Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)
15. september

70 ára afmæli Skógasafns

70 ára afmæli Skógasafns

Í ár eru liðin 70 ár frá stofnun Skógasafns og Héraðsskólans í Skógum. Þessum merku tímamótum verður fagnað 15. september næstkomandi í Skógaskóla klukkan 15:00. Skógasafn er á meðal elstu byggðasafna landsins og telur safnkosturinn nú um 18 þúsund muni.

Dagskrá
• Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra setur hátíðina í Skógaskóla klukkan 15:00.
• Ávörp flytja:
- Ingvar P. Guðbjörnsson formaður stjórnar Skógasafns
- Andri Guðmundsson forstöðumaður Skógasafns
- Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður
- Anton Kári Halldórsson formaður Héraðsnefndar Rangárvallasýslu
- Eva Björk Harðardóttir formaður Héraðsnefndar Vestur-Skaftafellssýslu
- Smári Ólason rannsakandi og starfsmaður Skógasafns
- Þórður Tómasson fyrrum safnstjóri Skógasafns
• Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra opnar nýja sýningu um 70 ára sögu Skógasafns og Skógaskóla í Samgöngusafninu
• Tónlistaratriði frá Valborgu Ólafs
• Kaffiveitingar í Skógakaffi
• Fornbílaklúbbur Íslands verður með fornbíla til sýnis

Formlegri dagskrá lýkur klukkan 18:00

Hátíðin er styrkt af Uppbyggingarsjóði Suðurlands

Verið velkomin í 70 ára afmælisveislu Skógasafns.

Skoða fleiri viðburði

Viðburðadagatal
GPS punktar
N63° 31' 33.647" W19° 29' 35.600"

Suðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Suðurlandi eru allmargir þéttbýlisstaðir, hver með sínu sniði og sjarma og allir bjóða upp á einhverskonar afþreyingu. Selfoss er þeirra stærstur og þar má finna ýmsar verslanir, þjónustu og marga veitinga- og skyndibitastaði. Flestir bæir eru í alfaraleið og því bæði hentugt og skemmtilegt að eiga þar viðdvöl.

Skoða meira

Map Höfn Kirkjubæjarklaustur Vík Vestmannaeyjar Hvolsvöllur Flúðir Laugarvatn Reykholt Laugarás Borg Brautarholt Hveragerði Árnes Selfoss Hella Stokkseyri Eyrarbakki Þykkvibær Þórlákshöfn