalnum!

Skoða fleiri viðburði

Viðburðadagatal
GPS punktar
N63° 25' 7.073" W19° 0' 21.772"
Staðsetning
Vík

Suðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Suðurlandi eru allmargir þéttbýlisstaðir, hver með sínu sniði og sjarma og allir bjóða upp á einhverskonar afþreyingu. Selfoss er þeirra stærstur og þar má finna ýmsar verslanir, þjónustu og marga veitinga- og skyndibitastaði. Flestir bæir eru í alfaraleið og því bæði hentugt og skemmtilegt að eiga þar viðdvöl.

Skoða meira

Map Höfn Kirkjubæjarklaustur Vík Vestmannaeyjar Hvolsvöllur Flúðir Laugarvatn Reykholt Laugarás Borg Brautarholt Hveragerði Árnes Selfoss Hella Stokkseyri Eyrarbakki Þykkvibær Þórlákshöfn