Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)
1.-31. október

Ævintýraferð fjölskyldunnar á Suðurland í haustfríinu - Rangárþing eystra

Suðurland býður upp á spennandi upplifun og ævintýralega skemmtun fyrir alla fjölskylduna í haustfríinu og auðvelt er að finna ævintýralega afþreyingu. Frábær skemmtun er í boði fyrir alla fjölskylduna og munu margir ferðaþjónustuaðilar verða með ýmis tilboð með sérstakri áherslu á fjölskylduna í haustfríinu. Hér eru nánari upplýsingar og hugmyndir af því sem fjölskyldan getur notið og gert saman á Suðurlandi. Ekki er spurning hvort, heldur hvert verður haldið í haustfríinu.

Rangárþing eystra

Í Rangárþingi eystra er að finna einstakar náttúruperlur, fallegar gönguleiðir og þekkta sögustaði. Áfangastaði eins og Seljalandsfoss, Skógafoss, Þórsmörk og Eyjafjallajökul má finna í sveitarfélaginu. Hvolsvöllur er þéttbýlis- og þjónustukjarni sveitarfélagsins, aðeins 100 km. frá Reykjavík og því tilvalin staðsetning fyrir fjölskylduna til að ferðast út frá um Suðurland.

Söfn/sögustaðir/sýningar
 • LAVA centre er tæknileg, gagnvirk afþreyingar- og upplifunarmiðstöð til fræðslu um fjölbreytta eldvirkni og jarðskorpuhreyfingar á Íslandi og hvernig landið hefur orðið til á milljónum ára.
 • Skógasafn er víðtækt safn sem samanstendur af byggðasafni, húsasafni og samgöngusafni. Þar geta bæði ungir og aldnir fundið sér eitthvað skemmtilegt að skoða og fræðast um.
 Útivist – opin áhugaverð svæði
 • Margir fallegir fossar sem gaman er að heimsækja eru í sveitarfélaginu
  • Skógafoss er einn fallegasti og tignarlegasti foss landsins.
  • Seljalandsfoss og Gljúfrabúi: þar er skemmtileg og stutt gönguleið á milli. Hægt er að fara bak við Seljalandsfoss og meðfram berginu að Gljúfrabúa en ávallt skal hafa aðgát með í för og sérstaklega þegar farið er að frysta.
  • Gluggafoss er í Fljótshlíð, um 20 mínútna keyrsla frá Hvolsvelli. Hægt er að ganga upp að fossinum og aðeins bak við en sama á við og með aðra fossa að aðgát skal hafa og taka mið af veðurskilyrðum.
 • Nauthúsagil: ganga inn gilið er stórskemmtileg og falleg og hentar flestum. https://gonguleidir.is/listing/nauthusagil/
 • Skógar
Afþreying
 • 15 stöðva Heilsuhringur í og við Hvolsvöll. Fyrsta stöðin er við Íþróttamiðstöðina og þar er hægt að fá kort og rekja sig áfram gegnum stöðvarnar.
 • Folfvöllur við Íþróttamiðstöðina á Hvolsvelli. Hægt er að leigja diska í Íþróttamiðstöðinni.
 • Í Íþróttamiðstöðinni á Hvolsvelli er íþróttahús þar sem hægt er að leigja staka tíma fyrir t.d. badminton, blak, fótbolta eða annað skemmtilegt.
 • Njáluhestar – hestaleiga.
 • Skálakot – hestaleiga/hestaferðir.
 • Golfvöllurinn á Hellishólum
 • Golfvöllurinn á Strönd
 • Í boði í sveitarfélaginu eru einnig stærri og minni jeppaferðir sem hægt er að sérsníða að hverri fjölskyldu, fjórhjólaferðir og margt fleira t.d. hjá Midgard, Southcoast Adventure og Óbyggðaferðum.
Sund
 • Í Íþróttamiðstöðinni á Hvolsvelli er 25m löng sundlaug, heitir pottar, vaðlaug og rennibraut.
Veitingar

Veitingastaði má finna um allt sveitarfélagið og í boði er nærri allt sem hugurinn girnist. Allar upplýsingar má finna á www.hvolsvollur.is og www.south.is. https://www.south.is/en/inspiration/towns/hvolsvollur 

Gisting

Það er mikið framboð af gistingu í sveitarfélaginu og hægt að finna möguleika við hæfi allra. Í boði eru tjaldstæði, fjallaskálar, heimagisting, gistiheimili og nokkrar stærðir hótela. Allar upplýsingar má finna á www.hvolsvollur.is og www.south.is. https://www.south.is/en/inspiration/towns/hvolsvollur

 

Skoða fleiri viðburði

Viðburðadagatal
GPS punktar
N63° 45' 7.082" W20° 13' 15.132"
Staðsetning
Hvolsvöllur

Suðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Suðurlandi eru allmargir þéttbýlisstaðir, hver með sínu sniði og sjarma og allir bjóða upp á einhverskonar afþreyingu. Selfoss er þeirra stærstur og þar má finna ýmsar verslanir, þjónustu og marga veitinga- og skyndibitastaði. Flestir bæir eru í alfaraleið og því bæði hentugt og skemmtilegt að eiga þar viðdvöl.

Skoða meira

Map Höfn Kirkjubæjarklaustur Vík Vestmannaeyjar Hvolsvöllur Flúðir Laugarvatn Reykholt Laugarás Borg Brautarholt Hveragerði Árnes Selfoss Hella Stokkseyri Eyrarbakki Þykkvibær Þórlákshöfn